Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 46
www.landsvirkjun.is
Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt
PwC, sem stað festir að fyrirtækið greiðir
körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða
jafnverðmæt störf.
Landsvirkjun hvetur konur
jafnt sem karla til að sækja
um stöðurnar.
Sótt er um störfin á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Fyrirspurnir um störfin
má senda á starf@landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk.
Í starfinu felst greining á mörkuðum, t.d. innlendum og erlendum
orkumörkuðum og þeim mörkuðum sem viðskiptavinir Lands-
virkjunar starfa á. Unnið er í þverfaglegu teymi sem metur viðskipta-
tækifæri á innlendum og erlendum orkumarkaði og áhrif alþjóðlegra
loftslagsaðgerða á þróun markaða á heimsvísu. Viðkomandi mun auk
þess veita almenna ráðgjöf innanhúss, vinna að framsetningu gagna
og hafa samskipti við hagaðila.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði,
hagfræði eða verkfræði
• Reynsla af greiningum og framsetningu gagna
• Hæfni til að vinna í þverfaglegu teymi
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Landsvirkjun rekur ríflega 30 jarðvegsstíflur víðs vegar um landið.
Öryggi þessara mannvirkja er ein af megináherslum í rekstri
fyrirtækisins. Sérfræðingur í jarðvegsstíflum mun vinna með
öflugum hópi starfsfólks þvert á svið fyrirtækisins og hafa umsjón
með eftirliti og þróun á verklagi og úttektum á jarðvegsstíflum
Landsvirkjunar. Viðkomandi mun einnig taka þátt í alþjóðlegu
samstarfi á þessum vettvangi.
• Framhaldsnám í verkfræði á sviði jarðtækni
• Reynsla af störfum við krefjandi jarðtæknileg verkefni,
svo sem stíflur eða önnur stærri mannvirki
• Þekking á alþjóðlegum jarðtæknistöðlum og notkun þeirra
• Hæfni til að vinna í þverfaglegu teymi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Við leitum að sérfræðingi á sviði greininga
Við óskum eftir að ráða sérfræðing
með þekkingu á jarðvegsstíflum
Hefur þú áhuga á að vinna
með faglegu og skemmtilegu
fólki í góðu starfsumhverfi?
Landsvirkjun er framsækið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum
að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í
fararbroddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum í sátt við
umhverfi og samfélag. Hjá okkur starfar hópur metnaðarfulls
starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.