Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 52
Rannsóknarlektor við handritasvið Árnastofnunar Starf rannsóknarlektors við handritasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundið fullt starf til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á rannsóknar­ sviði stofnunarinnar. Ætlast er til að þeir geti með náms­ ferli sínum, starfsreynslu og ritverkum sýnt fram á kunn­ áttu í handritafræðum og hafi næga þekkingu og reynslu til að vinna að handritarannsóknum og textaútgáfum. Góð kunnátta í íslensku máli að fornu og nýju er skilyrði; enn fremur er kunnátta í ensku og dönsku eða öðru norrænu máli nauðsynleg og frekari tungumálakunnátta er kostur. Gerð er krafa um góða samskiptahæfni. Rannsóknir á handritum og útgáfa texta eru hornsteinar starfsins á handritasviði, en auk þess er rannsóknar­ lektornum ætlað að taka þátt í öðrum verkefnum sem unnið er að á sviðinu, svo sem skráningu handrita og fornbréfa, fræðslu og miðlun. Í starfinu er fólgin 40% rannsóknarskylda. Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. september 2019. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er farið eftir ákvæðum laga um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 40/2006 og reglugerðar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 861/2008. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og vottorð um námsferil sinn og störf. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfun­ dur standa að ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir vinna að sem stendur og hver séu áform þeirra um rannsóknarverkefni ef af ráðningu yrði. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja nöfn og netföng tveggja einstaklinga sem eru til þess bærir að veita umsagnir um verk þeirra og hæfni. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og skal umsóknum og fylgigögnum skilað í þríriti til Stofnunar Árna Magnús­ sonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á rafrænu formi á netfangið sigurborg. stefansdottir@arnastofnun.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðningu í starfið þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðvarður Már Gunnlaugsson, stofustjóri handritasviðs (s. 525 4024, gudvardur.mar.gunnlaugsson@arnastofnun.is). Rafeindavirki Rafeindavirki eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til að veita tæknivinnustofu Örtækni forstöðu. Starfið felst í ábyrgð á daglegum rekstri, svo sem öflun verkefna, sjá um framkvæmd verkefna og afgreiðslu, ráðningu starfsfólks, verkstjórn, efniskaup, framleiðslustjórnun og gæðaeftirlit. Gerð er krafa um mjög góða tölvukunnáttu, þekkingu á rafmagns- og rafeindamarkaði, ásamt afburða hæfileikum í mannlegum samskiptum. Vinnutíminn er kl. 8 – 17 virka daga. Yngri umsækjendur með minni reynslu en brennandi áhuga á ofangreindum verkefnum eru hvattir til að senda inn umsókn. Frekari upplýsingar um starfsemi Örtækni: www.ortaekni.is Umsóknir skulu sendar á tölvupóst: thorsteinn@ortaekni.is RÉTTINDASTOFA FORLAGSINS óskar eftir drífandi starfskrafti Ert þú hugmyndaríkur og skipulagður einstaklingur sem hefur áhuga og þekkingu á íslenskum bókmenntum? Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni með reynslu af markaðs- og kynningarmál- um, haldgóða tölvukunnáttu, frábæra samskiptafærni og gott vald á ensku. Menntun sem nýtist í starfi og önnur tungumálakunnátta er kostur. Um er að ræða krefjandi en afar fjölbreytt og skemmtilegt starf á frábærum vinnustað. Starfið er fólgið í kynningu á íslenskum útgáfuverkum Forlagsins á erlendum markaði. Vinsamlegast sendið umsóknina á atvinna@forlagid.is fyrir 1. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.