Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 6
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Diplómanám um áfengis- og vímuefnamál Diplómanám um áfengis- og vímuefnamál er sjálfstætt 30 eininga þverfræðilegt nám að loknu BA-, BS- eða sambærilegu háskólaprófi. Námsleiðin er ætluð þeim sem starfa með áfengis- og vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra, s.s. félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, lýðheilsufræðingum, iðjuþjálfum, guðfræðingum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og læknum. Kennsla fer fram tvo samfellda daga í mánuði sem auðveldar fólki að sinna náminu meðfram vinnu. Sæktu um á hi.is fyrir 5. júní. Nánari upplýsingar á felagsradgjof.hi.is og hjá dr. Steinunni Hrafnsdóttur í síma 824 0598 og 525 5266. www.hi.is FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8-10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms. Hægt er að komast að á eftirfarandi hljóðfæri: • Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar • Einnig á píanó og harmóníku • Einnig er innritað í fiðluforskóla (5-6 ára börn) • Einnig er til takmarkað pláss á þverflautu, klarinett og saxófón • Teknir eru inn nokkrir nemendur fædda 2009 (6ára) í Forskóla I • Teknir eru inn nokkrir nemendur fædda 2008 (7ára) í Forskóla Il ATHUGIÐ AÐ FRAMBOÐ Á SKÓLAVIST ER TAKMARKAÐ. Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin frá kl. 13:00-16:00 virka daga. Síminn er 562-8477. Það skal tekið fram að nauðsynlegt er fyrst að skrá nemendur í skólann með því að hafa samband við skrifstofuna. Til að tryggja endanlega að innritunin sé frágengin er nauðsynlegt að innrita nemandann einnig í Rafræna Reykjavík á heimasíðunni www.rafraen.reykjavik.is á sama tíma og setja Tónmenntaskólann í 1. val. Skólastjóri Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2015-2016 stendur yfir núna á vorönn og lýkur í maí. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tröppur og stigar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld 6.690 4 þrepa 5.690,- 6 þrepa 7.890,- 7 þrepa 9.690,- Áltrappa 4 þrep 4.990,- 5 þrep 6.390,- Áltrappa 3 þrep 3.990 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.490 SM-RLG0 Áltrappa 7 þrep, tvöföld 25.590 5 þrep, tvöföld 19.990,- U ppfyllir A N :131 staðalinn U ORKUMÁL „Við erum í góðu samtali við Breta um það sem tímabært er að ræða. Hvað sem einhverjir kunna að halda fram þá er eng- inn gluggi að lokast á næstu miss- erum. Ég fullyrði það enda hef ég spurt orkumálaráðherra Breta að því sjálf,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, um undirbúningsvinnu stjórnvalda í tengslum við hugs- anlega lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands og samskipti við þarlend stjórnvöld. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Breta og ráð- gjafi hjá Atlantic Superconnec- tion Corporation, sagði á fundi Kjarnans og Íslenskra verðbréfa um sæstrengsverkefnið nýlega að bresk stjórnvöld vildu eindreg- ið taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld um stöðu verkefnisins. Hins vegar væri engin krafa gerð til þess að stjórnvöld hér gæfu afdráttarlaus svör á þessum tíma- punkti. Í framhaldi af fundinum sagði Jón Gunnarsson, formað- ur atvinnuveganefndar, í viðtali við Fréttablaðið að hann sæi ekk- ert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða mál- inu og fá svör við lykilspurningum frá Bretum og hér heima. Ragnheiður segir það rangt að Bretar sæki fast að setjast niður til viðræðna um sæstrengsmál. Samskipti hennar við núverandi orkumálaráðherra Breta, Matthew Hancock, og fyrirrennara hans, Michael Fallon, hafi einkennst af hinu gagnstæða. Þeir hafi sýnt skilning á því að verkefnið krefðist mikillar heimavinnu en hafi boðið fram aðstoð sína með alla þá þætti sem þeir gætu. „Við erum að vinna þetta m.a. eftir forskrift atvinnu- veganefndar og þetta mál krefst yfirlegu. Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum.“ Ragnheiður hnykkir á að sett- ur hafi verið á fót verkefnahópur á vegum ráðuneytisins sem sé að skoða þau átta verkefni sem lögð voru til í áliti atvinnuveganefndar. Þau eru öll komin í farveg. Síðast hafi verið boðið út „ítarleg þjóð- hagsleg kostnaðar- og ábatagrein- ing á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag“, eins og verk- efnið er kallað. Straumur fjárfest- ingarbanki sé um þessar mund- ir að hefja þá vinnu. Samkvæmt tímaáætlun verður undirbúnings- vinnan í hendi um eða eftir næstu áramót. svavar@frettabladid.is Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Hefur ekki gert upp hug sinn um sæstreng– og sér bæði kosti og galla við verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einhverjum kann að finnast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósammála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hagsmunum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn hefur gefið út ný til- mæli um heimsóknir á sængur- og fæðingarkvenn- adeild spítalans. Í tilkynningu frá spítalanum eru tilmælin sögð byggja á stefnu um heimsóknir og viðveru við fæðingar sem mótuð var þegar fæðing- arþjónustunni á spítalanum var breytt árið 2014. Þannig mælast ljósmæður og læknar til þess að aðeins einn einstaklingur sé viðstaddur fæðinguna. Þá séu heimsóknir fyrstu tímana eftir fæðingu ekki æskilegar. „Fæðingin og tíminn fyrst eftir fæð- ingu er mikilvægur fyrir tengslamyndun foreldra og nýbura. Grunnurinn að brjóstagjöf er lagður á fyrstu tímunum eftir fæðingu og mikilvægt að móðir og barn fái frið og tíma til að leggja þann mikilvæga grunn,“ segir í tilkynningunni. Um tveimur tímum eftir fæðingu flytjast mæður á meðgöngu- og sængurlegudeild. Er þá mælst til þess að aðeins nánustu aðstandendur komi í heim- sóknir, aðeins milli klukkan 16.00 og 19.30. Heim- sóknir barna yngri en 12 ára eru ekki leyfðar, vegna RS víruss. „Mikilvægt er að sýna tillitssemi, skipuleggja heimsóknir í samráði við foreldra og fresta heim- sóknum ef fólk er með kvef eða flensu,“ segir í til- kynningunni. - fbj Aðeins einn einstaklingur sé viðstaddur fæðingu móðurinni til stuðnings: Ný tilmæli LSH um heimsóknir VIÐKVÆMT FERLI Nýjum tilmælum um heimsóknir er ætlað að vernda viðkvæmt ferli tengslamyndunar milli foreldra og nýfædds barns. NORDICPHOTOS/GETTY GÓÐGERÐARMÁL Ný stjórn lands- nefndar UN Women á Íslandi tók til starfa á fimmtudag. Starf landsnefndarinnar hefur aukist mikið á undanförnum árum en aldrei hafa fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi. Hátt í 1.100 einstaklingar gengu til liðs við UN Women á síðasta ári og íslenska landsnefndin á þriðja hæsta framlag landsnefnda til verkefna UN Women. Guðrún Ögmundsdóttir hag- fræðingur var endurkjörin for- maður samtakanna. Nýir inn í stjórn nefndarinnar eru Örn Úlfar Sævarsson, texta- og hug- myndasmiður, og Soffía Sig- urgeirsdóttir alþjóðastjórn- málafræðingur sem áður sat í varastjórn. Í stjórn sitja sem fyrr Magnús Orri Schram, Ólafur Stephensen, Kristjana Sigurbjörnsdóttir, Frí- mann Sigurðsson, Guðrún Norð- fjörð, Hrefna Dögg Gunnarsdótt- ir, Arna Gerður Bang og Karen Áslaug Vignisdóttir. - vh Íslenska landsnefndin á þriðja hæsta framlag landsnefnda til verkefna: Ný stjórn landsnefndar UN Women STJÓRNIN Ný stjórn landsnefndar var kosin á fimmtudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.