Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 37
LAUGARDAGUR 2. maí 2015 | HELGIN | 37
Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, hefur
verið í mikilli uppsveiflu síðustu misserin.
Nigel Farage hefur laðað til sín fylgi með
afdráttarlausum málflutningi gegn Evrópu-
sambandinu og gegn innflytjendum, sem
hann slengir fram af nokkrum
galgopaskap.
Lengi vel leit út fyrir að
hann gæti komist í lykilstöðu
við stjórnarmyndun nú eftir
kosningarnar, en þeir draumar virðast foknir
út í veður og vind. Ræður þar mestu hið
sérstaka kosningakerfi Bretlands, því þrettán
prósenta fylgi virðist ekki ætla að skila
flokknum nema einum þingmanni á breska
þinginu. Sá þingmaður yrði væntanlega
Farage sjálfur, sem einnig er þingmaður
flokksins á Evrópuþinginu.
FYLGISAUKNINGIN SKILAR SÉR EKKI
NIGEL FARAGE Leiðtogi Breska sjálfstæðis-
flokksins hefur eitthvað verið að missa flugið
undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP
Staða breska Verkamannaflokksins er það
tæp að nánast er hægt að tala um hrun. Að
minnsta kosti í Skotlandi, þar sem flokkurinn
hefur til langs tíma borið höfuð og herðar
yfir aðra flokka.
Í þetta skiptið er honum
ekki spáð nema örfáum þing-
mönnum frá Skotlandi, jafnvel
engum.
Leiðtoga flokksins, Ed
Miliband, hefur engan veginn tekist að nota
forystu sína í stjórnarandstöðu heilt kjör-
tímabil til þess að styrkja stöðu flokksins. Að
vísu virðist hann ætla að bæta við sig nokkru
fylgi á landsvísu, en gæti engu að síður orðið
minni en Íhaldsflokkurinn, sem þó ætlar
ekki heldur að ríða feitum hesti frá þessum
kosningum.
HRUN Í SKOTLANDI, STÖÐNUN Á LANDSVÍSU
ED MILIBAND Leiðtoga Verkamannaflokksins
hefur ekki tekist að afla fylgis, þrátt fyrir heilt
kjörtímabil í stjórnarandstöðu. NORDICPHOTOS/AFP
FARAGE
Leiðtogi síðan
2010
MILIBAND
Leiðtogi síðan
2010
Cameron hefur hún tryggt sér
atkvæði frá fólki sem annars hefði
kosið Verkamannaflokkinn. Um
leið tekur hún reyndar þá áhættu
að fæla frá flokknum kjósendur
sem annars myndu halda sig við
Íhaldsflokkinn.
Sterk staða hennar myndi einnig
styrkja mjög málstað Skota, sem í
kosningabaráttunni síðasta haust
fengu býsna afdráttarlaus loforð
frá bresku stjórninni um að Skot-
land fengi meiri völd innan ríkja-
sambandsins ef sjálfstæði yrði
hafnað.
Lítið hefur orðið úr efndum
þeirra loforða til þessa, og kannski
á það sinn þátt í hinu sterka fylgi
Skoska þjóðarflokksins nú.
Sturgeon hefur sagt að Margaret
Thatcher hafi verið helsti hvatinn
að baki því að hún ákvað að leggja
fyrir sig stjórnmál. En með öfugum
formerkjum reyndar. „Ég hataði
allt það sem hún stóð fyrir,“ sagði
hún um Thatcher.
Hún hefur einnig ýmsar áherslur
sem eru frábrugðnar því sem stóru
flokkarnir standa fyrir. Hún hefur
meðal annars lagt mikla áherslu
á umhverfismál og er sérstaklega
áhugasöm um að Bretar hætti við
að koma sér upp nýjum kjarnorku-
vopnum.
Þá hefur hún boðað samvinnu við
smærri flokka á borð við Græn-
ingja og Plaid Cymru, sem þar með
eiga nú í fyrsta sinn raunverulega
möguleika á að koma baráttumál-
um sínum almennilega á dagskrá í
breskum stjórnmálum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
EVRÓPUSAMBANDIÐ BERST GEGN LOFTSLAGSBREY TINGUM.
Aðgangur
á tónleikan
a
er ókeypis
ÞEGAR HJÖRTUN
SLÁ Í TAKT!
Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngkonan
Ragnheiður Gröndal.
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Miðapantanir á harpa.is
og í miðasölu Hörpu.
Evrópsk tónlistarveisla í Hörpu 10. maí kl.20.00,
tileinkuð baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Íslenska Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans mátar
hrynfasta tóna við kraftmikla keltneska alþýðutónlist írsku
hljómsveitarinnar FullSet.
Í TILEFNI E VRÓPUDAGSINS
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK