Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20
Í Lónsöræfum við austurjaðar Vatnajökuls eru margar spennandi gönguleiðir og tindar. Einn þeirra er 1.319 m hár og að því er virðist sak-leysislegur, Sauðhamarstindur. Af tindinum er stórkostlegt útsýni yfir Lónsöræfin eins og þau leggja sig, austur að Horni og Jökulgilstindum en líka yfir Vatnajökul og Snæfell. Gönguleiðin upp Sauðhamarstind er hins vegar snúnari en virðist í fyrstu og má líkja við völundarhús þar sem aðeins ein greiðfær leið er í boði. Þessi úlfur í sauðagæru ætti þó að vera á færi f lests göngufólks svo fremi sem stað- kunnugir séu með í för. Tilvalið er að hefja gönguna frá Múlaskála þar sem er snotur skáli og tjaldstæði. Þangað er 40 mínútna ganga frá Illakambi sem hægt er að aka að á sérútbún- um fjallabifreiðum úr Lóni. Er þá farið yfir viðsjár- verða Skyndidalsá sem getur vaxið hratt í rigningum. Því er ekki óskynsamlegt að kaupa sér far inn eftir með aðilum á Höfn eða í Lóni, eða ganga þangað á einum eða tveimur dögum, sem er stórkostleg göngu- leið. Að rótum Sauðhamarstinds er merkt gönguleið frá Múlaskála sem liggur eftir litfögrum giljum. Síðan sleppir stikunum og þá er mikilvægt að velja rétta leið í gegnum að því er virðist ófært klettastálið. En leiðin er auðfundnari en margan grunar og er stefnt á tilkomumikinn foss sem steypist fram af miðju klettabeltinu. Haldið er vinstra megin við foss- inn og síðan undir hann. Eftir það er þröng klettasylla þrædd nokkur hundruð metra í norður uns komið er að þröngu gili með litlum fossi. Þar er hægt að klöngr- ast upp gilið að stalli fyrir ofan klettabeltið. Síðan er snjóbrekku fylgt upp að Röðli sem er tilkomumikill hryggur sem vísar veginn á litskrúðugan Sauðham- arstind. Tilvalið er að toppa þá báða og síðan haldið niður klettabeltið sömu leið, enda aðrar gönguleiðir í gegnum klettabeltið viðsjárverðar. Gaman er að ganga heim í gegnum litskrúðugar líparítbrekkur sem kallast Víðibrekkusker, en neðan þeirra eru svartir berggangar, Kambahryggir, sem skera gljúfrin eins og hnífar. Þetta er litaveisla fyrir allan peninginn sem gefur þeirri í Land- mannalaugum ekkert eftir. Gangan tekur yfirleitt daginn (6-8 klst.) og er mikilvægt að taka með jöklabúnað og ekki leggja á tindinn í viðsjárverðu veðri eða þoku. Tindur í sauðagæru Tómas Guðbjartsson, hjartaskurð- læknir og nátt- úruunnandi, og Ólafur Már Björnsson, augnlæknir og ljósmyndari. Gönguleiðinni upp á Sauðham- arstind má líkja við völundar- hús, sem þó er sérlega skemmtileg sé farin rétt leið en myndræna lýs- ingu má finna með greininni á frettabladid.is. MYND/TG Gangan í gegnum klettabeltið er ekki fyrir lofthrædda en er þó einfaldari en margur heldur. MYND/ÓMB Af Sauðhamarstindi er frábært útsýni. MYND/ÓMB TILVERAN 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.