Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 4
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
TÆKNI Fjárfesting við uppbygg-
ingu íslenska gagnaversiðnaðarins
er í kringum 20 milljarðar króna
á aðeins fimm til sex árum. Föst
og afleidd störf eru þegar um 300
talsins.
Þetta kom fram í máli Eyj-
ólfs M. Kristinssonar, formanns
Samtaka íslenskra gagnavera
(DCI), á vorfundi Landsnets fyrir
skemmstu.
Eyjólfur fjallaði meðal annars
um af hverju Ísland hentar vel til
uppbyggingar gagnavera. Ekki
síst er það náttúruleg kæling sem
hefur bein áhrif á rekstrarkostnað
fyrirtækjanna sem þurfa að kaupa
minni orku til kælingar á vélbún-
aði en víða annars staðar.
Tiltölulega lágt orkuverð spilar
einnig inn í þessa mynd. Gagnaver
á Íslandi nýta 20 megavött (MW)
af orku og kaupa rafmagn fyrir
um 1,4 milljarða króna árlega.
Keypt bandvídd er fyrir 500 millj-
ónir á ári.
Þótt greinin sé ung að árum þá
eru þegar bein störf í gagnaverum
á Íslandi í dag 70 til 100, en afleidd
störf eru mun fleiri eða rúmlega
200 talsins.
Eyjólfur svaraði þeirri spurn-
ingu af hverju gagnaver á Íslandi
eru ekki fleiri og stærri en raun
ber vitni. Það sagði hann helst
að rekja til þess að gagnasam-
band við Bandaríkin væri „ekki
frábært“ en nefndi að við erfið-
ar aðstæður hefði greinin fengið
mikla stoð frá fyrirtækjum á sviði
gagnaflutninga- og fjarskiptasam-
banda við útlönd.
„Hins vegar þarf miklu meira
til ef við ætlum að vera samkeppn-
ishæf,“ sagði Eyjólfur sem varp-
aði fram þeirri spurningu hver
aðkoma stjórnvalda gæti verið til
að styðja við gagnaversiðnaðinn
til framtíðar.
Hann nefndi að skattaumhverfi
þyrfti að vera samkeppnishæft
við helstu samkeppnislönd og að
styðja þyrfti uppbyggingu innviða
eins og raforku- og fjarskipta-
kerfis, eins menntunar sem nýtist
greininni og mikilvægi lagalegrar
verndar tjáningar- og upplýsinga-
frelsis.
„Við finnum það að þau lönd
sem við erum helst í samkeppni
við fá öflugan stuðning frá stjórn-
völdum; eru með sterkar mark-
aðsskrifstofur á bak við sig og
þessi lönd hafa markað sér skýra
stefnu um að ná árangri. Árangur-
inn hefur ekki líka ekki látið á sér
standa,“ sagði Eyjólfur og nefndi
Írland sem dæmi en einnig Finn-
land og Svíþjóð.
Hann sagði tækifærin án nokk-
urs vafa fyrir hendi enda væru tvö
prósent allrar orku í Bandaríkjun-
um þegar nýtt til að reka gagna-
ver og aðrar tölur væru til marks
um það að gagnaveraiðnaðurinn
á heimsvísu yxi hraðar en menn
gerðu sér almennt grein fyrir.
svavar@frettabladid.is
Fjárfesting í gagnaverum
20 milljarðar á 5 til 6 árum
Gagnaver á Íslandi nýta 20 megavött af orku og kaupa rafmagn fyrir um 1,4 milljarða árlega. Föst og afleidd
störf eru um 300. Græn orka og náttúruleg kæling gera Ísland að góðum kosti til uppbyggingar gagnavera.
THOR Um 80 alþjóðlegir aðilar nýttu sér þjónustu gagnavers Advania í Hafnarfirði á síðasta ári.
Við
finnum það
að þau lönd
sem við erum
helst í sam-
keppni við fá
öflugan
stuðning frá stjórnvöldum.
Eyjólfur M. Kristinsson,
formaður DCI.
EFNAHAGSMÁL Þór unn Guðmunds-
dótt ir hæsta rétt ar lögmaður var
á fimmtudag kjörin formaður
bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Þórunn var kosin í bankaráðið af
Alþingi í mars síðastliðnum í stað
Ólafar Nordal sem hætti í ráðinu
er hún tók við embætti innanrík-
isráðherra. Varaformaður banka-
ráðsins er Jón Helgi Eg ils son.
Þórunn er einn eigenda lög-
mannsstofunnar Lex. Hún hefur
um 30 ára lögmannsreynslu og
hefur starfað samfellt hjá Lex frá
árinu 1983. - fbj
Formaður Seðlabankaráðs:
Þórunn yfir
bankaráðinu
TEKUR VIÐ Þórunn Guðmundsdóttir
lögmaður tekur við af Ólöfu Nordal
ráðherra sem formaður bankaráðs
Seðlabankans.
STJÓRNMÁL Píratar mælast lang-
stærsti stjórnmálaflokkurinn á
Íslandi ef gengið yrði til kosninga
nú með 30 prósenta fylgi. Það er
átta prósentustigum meira en í
síðasta mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með 22,9 prósent og Samfylking-
in með 14,1 prósent. Þá fá Vinstri
græn 10,6 prósent, Framsókn er
með 10,1 prósent og Björt framtíð
með 7,8 prósenta fylgi. - srs
Auka fylgið um átta stig:
Píratar með
byr í seglunum
27.4.2015 ➜ 3.5.2015
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Þýsk
gæði
10 MANNS
voru kærðir til lögreglu af Samtök-
unum 78 fyrir meiðandi orð í garð
hinsegin fólks.
104 HEIMILISOFBELDISMÁL
komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Á 2 MÁNUÐUM
4,5
milljarða
króna mun
útgerðin hafa
sparað í árslok
ef OLÍUVERÐ
og gengi
Bandaríkjadals
haldast út árið.
milljón
kostuðu
sýnatökur lögregl-
unnar á höfuð-
borgarsvæðinu
vegna ölvunar- og
fíkniefnaakst-
urs á tveimur
árum.
33 milljörðum
HAFA ÚTGERÐARFYRIRTÆKI
þegar samið um að verja til smíði nýrra skipa.
50%
er talið að sé fækkun
heilablóðfalla á síðasta
áratug.
50-52%
launahækkanir
á 3 árum er krafa SGS.
$
271
# #
#
STJÓRNMÁL Stjórnskipunar- og
eftir litsnefnd þingsins brást í máli
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að
mati Ögmundar
Jónassonar, for-
manns nefndar-
innar. Þetta kom
fram í kvöld-
fréttum Stöðvar
2 í gær.
Nefndin fór í
pólitískar skot-
grafir en mein-
ingin er að hún
sé hafin yfir slíkt. Nefndin klofn-
aði í málinu, en aðallega var deilt
um hvort Hanna Birna hefði sagt
þinginu ósatt eða ekki.
Stjórnarliðar mynduðu meirihluta
og telja að málinu hafi lokið með
skýrslu umboðsmanns Alþingis.
Brynjar Níelsson, varaformað-
ur nefndarinnar, segir að nefndin
eigi ekki að setja sig í dómarasæti
eða starfa sem rannsóknarréttur.
Til þess hafi hún embætti eins og
umboðsmann Alþingis og Ríkis-
endurskoðun. Hann hafnar því að
nefndarmenn hafi farið í pólitískar
skotgrafir þótt þeir hafi ekki talið
eða treyst sér til að fullyrða það að
Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi
sagt ósatt í þinginu.
Til stóð að afgreiða skýrslu í
nafni allrar nefndarinnar en stjórn-
arliðar féllust ekki á það svo minni-
hlutinn stendur einn að skýrslunni
eða álitinu. Ögmundur Jónasson
segir þetta mjög dapurlega niður-
stöðu en það sé nauðsynlegt að álit
minnihlutans verði rætt í þinginu.
Hann segist líta málið mjög alvar-
legum augum en ekki hafa tekið
neina ákvörðun um hvort hann
hætti sem formaður í nefndinni.
- þká
Ósammála um hvort Hanna Birna hafi sagt þinginu ósatt í lekamálinu:
Segir nefndina hafa brugðist
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
BRUGÐIST Ögmundur Jónasson, for-
maður nefndarinnar, segir hana hafa
brugðist í máli Hönnu Birnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR