Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 48
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Verð 9.900 kr. Stærð 36 - 46 Fallegar blússur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Við erum á facebook Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR Við getum ekki kennt þér á net- og samfélagsmiðla... En við getum tryggt að þú vitir hvað er að frétta! Jackie brosir út að eyrum í bleiku dragtinni fyrr um daginn örlagaríka. Forsetahjónin skömmu áður en forsetinn var myrtur. Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forseta- flugvélinni. Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á f lugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóv- ember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl. Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrar- línu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstak- lega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á banda- rísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik. Myndir og myndskeið af vett- vangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leif- arnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans. Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftur- sætinu. „Ég held að það hafi verið Bleik og blóði drifin dragt Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er ein áhrifamesta tískufyrirmynd 20. aldar. Ein þekktasta flíkin sem Jackie klæddist á sér þó grafalvarlega sögu. frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstað- inn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrt- um eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf f ljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutím- um eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varafor- setinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Banda- ríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fata- skipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum sam- særiskenningum. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.