Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 10
+PLÚS
Aðgerðasinnar í Washington hvetja þingið til að koma á úrbótum á kanna-
bislöggjöfinni. Kannabis hefur þegar verið lögleitt í nokkrum fylkjum.
Stúdentar við Verkfræði og tækniháskólann í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, mótmæla ofbeldi og pyndingum
stjórnvalda gegn nemum. Upptök mótmælanna voru morðið á Abrar Fahad, nemanda sem var barinn til dauða af
stuðningsmönnum stjórnarflokkanna. Mótmæli fóru fram í fjölmörgum háskólum landsins. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikararnir Woody Harrelson og Juliette Lewis og leikstjórinn Oliver
Stone halda upp á aldarfjórðungsafmæli kvikmyndarinnar Natural Born
Killers á Beyond-hátíðinni í Hollywood. Hér sýna þau gamalkunna takta.
Lucy Bronze, landsliðskona Englands og ein skærasta stjarna kvennaknattspyrnunnar sem hefur þó sætt tölu-
verðri gagnrýni, tekur á rás í vináttuleik gegn Portúgal í borginni Setubal. Englendingar fögnuðu 1-0 sigri í leiknum.
Rock in Rio,
ein stærsta
tónlistarhá-
tíð heims,
fór fram í
19. skipti í
brasilísku
borginni Rio
de Janeiro.
Meira en
700 þúsund
gestir horfðu
á Bon Jovi,
Iron Maid-
en, Red Hot
Chili Peppers,
Foo Fighters
og fjölmörg
önnur atriði.