Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 49
Starf lögfræðings
Vísindasiðanefnd óskar eftir að ráða lögfræðing í
fullt starf. Starfið er áhugavert og krefjandi, reynir
á öguð vinnubrögð og trausta lögfræðilega þekk-
ingu. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum
einstaklingi með frumkvæði og metnað til að ná
árangri í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Kröfur um þekkingu og hæfni:
• Embættis- eða meistarapróf lögfræði
• Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er æskileg
• Sjálfstæð, skipuleg og fagleg vinnubrögð
• Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
• Gott vald á ensku og gjarnan á
einu Norðurlandatungumáli
Í starfinu felst m.a.:
• Undirbúningur fyrir fundi nefndarinnar og
frágangur erinda
• Túlkun laga og reglugerða sem gilda um
verkefni Vísindasiðanefndar
• Þátttaka í eftirliti nefndarinnar með framkvæmd
heilbrigðisrannsókna
• Lögfræðileg ráðgjöf, greining og úrlausn
lögfræðilegra álitaefna
• Samskipti við rannsakendur, stjórnvöld
og stofnanir
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfs-
feril ofl skal senda á netfangið vsn@vsn.is merkt:
Starfsumsókn - lögfræðingur.
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.
Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Baldursson,
framkvæmdastjóri, í síma 5517100
VÍSINDASIÐANEFND
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS.
Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is
Aðstoð við umönnun
Laus er til umsóknar 60-80% staða við umönnun á Hlein.
Hlein er heimili sjö fatlaðra einstaklinga sem rekið er af
Reykjalundi. Þar er unnið á þrískiptum vöktum.
Við leitum að einstakling með notalega nærveru og ríka
þjónustulund. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt
og sýnt frumkvæði.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Eflingar og
fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Eflingar og
Reykjalundar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dís Níelsdóttir
forstöðuþroskaþjálfi í síma 585-2091 eða í gegnum
netfangi dis@reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir
mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum netfangið
gudbjorg@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2019
Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á
heimasíðunni www.reykjalundur.is
Í góðu sambandi
við framtíðina
Hvers vegna Veitur?
Það er líf og fjör í vinnunni og starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg.
Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að
vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og
viðskiptavini af virðingu.
Nánari upplýsingar á veitur.is/framtidin
Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um störfin.
Stóra stundin er runnin upp. Við leitum að
hugmyndaríku og drífandi fólki sem er tilbúið
til að taka þátt í nýsköpun og framþróun og
móta með okkur snjalla framtíð.
Framtíðin er snjöll
– mótaðu hana með okkur
Sérfræðingur í hermun
og gerð kerfislíkana
Veitur eru að undirbúa sig undir framtíðina og í því felst að þróa og byggja
upp kerfislíkön fyrir öll veitukerfin. Við leitum að snjöllum sérfræðingum
sem hafa reynslu af gerð kerfislíkana og áhuga á að byggja upp hermunar-
þekkingu hjá okkur. Ef þú hefur gaman af því að takast á við áskoranir
og brennur fyrir upplýsingatækni, hagnýtum hermilíkönum og tengdum
hugbúnaði þá viljum við heyra í þér.
Verkefnastjóri
Framtíð Veitna er snjöll og felur í sér fullnýtingu auðlindastrauma, sporlausa
starfsemi og stöðugar umbætur. Við leitum að öflugum verkefnastjóra með
brennandi áhuga og þekkingu á verkefnastjórnun. Ef þú hefur gaman af
umbótum og skipulagi og brennur fyrir faglegri verkefnastjórnun þá viljum
við heyra í þér.