Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 41
www.intellecta.is
Bókhald
Byggingafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða bókara. Helstu verkefni eru færsla bókhalds,
launavinnsla, afstemmingar, vsk uppgjör og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að vera
skipulagður, nákvæmur og hafa góða þekkingu á bókhaldi. Þekking á DK bókhaldskerfi er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019.
Sjá nánar á www.intellecta.is
Sérfræðingur í rannsóknar- og heilbrigðisdeild
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndar-
starfs í landinu og byggir starf sitt
á samþættingu eftirlits, fræðslu og
rannsókna.
Hlutverk Vinnueftirlitsins er að stuðla að
öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi
sem jafnan skal vera í samræmi við
félagslega framþróun og bestu þekkingu
á hverjum tíma.
Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði,
forvarnir og fagmennska.
Nánari upplýsingar um stofnunina
má finna á heimasíðu hennar
www.vinnueftirlit.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Tómasson, sviðsstjóri (kristinn@ver.is) í síma 550 4600. Umsóknarfrestur er til og með
4. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Intellecta Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
• Rannsóknir á sviði vinnuverndar, m.a. með
áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar
• Þátttaka í fræðslu á sviði vinnuverndar með
áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar
• Stuðningur við eftirlit með áherslu á
stoðkerfisþætti vinnuverndar
Vinnueftirlitið óskar eftir sérfræðingi í rannsóknar- og heilbrigðisdeild með áherslu á
stoðkerfisþætti vinnuverndar. Starfshlutfall er 100% og starfsstöð er í Reykjavík.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
meistaragráða er æskileg
• Reynsla af rannsóknum
• Reynsla á sviði vinnuverndar er æskileg
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu
og rituðu máli
• Sveigjanleiki í starfi m.t.t. verkefna
• Færni í framsetningu upplýsingaefnis
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði og skipulagshæfni
Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð:
Fjármálastjóri
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndar-
starfs í landinu og byggir starf sitt
á samþættingu eftirlits, fræðslu og
rannsókna.
Hlutverk Vinnueftirlitsins er að stuðla að
öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi
sem jafnan skal vera í samræmi við
félagslega framþróun og bestu þekkingu
á hverjum tíma.
Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði,
forvarnir og fagmennska.
Nánari upplýsingar um stofnunina
má finna á heimasíðu hennar
www.vinnueftirlit.is.
Nánari upplýsingar um störfin veita Hanna S. Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins (hanna@ver.is) í síma 550 4600
og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á
www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Intellecta Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri fjármálastjórn
• Undirbúningur, gerð og eftirfylgni
fjárhagsáætlana ásamt samningagerð
• Mannauðsstjórnun
• Gerð rekstraryfirlita og upplýsingagjöf til
forstjóra
• Stjórnunareftirlitskerfi og rýni á rekstur
• Ytri og innri samskipti
Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Fjármálastjóri er yfirmaður rekstrar og innri þjónustu.
Hann ber ábyrgð á fjármálum, bókhaldi, eignum og tækjarekstri, ásamt því að samræma og hafa
umsjón með mannauðsmálum Vinnueftirlitsins.
Staðan heyrir beint undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og starfsstöðin er í Reykjavík.
• Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskipta-
fræði eða sambærileg menntun
• Reynsla af fjármálastjórn, áætlanagerð, tölfræði og úrvinnslu gagna
• Þekking og reynsla af opinberu rekstrar- umhverfi er æskileg
• Reynsla af mannauðsstjórnun er æskileg
• Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
• Ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum
samskiptum
Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R