Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 10
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með þriðjudeg- inum 26. maí 2015. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2015 sem úthlutað er í tvennu lagi og koma 10 milljónir til úthlutunar nú í vor. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí næstkomandi. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Meðal styrkveitinga úr sjóðnum eru námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  Verkefni á sviði menningar og lista  Menntamál, rannsóknir og vísindi  Forvarna- og æskulýðsstarf  Sértæk útgáfustarfsemi Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eirtaldir styrkir:  Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 krónur hver  Fimm styrkir að upphæð 500.000 krónur hver  Tíu styrkir að upphæð 250.000 krónur hver SJÁVARÚTVEGUR Rúmlega 8.400 manns höfðu, þegar Fréttablaðið fór í prentun, skrifað undir á síð- unni Þjóðareign.is, þar sem und- irskriftum er safnað til að hvetja forseta Íslands til að samþykkja ekki stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta, heldur vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að baki undirskriftasöfnun- inni standa margir einstaklingar, þeirra á meðal Jón Steinsson hag- fræðingur. „Til þess að bæta lífs- kjör á Íslandi er lykilatriði að þjóð- in njóti arðsins af sameiginlegum auðlindum hennar,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. En búast þau við því að undir- skriftarsöfnun beri árangur? „Ef nægilega margir skrifa undir hef ég trú á því að forsetinn taki það mjög alvarlega. Hann hefur sagt að mikilvægar breytingar á fyr- irkomulagi úthlutunar á sjávar- auðlindinni geti verið mál sem þjóðin eigi að fá tækifæri til að samþykkja eða synja beint. Hér er um grundvallarbreytingu að ræða. Í fyrsta skipti er verið að úthluta veiðiheimildum með óafturkræf- um hætti til lengri tíma en eins árs. Slíkt er ótækt á meðan þjóðin er ekki að fá fullt gjald fyrir afnot af auðlindinni,“ segir Jón. Í tilkynningu segja þau að frum- varpið, sem felur í sér úthlutun makrílkvóta til útgerðarmanna til sex ára hið skemmsta og að veiði- gjöld verði ákveðin til þriggja ára, feli í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfis- ins. Verði það að lögum sé útgerð- inni í fyrsta sinn veitt óafturkall- anlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs. Alþingi geti ekki í reynd afturkallað þá ráðstöfun. „Lagasetning af þessu tagi kemur í veg fyrir að unnt sé að kveða á um skilyrðislaust eign- arhald þjóðarinnar á fiskveiði- auðlindinni með ákvæði í stjórn- arskrá sem jafnframt tryggi að þjóðin njóti fulls gjalds af afnot- um á auðlindinni,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Meðal þeirra sem deilt hafa undirskriftasöfnuninni á Facebo- ok-síðu sinni og hvatt aðra til að skrifa undir eru Birgitta Jónsdótt- ir þingmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur. fanney@frettabladid.is Vilja láta vísa nýju makríl- frumvarpi til þjóðarinnar Meira en 8.000 hafa kvittað upp á undirskriftarsöfnun sem hvetur forseta Íslands til að synja makrílfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Einn forsprakkanna segir ótækt að þjóðin fái ekki fullt gjald fyrir afnot af auðlindinni. MAKRÍLL Frumvarp var lagt fram á Alþingi þar sem segir að óheimilt sé að fella sex ára úthlutun á kvóta úr gildi með minna en sex ára fyrirvara. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Í fyrsta skipti er verið að úthluta veiðiheimild- um með óafturkræfum hætti til lengri tíma en eins árs. Slíkt er ótækt á meðan þjóðin er ekki að fá fullt gjald fyrir afnot af auðlindinni. Jón Steinsson, hagfræðingur. NEPAL Tala látinna eftir jarð- skjálftann í Nepal er komin yfir 6.000 manns. Nýjustu tölur benda til þess að 6.260 manns hafi látið lífið og 14.000 hafi slasast. Þúsunda er saknað og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín. Yfirvöld í Nepal óttast að fjöldi látinna muni fara yfir 10.000. Þúsundir þorpa hafa gereyði- lagst og meirihluti sjúkrahúsa og skóla í fjölmörgum þorpum er alveg ónothæfur. Ram Sharan Mahat, fjármála- ráðherra Nepal, áætlar að í það minnsta þurfi um 2 milljarða doll- ara til að endurreisa heimili, spít- ala, opinberar byggingar og sögu- legar minjar í landinu. Yfirvöld í Nepal hafa kallað eftir aukinni fjárhagsaðstoð en þau hafa viðurkennt að þau hafi verið of illa undirbúin fyrir jarð- skjálfta af þessum toga. Samein- uðu þjóðirnar hafa óskað eftir 415 milljónum dollara í uppbygging- ar- og björgunarstarf en einungis um 5,8 milljónir hafa safnast. Embættismenn Evrópusam- bandsins leggja nú kapp á að hafa uppi á þegnum sambandsins en að sögn talsmanna sambandsins hefur ekki verið hægt að hafa uppi á um 1.000 þegnum sem voru á ferðalagi í Nepal. Talið er að flestir þeirra hafi verið við fjallgöngu á Everest- fjalli eða í strjálbýlum héruðum landsins. Vonast er til þess að margir séu enn á lífi en hafi ein- faldlega ekki látið sendiráð sín vita af ferðum sínum. Vitað er til þess að tólf þegnar sambandsins létust vegna skjálft- ans en sú tala bliknar vitaskuld í samanburði við fjölda innfæddra sem látist hafa. Jarðskjálftinn reið yfir mitt landið þann 25. apríl og var 7,8 að stærð. - srs Tala látinna í Nepal gæti farið yfir 10.000 manns: Þurfa tvo milljarða til uppbyggingar HNULLUNGUR Þúsundir þorpa eru rústir einar. AFP/PHILIPPE LOPEZ LÖGREGLA Laust eftir miðnætti aðfaranótt föstudags var ökumað- ur bifreiðar stöðvaður á Njáls- götu og vaknaði grunur um að hann æki undir áhrifum fíkni- efna. Í bílnum var einn farþegi, sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Við frekari rannsókn kom í ljós að sá grunur var á rökum reistur er fíkniefni fund- ust falin í nærbuxum farþegans. - ga Grunur um fíkniefnaakstur: Með fíkniefnin í nærbuxunum 6.260 eru taldir af eft ir jarðskjálft - ana í Nepal. Þúsunda er saknað og talið að 14.000 hafi slasast. Yfi rvöld óttast að fj öldi látinna muni fara yfi r 10.000. ÖRYGGISMÁL Foreldrar sem búa í næsta nágrenni við barnaskól- ann á Stokkseyri hafa áhyggjur af slysahættu vegna ónægra varúð- arráðstafana við Löngudæl. Þetta kemur fram í bréfi sem þeir sendu bæjarráði Árborgar. Áhyggjurnar kviknuðu eftir slys í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar tveir drengir festust í fossi sem féll fram af stíflunni sem er í Læknum. Í ljós hafi komið að við Löngudæl hafi skapast hætta þegar barn fór út á ótryggan ís og datt ofan í. Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. - fbj Ónægar varúðarráðstafanir: Áhyggjur af slysahættu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.