Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 7
TOYOTA YARIS Skráður: 2017 / Bensín Beinskiptur / 60.000 km. VERÐ: 1.290.000 KR. SSANGYONG REXTON HLX Skráður: 2014 / Dísel Sjálfskiptur / 112.000 km. VERÐ: 2.590.000 KR. VEXTIR VEXTIR TRYGGÐU ÞÉR: • Enga vexti • Engin lántökugjöld • Hraðari eignamyndun • Lægri mánaðargreiðslur NOTAÐIR BÍLAR NÚLL VEXTIR Við förum alla leið og bjóðum núll prósent vexti við fjármögnun á völdum notuðum bílum, í takmarkaðan tíma. 720017 445808 DACIA DUSTER Skráður: 2018 / Dísel Sjálfskiptur / 64.000 km. VERÐ: 1.990.000 KR. OPEL CORSA INNOVATION Skráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / 57.000 km. VERÐ: 2.190.000 KR. VEXTIR VEXTIR 445857 445838 NISSAN JUKE CENTA PLUS Skráður: 2016 / Bensín Sjálfskiptur / 29.000 km. VERÐ: 2.990.000 KR. OPEL MOKKA 4X4 Skráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / 60.000 km. VERÐ: 3.490.000 KR. VEXTIR VEXTIR 445892 590362 TOYOTA C-HR Skráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / 50.000 km. VERÐ: 3.490.000 KR. SSANGYONG TIVOLI XLV DLX Skráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / 60.000 km. VERÐ: 2.650.000 KR. VEXTIR VEXTIR 445880 445839 benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Núll prósent vextir, allt að 80% ármögnun í allt að 24 mánuði af völdum notuðum bílum. Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. ENN MEIRA ÚRVAL Á NÝJU BÍLAPLANI KRÓKHÁLSI 9 OG Á BENNI.IS UMHVERFISMÁL Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefndar til sautján ára, vill draga úr ágangi kafara í gjána Silfru. Hjörleifur Guttormsson, sem sat í nefndinni í tólf ár, segir starfsemina á engan hátt samræmast eðlilegum rekstri þjóðgarðsins. Báðir hafa Björn og Hjörleifur átt sæti í Þingvallanefnd; Hjörleifur árin 1980 til 1992 og Björn gegndi þar formennsku í sautján ár en lét af henni fyrir tíu árum. Fyrir um ári sendi Hjörleifur Þingvallanefnd ýmsar hugmyndir sínar um starfsemi Þingvallaþjóð- garðs. Var þar sérstaklega tekið á köfunarmálunum. „Um leið og þarna verði byggð upp aðstaða, meðal annars til köf- unar, ber að leggja af köfun í Silfru í hjarta þjóðgarðsins, en 56 þúsund Björn og Hjörleifur um Silfrumálið Meira á frettabladid.is HE ILB RIG ÐI S M ÁL „ Ák vörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í við- komandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grund- vallarspurningar varðandi fram- tíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, for- maður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráða- lækningadeild Landspítala viður- kenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnáms- menntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að við- halda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræði- lækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sér- námslæknar, langf lestir í heim- ilislækningum og almennum lyf- lækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikil- vægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækn- inga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vanda- málunum sem geta samt verið f lókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auð- vitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu lík- legra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heil- brigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein ein- hvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki for- svaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hér- lendis sé lögð mikil áhersla á sam- vinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækning- um, að fólk þarf að taka hluta náms- ins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“ sighvatur@frettabladid.is Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga segir fyrirkomulag sérnáms snúast um grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðis- kerfisins. Mikilvægt sé að byggja upp alþjóðlega viðurkennt vinnuumhverfi. Í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítalans viðurkenningu til að veita fullt sérnám. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR manns fóru í gjána á árinu 2017. Þessi starfsemi samræmist á engan hátt eðlilegum rekstri,“ sagði Hjör- leifur og vitnaði í stefnu þjóðgarðs- ins að slíkri þjónustu yrði almennt valinn staður í hæfilegri fjarlægð frá þinghelginni. „Auk þessa hafði ég oftsinnis gagnrýnt köfun í Silfru og framkvæmdir henni tengdar við forsvarsmenn Þingvallanefndar,“ segir Hjörleifur við Fréttablaðið. Eftir frétt Fréttablaðsins á þriðju- dag um ósk Heimsminjaskrifstofu UNESCO um skýringar á köfunar- þjónustunni við Silfru ræddi Björn Bjarnason málið á vefsíðu sinni. „Þeir sem fara um þjóðgarðinn og sjá umsvif og mannvirki að baki Þingvallabæjarins (þó í skjóli fyrir þá sem í bænum eru) hljóta að reka upp stór augu,“ skrifar Björn sem kveður deilu um málið geta orði langa og stranga þótt líklegra sé að sáttaleið finnist. gar@frettabladid.is Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga Þessi starfsemi samræmist á engan hátt eðlilegum rekstri. Hjörleifur Guttormsson 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.