Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 34
2. maí 2015 LAUGARDAGUR
| HELGIN | 34
Kjartan Atli
Kjartansson
kjartanatli@365.is
Þegar gengið er um skrifstofur sögufræga fél a gsi ns B oston Celtcs sést skilti hanga á einni hurðinni merkt BIA. Skammstöfun-
in vísar til CIA, leyniþjónustu
Bandaríkjanna, og þýðir skamm-
stöfunin Basketball Intelligence
Agency. Vissulega er skiltið sett
upp með húmor í huga en þetta
fangar samt sem áður hugar-
farið í NBA-deild 21. aldarinn-
ar. Fókusinn í NBA hefur að
vissu leyti færst frá leikmönn-
unum inni á vellinum og yfir á
hvaða upplýsingar skrifstofur
félaganna í NBA-deildinni geta
útvegað.
Markmið ráðamanna liðanna
er að gera leikinn mælanlegan;
að finna réttar breytur svo hægt
sé að kortleggja leikfræðina og
hegðun leikmanna á vísindaleg-
an hátt.
Leikfræðinni breytt
Þessi bylting, ef svo má kalla,
hófst fyrir um áratug og hefur
haft mikil áhrif á spilamennsku
margra liða í deildinni. Lið
Hous ton Rockets hefur gengið
lengst í þessari tölfræðivæðingu
og liðið leitar nú aðeins að skot-
um mjög nálægt körfunni eða
fyrir aftan þriggjastigalínuna.
Auk þess hefur framkvæmda-
stjóri liðsins, Daryl Morey, öfl-
uga sérfræðinga á sínum snær-
um sem greina leiki og leikmenn
hinna liðanna ítarlega og eru
leikmenn stundum fengnir til
liðsins vegna þess að þeir upp-
fylla mjög afmörkuð skilyrði,
skilgreind út frá tölfræðinni.N
ör
da
væ
ði
ng
N
B
A
U
nd
an
fa
rin
n
ár
at
ug
h
ef
ur
v
íg
bú
na
ða
rk
ap
ph
la
up
li
ða
í
N
BA
-d
ei
ld
in
ni
a
ð
hl
ut
a
til
fæ
rs
t a
f
pa
rk
et
in
u
og
in
n
á
sk
rif
st
of
ur
li
ða
nn
a.
R
ýn
t e
r í
a
lls
k
yn
s
tö
lfr
æ
ði
í
vo
n
um
a
ð
ko
m
as
t f
et
i
fr
am
ar
e
n
an
ds
tæ
ði
ng
ur
in
n.
F
yr
rv
er
an
di
s
tjö
rn
ur
N
BA
g
ef
a
lít
ið
fy
rir
þ
es
sa
n
ör
da
væ
ði
ng
u. JALEN ROSESPARNAÐUR Í
LAUNAKOSTNAÐI
Jalen Rose, sem var þekktur leikmaður á
tíunda áratug síðustu aldar og er nú vinsæll
fjölmiðlamaður, hefur tjáð sig um þessa
tölfræðivæðingu. Honum þykir þessi þróun
neikvæð, sérstaklega í ljósi þess að hún gengur
að miklu leyti út á að finna leikmenn á lágum
launum sem skila miklu til liðsins. Þannig
finnst honum einhverjir stjórnendur NBA-liða
vera að spara í launakostnaði til leik-
manna en græða jafn mikið og önnur
lið í aðgangseyri og sjónvarpstekjum.
CHARLES BARKLEY
GÁTU EKKERT
SJÁLFIR
Charles Barkley
fór mikinn í að
gagnrýna þessa
tölfræðivæðingu
NBA-deildarinnar
í þættinum Inside
the NBA fyrr
á árinu og tók
Daryl Morey hjá
Houston Rockets sér-
staklega fyrir. „Í fyrsta
lagi finnst mér þessi
tölfræðigreining vera
kjaftæði,“ sagði Barkley og
hélt áfram: „Mér er sama
um Daryl Morey. Hann er einn
af þessum bjánum sem trúa á
tölfræðina.“ Barkley sagði einnig
að hann myndi ekki þekkja Morey
ef hann hitti hann.
Barkley sagði einnig að þessi séní
í tölfræði hefðu ekkert getað í
körfubolta sjálf og skilur ekki hvað
þau séu að vilja upp á dekk.
Fjölbreyttar leiðir
í bílaármögnun
Lánshlutfall
allt að 80%
Engin
stimpilgjöld
Allt að 7 ára
lánstími
Landsbankinn býður góð kjör, fjölbreyttar leiðir og
allt að 80% fjármögnun á nýjum og notuðum bílum.
Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan.
Í fyrsta lagi finnst
mér þessi tölfræðigreining
vera kjaftæði.
Charles BarkleyCHARLES BARKLEY JALEN ROSE