Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 66
KVIKMYNDIR Joker Leikstjórn: Todd Phillips Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Zazie Beetz, Robert De Niro Í kvikmyndinni Joker fá áhorfendur að kynnast upprunasögu Jókersins, illmennisins sem hefur gert Leður- blökumanninum lífið leitt allar götur síðan hann birtist fyrst í Bat- man-myndasögunum 1940. Leður- blökumaðurinn er þó fjarri góðu gamni að þessu sinni og í hans stað berst Jókerinn við raunveruleikann, ömurlegar aðstæður og eigin geð- sjúkdóma. Arthur Fleck er misheppnaður og furðulegur grínisti sem jafn- framt vinnur fyrir sér sem trúður í hlutastarfi. Lífið hefur aldrei verið dans á rósum hjá Fleck og í sögunni sem sögð er í Joker getur vont lengi versnað og röð óheppilegra atvika sem koma sérlega illa við Fleck verð- ur til þess að honum er svo gott sem úthýst úr samfélaginu. Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu. Phoenix skilar Jókernum með miklum sóma og eflist með hverj- um ramma þar sem hann sækir styrk sinn ekki síst í einstaka tón- list Hildar Guðnadóttur sem segja má að sé hér í öðru aðalhlutverki myndarinnar og ég efast um að annað eins samspil aðalleikara og tónskálds hafi nokkurn tímann áður sést í kvikmynd. Þungur tónn Hildar gefur taktinn fyrir horaðan líkama og einkenni- legar hreyfingar Phoenix þannig að saman skapa þau hinn realíska Jóker. Lagið Subway er einstakt og ekki þarf að koma neinum á óvart þótt bæði, leikarinn og kvikmynda- tónskáldið, verði áberandi þegar verðlaunavertíðin hefst í vetur. Veikleikar myndarinnar liggja einna helst í handritinu en vend- ingarnar í lífi Flecks eiga til að verða fyrirsjáanlegar í þessari uppruna- sögu eins alræmdasta illmennis dægurmenningarsögunnar. Jókerinn lendir í atburðarás þar sem hann virkar því miður oft sem farþegi frekar en gerandi í sögunni, ólíkt því sem við höfum átt að venj- ast þar sem þessi dáði brjálæðingur er annars vegar. Röð atburðanna virkar þannig á mann eins og farið hafi verið eftir nákvæmum gát- lista yfir ómissandi atriði á vegferð Flecks frá mislukkuðum trúði yfir í Jókerinn. Þá má spyrja sig hvort örfáar tengingar við sögu Leðurblöku- mannsins hefðu ekki mátt missa sín á því realíska sögusviði sem mótað er í myndinni. Eins einkennilega og það kann að hljóma þá er hér lagt upp með raunsæja sýn á uppruna Jókersins; hvernig fjöldamorðingi verður að fjöldamorðingja sem er um leið teiknimyndaskúrkur. Í myndinni er í raun reynt að þókn- ast öllum, aðdáendum Leðurblöku- mannsins en líka öllum hinum. Óskandi hefði verið að aðeins önnur hvor leiðin hefði verið valin. Oddur Ævar Gunnarsson NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir fyrirsjáanlegt handrit gera meistarataktar Joaquins Phoenix og Hildar Guðnadóttur Joker að eftirminnilegri mynd sem geldur fyrir til- raunir til þess að þóknast sem flestum. Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla Joaquin Phoenix túlkar hinn misheppnaða Arthur Fleck með látbragði og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í drungalegan raunveruleika myndarinnar. – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Osta- pylsur og fleira gott Í MYNDINNNI ER Í RAUN REYNT AÐ ÞÓKNAST ÖLLUM, AÐDÁENDUM LEÐURBLÖKUMANNSINS EN LÍKA ÖLLUM HINUM. Alþjóðlegi geðheilbrigðis-dagurinn er í dag en allt frá því að Alþjóðasamtökum um geðheilsu, World Federation for Mental Health, héldu daginn fyrst þann 10. október 1992 hefur hann verið notaður víða um heim til þess að vekja athygli á geðheil- brigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geð- sjúkra. Geðheilbrigðisdagurinn er því dagur allra eins og þau samtök sem að honum standa benda á og í ár er markmið dagsins um allan heim að vekja athygli á mikilvægi sjálfsvígs- forvarna og gildi forvarnastarfs og stuðnings við fólk sem þarf á fjölþættri aðstoð að halda til að komast í gegnum erfiðleika á lífs- leiðinni. Alls staðar, á öllum tímum, þar sem er fólk eru alltaf einhverjir sem eiga um sárt að binda andlega þannig að geðsjúkdómar koma ítrekað við sögu í kvikmyndum, bæði sem viðfangsefni auk þess sem framlag listafólks í geðrænum vanda verður aldrei ofmetið þótt það beri stundum harm sinn í hljóði þar til það er of seint. Robin heitinn Williams er nær- tækt og sorglegt dæmi um þetta en á meðan hann reytti af sér brand- ara og fór á kostum í kvikmyndum þjáðist hann innra með sér. Þekkt- astur fyrir gamanleik túlkaði hann í The Fisher King hugarvíl manns sem sagði skilið við raunveru- leikann eftir að hafa orðið fyrir hræðilegu áfalli. Í tilefni dagsins er tilvalið að slást í för með hinum heimilislausa Parry sem reikar um götur New York í leit að hinu helga Grali. – þþ Geggjaðar bíómyndir í tilefni dagsins As Good as It Gets Jack Nicholson krækti sér í Óskarsverðlaun fyrir yfirdrifinn leik á þunglyndri mannafælu sem kemst að því að samneyti við annað fólk er ein besta lækningin við andans meinum. One Flew Over the Cuckoo’s Nest Stálin stinn mætast í Jack Nicholson og Louise Fletcher, vistmanni og hjúkrunarfræðingi, á geðsjúkra- húsi á tímum þar sem fordómar í garð geðveikra grasseruðu. Dásamlega gráglettin saga um baráttu einstaklingsins gegn kerfinu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og geðheilsan er kannski hið helga Gral sem auðveldara er að tapa en finna? What About Bob? Bill Murray og Richard Dreyfuss fara ham- förum sem skjólstæð- ingur og geðlæknir í þessari bráðfyndnu mynd um hinn fjölfælna Bob sem er með hjartað á réttum stað. Ólíkt lækninum sem túlka má sem fulltrúa skilningslauss kerfisins. The Irishman, nýjasta mynd Martins Scorsese, var frum-sýnd á New York Film Festival á dögunum. Myndin fór vægast sagt vel í áhorfendur og gagnrýnendur keppast við að ausa hana lofi. Kannski ekki von á öðru þar sem Scorsese dregur hér fram stóru byss- urnar og teflir fram mafíumynda- goðsögnunum Robert De Niro og Joe Pesci, sem hafa sett sterkan svip á margar af þekktustu myndum hans. Al Pacino er einnig mættur til leiks en hann og De Niro léku báðir í snilldinni The Godfather Part II. Pesci snýr hér aftur fyrir Scorsese eftir að hafa verið sestur í helgan stein á Hollywood-eftirlaunum. Hann var til dæmis á árum áður frábær hjá Scorsese í Raging Bull, The Casino og Goodfellas ásamt De Niro sem var lykilmaður hjá Scors- ese þar til Leonardo DiCaprio tók við keflinu. The Irishman var ekki auðveld í fæðingu hjá Scorsese en það tók hann tólf ár að fá einhvern til þess að fjármagna gerð hennar. Kvik- myndin, sem er byggð á sannsögu- legum atburðum í tengslum við hvarfið á verkalýðsforingjanum gerspillta Jimmy Hoffa, er rúmir þrír tímar að lengd og ekkert var til sparað við gerð hennar. Þegar upp var staðið var það Netflix sem samþykkti að fjármagna þennan stórvirkisdraum Scorseses en streymisveitan hefur að undanförnu komið að framleiðslu hverrar stórmyndarinnar á fætur annarri. Til dæmis The King, The Laundromat að ógleymdri Roma sem gerði mikla lukku í fyrra. Írinn verður því einungis í stuttan tíma í bíóhúsum í Bandaríkjunum en verður síðan aðgengileg á Netflix. Skiptar skoð- anir eru á þessum umsvifum efnis- veitunnar þar sem mörgum finnst að stórvirki sem þetta eigi heima á breiðtjaldi þar sem fagurfræðin og hvert smáatriði fái að njóta sín. Pirringurinn nú er bergmál af því sama og heyrðist víða þegar Roma var sýnd á Netf lix en hún þótti framúrskarandi í sinni fagurfræði og endaði með tíu Óskarsverð- launatilnefningar. De Niro, Pacino og Pesci eru allir taldir eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir Írann og alls ekki ólíklegt að Scors- ese sjálfur hljóti eina slíka enda eru allir þessir herra- menn alvanir slík- um tilnefningum þótt misvel hafi gengið að landa verðlaununum. – ekb Miklar vonir bundnar við Íra Scorseses Martin Scorsese. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.