Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 52
Rannsóknarlektor
við handritasvið
Árnastofnunar
Starf rannsóknarlektors við handritasvið Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til umsóknar.
Um er að ræða tímabundið fullt starf til fimm ára með
möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á rannsóknar
sviði stofnunarinnar. Ætlast er til að þeir geti með náms
ferli sínum, starfsreynslu og ritverkum sýnt fram á kunn
áttu í handritafræðum og hafi næga þekkingu og reynslu
til að vinna að handritarannsóknum og textaútgáfum. Góð
kunnátta í íslensku máli að fornu og nýju er skilyrði; enn
fremur er kunnátta í ensku og dönsku eða öðru norrænu
máli nauðsynleg og frekari tungumálakunnátta er kostur.
Gerð er krafa um góða samskiptahæfni.
Rannsóknir á handritum og útgáfa texta eru hornsteinar
starfsins á handritasviði, en auk þess er rannsóknar
lektornum ætlað að taka þátt í öðrum verkefnum sem
unnið er að á sviðinu, svo sem skráningu handrita og
fornbréfa, fræðslu og miðlun. Í starfinu er fólgin 40%
rannsóknarskylda.
Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. september 2019.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er farið eftir
ákvæðum laga um Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum nr. 40/2006 og reglugerðar um Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 861/2008.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og
rannsóknir, svo og vottorð um námsferil sinn og störf.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta
talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess
starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi
ritverk með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru
aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfun
dur standa að ritverki skulu umsækjendur gera grein
fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt að í
umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa
unnið að, hverju þeir vinna að sem stendur og hver séu
áform þeirra um rannsóknarverkefni ef af ráðningu yrði.
Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja
nöfn og netföng tveggja einstaklinga sem eru til þess
bærir að veita umsagnir um verk þeirra og hæfni.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara
og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og skal umsóknum og
fylgigögnum skilað í þríriti til Stofnunar Árna Magnús
sonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101
Reykjavík eða á rafrænu formi á netfangið sigurborg.
stefansdottir@arnastofnun.is. Öllum umsóknum verður
svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðningu í starfið
þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðvarður Már
Gunnlaugsson, stofustjóri handritasviðs (s. 525 4024,
gudvardur.mar.gunnlaugsson@arnastofnun.is).
Rafeindavirki
Rafeindavirki eða einstaklingur með sambærilega menntun
óskast til að veita tæknivinnustofu Örtækni forstöðu.
Starfið felst í ábyrgð á daglegum rekstri, svo sem öflun verkefna, sjá um framkvæmd verkefna og afgreiðslu,
ráðningu starfsfólks, verkstjórn, efniskaup, framleiðslustjórnun og gæðaeftirlit.
Gerð er krafa um mjög góða tölvukunnáttu, þekkingu á rafmagns- og rafeindamarkaði, ásamt afburða hæfileikum
í mannlegum samskiptum. Vinnutíminn er kl. 8 – 17 virka daga.
Yngri umsækjendur með minni reynslu en brennandi áhuga á ofangreindum verkefnum eru hvattir til að senda
inn umsókn.
Frekari upplýsingar um starfsemi Örtækni: www.ortaekni.is
Umsóknir skulu sendar á tölvupóst: thorsteinn@ortaekni.is
RÉTTINDASTOFA
FORLAGSINS
óskar eftir drífandi starfskrafti
Ert þú hugmyndaríkur og skipulagður
einstaklingur sem hefur áhuga og
þekkingu á íslenskum bókmenntum?
Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni
með reynslu af markaðs- og kynningarmál-
um, haldgóða tölvukunnáttu, frábæra
samskiptafærni og gott vald á ensku.
Menntun sem nýtist í starfi og önnur
tungumálakunnátta er kostur.
Um er að ræða krefjandi en afar fjölbreytt
og skemmtilegt starf á frábærum vinnustað.
Starfið er fólgið í kynningu á íslenskum
útgáfuverkum Forlagsins á erlendum
markaði.
Vinsamlegast sendið umsóknina
á atvinna@forlagid.is fyrir 1. febrúar
nk. Farið verður með allar
umsóknir sem
trúnaðarmál.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu