Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 33

Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 33
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Veðurspáin er ágæt fyrir næstu daga og mjög lík-legt að við komumst heim á sunnudaginn eins og stefnan er sett á. En annars væri enginn stórskaði þótt við yrðum veður- teppt. Það myndi enginn gráta það að fá einn skíðadag í viðbót,“ segir Gerða hlæjandi þegar slegið er á þráðinn til hennar í Livigno á Ítalíu þar sem hún hefur verið frá 7. janúar með eiginmanni sínum, 13 ára dóttur og 15 ára syni. „Við erum í æfingaferð með um 150 manna hópi á vegum skíðadeildar Breiðabliks og KR en sonur okkar æfir skíði.“ Snjónum hefur kyngt niður síðustu daga og fréttir hafa borist bæði frá Austurríki og Ítalíu um mikið fannfergi og umferðartepp- ur tengdar þeim. „Hluti hópsins ætlaði reyndar heim 14. janúar en þurfti annaðhvort að framlengja eða fara heim eftir öðrum leiðum. Ófært var til Zürich og því voru einhverjir sem fóru til Mílanó og flugu þaðan.“ Gerða segir fátt jafnast á við þessar skíðaferðir. „Þetta eru dásamlegar ferðir, yndislegar og afslappandi. Það myndast mjög skemmtileg stemning enda þekkj- umst við foreldrar skíðakrakkanna vel því við hittumst mikið í fjallinu og þurfum að tala okkur saman um skutl auk þess sem við skiptumst á búnaði.“ Hópurinn heldur vel saman í ferðinni, skíðar saman, hittist í hádeginu og á kvöldin til að borða saman. „Við erum á stóru hóteli sem rúmar allan hópinn og fleiri til. En í matsalnum fáum við rými út af fyrir okkur sem er mjög fínt.“ Gerða segir þau hjónin ekki hafa verið neitt sérstakt skíðafólk áður en sonurinn fór að æfa. „En síðan verður þetta fjölskyldusport enda fer svo mikill tími í æfingarnar og skutlið að annaðhvort verða allir að taka þátt eða enginn,“ segir Gerða, en sér alls ekki eftir þeim tíma sem fer í æfingastúss sonarins. „Þetta er svo ofboðslega skemmtileg útivera og við foreldr- arnir erum búin að læra helling á skíði á síðustu árum, byrjuðum í plóg niður brekkurnar en erum orðin bara nokkuð góð.“ Gerður segir aðstöðuna í Livigno frábæra. „Hér er heill hellingur af brekkum af öllu tagi, bláar, rauðar og svartar fyrir þá sem vilja Gabríel Pétur, einn af ferðafélögum Gerðar, utanbrautar á kafi í snjó. Bílarnir voru lítið hreyfðir. Gerða með eiginmanninum Hinriki og Valgerði dóttur þeirra á góðum degi. Snjónum hefur kyngt niður á Ítalíu undanfarið og valdið tilheyrandi umferðarteppum. Skíðafólkið í Livigno er hins vegar himinlifandi með fönnina enda ákaflega fallegt um að litast. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is hasarinn. Hér er 30 kílómetra löng gönguskíðabraut og margt sem hægt er að taka sér fyrir hendur annað en að standa á skíðum. Til dæmis fara í drift gocart, á fjórhjól, vélsleða og hundasleða. Hér er sundlaug með rennibraut, heil gomma af búðum og svo er maturinn auðvitað æðislegur eins og svo oft á Ítalíu.“ Fjölskylduæfingaferðir eru farnar á tveggja ára fresti og Gerða var því í Livigno fyrir tveimur árum líka. Hún segir töluverðan mun á snjómagninu en flestir séu bara afskaplega ánægðir þegar kyngi niður púðrinu. „Þetta er rosalega gaman fyrir þá sem eru góðir á skíðum, sérstaklega þá sem vilja fara í púðrið og skíða utanbrautar. Í gær náði púðrið upp að hnjám og allir að berjast niður brekkurnar og leika sér innan um trén. Það ríkti sko ósvikin gleði,“ segir Gerða sem sjálf nýtti tækifærið og æfði sig í að skíða í púðursnjó í barna- brekkunum. „Það er erfitt að skíða í púðrinu og tekur meira á lærin. En það var skemmtilegt að fá þetta æfingatækifæri fyrir okkur sem ekki erum vön púðrinu.“ Fannfergið hefur því síður en svo truflað hópinn. „Það gerði ferðina bara betri.“ Annars væri eng- inn stórskaði þótt við yrðum veðurteppt. Það myndi enginn gráta það að fá einn skíðadag í viðbót. Hluti af skíðahópnum frá Breiðablik og KR skemmtir sér í snjónum. Púðursnjórinn var alltumlykjandi. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT OG FERÐIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.