Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 20

Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 20
2. maí 2015 LAUGARDAGUR | HELGIN | 20 Þórgnýr Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Myndasögum verð-ur fagnað um allan heim í dag þegar Ókeypis-myndasögudag-urinn verður haldinn hátíðleg- ur. Hérlendis fara hátíðarhöld- in fram í Nexus í Nóatúni. Líkt og tíðkast annars staðar í heiminum mun Nexus gefa myndasögur og eru titl- arnir margir. Þeirra á meðal er eitt íslenskt mynda- sögublað, ÓkeiPiss sem forlag- ið Ókei-Bæk- ur gefur út. ÓkeiPiss, sem nú kemur út í fimmta skipti, er samansafn íslenskra mynda- sagna sem sendar voru inn í blað- ið og fá þar fjölmargir listamenn pláss. „Fyrirtæki nota þennan dag til að kynna nýja titla, nýjar serí- ur og sögur,“ sagði Gísli Einars- son, eigandi Nexus. Hann segir myndasögusenuna á Íslandi fara sístækkandi og á Ókeypismynda- sögudagurinn hlut í því. Auk þess segir hann góða hluti vera að gerast í myndasögu- geiranum. „Maður verður að fylgjast með til að ná þessum parti af vestrænni menningu. Þar eru hlutir að gerast sem finnast hvergi annars stað- ar í blöndu af texta og mynd.“ Fullt af fríum myndasögum Ókeypismyndasögudagurinn er í dag og myndasögur eru gefnar í Nexus. Myndasögusenan á Íslandi fer stækkandi en fyrsta íslenska sérvöruverslunin með myndasögur var opnuð fyrir um 20 árum. FULL BÚÐ AF SÖGUM Gísli Einarsson, eigandi Nexus, og Þórhallur Björgvinsson, starfsmaður búðarinnar, gefa gestum búðarinnar myndasögur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● Bókaforlagið Fjölvi fór að gefa út íslenskar þýðingar á bókaröðum á borð við Ævintýri Tinna, Ástrík gall- vaska og Lukku-Láka upp úr 1970. Síðan þá hefur vegur myndasögubóka á Íslandi farið vaxandi. ● Fyrsta íslenska myndasögu- bókin er talin vera Pétur og vélmennið: Vísindaráðstefnan sem Kjartan Arnórsson, sem kallar sig Kjarnó, gaf út árið 1979, fjórtán ára gamall. ● Með vaxandi áhuga Íslendinga á myndasögum voru æ fleiri bókaraðir skrifaðar og þýddar hérlendis. ● Árið 1993 var síðan opnuð fyrsta íslenska sérvöruverslunin með myndasögur, Goðsögn við Rauðarárstíg. ● Arftaki hennar, Nexus, var svo opnuð 1996. SAGA MYNDASÖGUNNAR Á ÍSLANDI Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Hjólatúr um Reykjavík „Ég ætla að hjóla fimmtíu kílómetra. Ég mun byrja í 105 en veit ekkert hvar ég enda en tek allavega góðan hring um höfuðborgarsvæðið. Svo mun ég njóta góða veðursins í bland við það og taka því rólega.“ Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona Njóta leikhússfrís „Það er ekki sýning á Hystory um helgina þannig að ég ætla að njóta frísins. Ég ætla á kaffihús með dóttur minni og rölta í bænum í góða veðrinu. Svo ætla ég að elda eitthvað voða gott og sýna Línu á morgun.“ Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður Afmæli og Avengers „Það er afskaplega einföld dagskrá, barnaafmæli í dag og afmæli á morgun auk bíóferðar á Avengers: Age of Ultron með syni mínum, við erum algjörir Marvel-sjúk- lingar. Svo er það bara sófinn og sælgætisskálin.“ Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona Öll orka fer í Tinu „Eftir huglæga slökun í gærkvöldi ætla ég að hjóla í undirbúning fyrir Tinu Turner- sýninguna sem verður í kvöld. Ég mæti snemma, svo fersk. Dagurinn fer bara í þetta frá a til ö. Á sunnudag geri ég ráð fyrir að vera hreinlega í öreindum eftir átökin. Huggulegheit verða því fyrir val- inu.“ HELGIN 2. maí 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Á FATAMARKAÐ fatahönn- uða á Lofti Hosteli frá 11 til 17 þar sem Hildur Yeoman er meðal sölumanna. HEILDARSAFN ljóða Ingunnar Snædal sem komu út í vikunni. Very best of Eurovision Song Contest og hitaðu upp fyrir Júrópartíin og gleðina sem hefst eftir rúmar tvær vikur. HORFÐU Á Dom Hemingway klukkan 22.10 í kvöld á Stöð 2 með Jude Law í aðalhlut- verki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.