Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 40
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40
Yfirburðir Vesturlanda síðustu aldirnar
eiga sér rót í landafundum þeirra er hófust
undir lok 15. aldar. Vesturlönd urðu rík,
nýjar hugmyndir áttu greiða leið að fólki,
forvitni varð dyggð, framfarir í vísindum
og tækni höfðu í för með sér meiri auðæfi
og hernaðaryfirburði – og svo framvegis.
Og upphaf landafundanna má rekja til eins
manns: Hinriks sæfara, konungssonar í
Portúgal, sem hóf að senda lítil og nett skip
suður með Afríkuströndum til að gá hvað
væri handan næsta höfða. Og þá máttu Spán-
verjar ekki vera minni menn og kostuðu ferð
Kólumbusar til Ameríku. Og svo framvegis.
Eftir á hafa menn náttúrlega fundið ýmsa
sögulega nauðsyn sem rak Evrópumenn
áfram við þessar miklu óvissuferðir, fyrst
og fremst var það víst leitin að kryddi.
Keisarinn fær gíraffa
En hálfri öld áður en Hinrik sæfari sendi
skip sín af stað, þá voru Kínverjar komnir
af stað í Suðaustur-Asíu og við Indlandshaf
á svo stórum skipum og í svo tröllauknum
flotadeildum að hinir vestrænu siglinga-
menn voru sem kornabörn í þeim saman-
burði. Tveir menn leika aðalhlutverk í þeirri
sögu. Annar var Ming-keisarinn Yongle sem
settist að völdum 1402 og virðist hafa byrjað
siglingar Kínverjar af einskærri forvitni.
Hann lét byggja risavaxin skip sem fóru
mörg saman um allar nálægar og fjarlæg-
ar slóðir og um borð voru 50.000 kínverskir
hermenn með alvæpni. Tilgangurinn virðist
hafa verið sá einn að fá menn fólk hvarvetna
til að viðurkenna dýrð keisarans í Kína og
færa heim fjársjóði á borð við gíraffa og
snotrar perlur og þess háttar. Aðrar kröfur
gerði Yongle ekki.
Hinn var skipherra og aðmíráll Yongles,
stórvaxinn og kraftalegur maður að nafni
Zheng He. Hann var upphaflega af ættum
óvina Yongles og var múslimi, sem ekki var
algengt í Kína, en var gripinn og geltur og
gerðist tryggasti þjónn keisarans og stýrði
tröllslegum flotadeildum hans um Asíu og
Indlandshaf. Yongle dó hins vegar 1424 og
eftirmenn voru ekki jafn forvitnir og skildu
ekki tilganginn með að halda úti hinum
mikla úthafsflota, svo eftir að Zheng He
kom úr sinni síðustu ferð 1433 féllu sigling-
ar Kínverja niður og flotinn mikli grotnaði
niður og gleymdist og Kínverjar fóru aftur
að horfa inn á við og þóttust öruggir bak við
múrinn mikla. Það hafði sem sé engin sögu-
leg nauðsyn drifið þessar siglingar áfram.
Glitrandi glingur og fjársjóðir
En ef … ef eftirmenn Yongles og Zheng He
hefðu verið haldnir sömu forvitni og þeir, þá
hefði nákvæmlega ekkert getað komið í veg
fyrir að tröllslegir kínverskir flotar hefðu
birst út af Evrópuströndum um 1450 og farið
fram á að dýrð og yfirráð keisarans í Kína
yrði viðurkennd – og ef Kínverjar hefðu náð
fótfestu, þá höfðu þeir yfirburði í hernaðar-
tækni um þær mundir og náttúrlega enda-
lausan mannfjölda sem skipin löngu hefðu
getað flutt í stórum stíl til Evrópu. Og í leið-
inni hefðu þeir vafalaust fundið Ameríku.
Í stuttu máli: Kínverjar hefðu getað, ef
þeir hefðu viljað og lagt sig fram, orðið
ráðandi í Evrópu, ekki síður en annars stað-
ar. Og þeir hefðu í öllu falli alveg ábyggi-
lega stöðvað útrás Evrópumanna og þar
með hin síðari heimsyfirráð þeirra. En ekk-
ert af þessu gerðist, floti Zheng He fúnaði
og kínverska útrásin stöðvaðist, Kínverjar
sáu ekki lengur tilganginn í að forvitnast
um hvað væri handan næsta höfða og höfðu
ekki áhuga á heimsyfirráðum – enda svosem
kannski ekkert fyrir Kínverja að sækja til
útlanda um þær mundir nema framandleg
dýr og glitrandi glingur og fjársjóði sem þó
voru engin ósköp miðað við auðæfin heima
í Kína.
Svo í þá tíð þurfti umheimurinn hvorki að
óttast undirförula framsýni né heimsvalda-
stefnu Kínverja, það var heimsvaldastefna
Evrópumanna sem olli vandræðum næstu
aldirnar.
Hvað hefði Konfúsíus hugsað?
Og svo er rétt að geta þess að hluti ástæð-
unnar fyrir því að Kínverjar hættu sigling-
um var að líkindum sú að ýmsir þar í landi
höfðu hreinlega aldrei verið sáttir við þær.
Þótt siglingarnar færðu Kínverjum nýja
þekkingu og þó nokkurn auð í þeim fjársjóð-
um sem lafhræddir kóngar og furstar hvar-
vetna flýttu sér að færa Zheng He hvar sem
hann kom að ströndum, þá töldu ýmsir hátt-
settir Kínverjar að það væri andstætt kenn-
ingum mikla vitra Konfúsíusar að neyða fólk
til að lúta valdi sínu með gróðasjónarmið
að leiðarljósi. Heimsvaldastefna var sem sé
beinlínis andstæð hugsun þeirra.
En svo kann þessi saga líka að kveikja
aðra hugmynd. Ég sagði hér áðan að engin
nauðsyn hefði kveikt siglingar Kínverja,
en sú hefði ekki verið raunin um upphaf
siglinga Evrópumanna hálfri öld síðar. En
er það rétt? Getur verið að sú „nauðsyn“
sem við þykjumst nú sjá að hafi hrint af
stað hinum evrópsku skipum, og felst aðal-
lega í eftirsókninni eftir kryddi, sé bara
eftiráskýring? Af því menn hafi ekki treyst
sér almennilega til að horfast í augu við að
landafundirnir miklu hafi í reynd sprott-
ið af miklu einfaldari ástæðu – forvitninni
í Hinriki sæfara? Þar hafi engin söguleg
„nauðsyn“ verið að baki, ekki frekar en hvað
snerti siglingar Kínverja sem voru jú fyrst
og fremst áhugamál þeirra Yongle og Zheng
He.
Yfirráð Evrópumanna tilviljun?
Það er að segja: Ef við ályktum að það
hafi verið söguleg tilviljun og jafnvel hálf-
gert slys að Kínverjar skyldu EKKI leggja
undir sig heiminn með því að halda áfram
siglingum eftir dag Yongles og Zheng He,
getum við þá ekki allt eins dregið þá álykt-
un að hafi líka verið tilviljun og slysni að
Evrópumenn urðu allsráðandi í heiminum
eftir landafundina sem Hinrik Portúgals-
prins hratt af stað? Og ef hann hefði nú dáið
í frumbernsku, og ekki verið með þetta sigl-
ingavesin, þá hefðu ekki orðið neinir landa-
fundir á þeim tímapunkti sem raun varð á,
og engin útrás Vesturlanda, engin auðæfi
og nær engar tækninýjungar? Getur jafnvel
hugsast að þá væri ekki enn búið að finna
Ameríku?!
FLÆKJUSAGA
Illugi Jökulsson
rifjar upp söguna
af Zheng He
sem hóf
siglingar sem
hefðu getað
komið í veg
fyrir útrás
Evrópu-
manna.
Kínverjar eru forsjálir menn og hugsa ævinlega mjög langt fram í tímann. Raunar er hugsun þeirra um fortíðina sama marki brennd, þar sem aðrir þjóðir sjá misseri sjá þeir aldir. Mannkynssöguna
hugsa þeir um í miklu víðtækara samhengi
en skammsýnir Vesturlandabúar til dæmis.
Og Kínverjar flana aldrei að neinu. Þegar
vestrænir blaðamenn og diplómatar fengu
langþráð tækifæri til að hitta ráðamenn
Kína árið 1972, þegar Nixon Bandaríkja-
forseti fór í heimsókn til Beijing, var Zhou
Enlai forsætisráðherra spurður um ýmis
álitamál og þar á meðal hvaða lærdóm mætti
draga af frönsku byltingunni sem gerð var
1789. Þótt þá væru liðnar tæpar tvær aldir
frá byltingunni hugsaði Zhou sig stuttlega
um en sagði síðan: „Það er alltof snemmt að
segja til um það.“ Og Kínverjar munu fyrir
löngu hafa gert nákvæma og vel ígrundaða
áætlun um hvernig þeir ætli að ná völdum í
allri veröldinni; sölsa fyrst undir sig af mik-
illi natni allar auðlindir, til dæmis í Afríku,
síðan öðlast áhrifavald í krafti peninga, loks
munu þeir hrifsa til sín pólitísk völd í krafti
fjölda síns og herstyrks; við munum vakna
upp í kínverskum heimi.
Óeirðir, ekki bylting
Margir hafa til dæmis lesið um þetta
úthugsaða samsæri í bók sænska rithöf-
undarins Hennings Mankells, þar sem því
var lýst í hrollvekjandi smáatriðum. Og
ætli áætlanir Huang Nubos um að eign-
ast Grímsstaði á Fjöllum hafi ekki einmitt
verið hluti af þessari áætlun ellegar sam-
særi, hvað gat Kínverji viljað með golfvöll
á svo afskekktum stað nema það væri hluti
af hinni lymskufullu og hægfara heims-
valdastefnu Kína?
En bíddu nú, nei, nei.
Er þetta kannski alls ekki rétt? Zhou
Enlai, ja, hann hélt víst að það væri verið að
spyrja hann um stúdentaóeirðirnar í París
1968, ekki um byltinguna 1789. Og Henning
Mankell var að skrifa staðlausan reyfara,
ekki sagnfræðirit, þótt hann nýtti sér að
vísu alkunnar flökkusögur um hið stóra plan
þeirra Kínverja. Hvað vakti fyrir Nubo veit
líklega enginn, en varla var það alheims-
samsæri. Og þegar maður fer að skoða málið
kvikna æ fleiri grunsemdir um að hugmynd-
irnar um samsærisvefinn sem Kínverjar
spinni um okkur af svo mikilli þolinmæði
séu kannski bara ný útgáfa af „gulu hætt-
unni“, hinni rasísku vænisýki sem tók að
breiðast út um Vesturlönd laust fyrir 1900
og fólst í að magna upp ótta við óðan gulan
herskara sem á hverri stundu gæti ráðist
fram og nauðgað og myrt heiðarlegt hvítt
fólk.
„Gula hættan“
En „gula hættan“ reyndist ímyndun og í
spánnýrri bók Jóns Orms Halldórssonar,
Breyttur heimur, sem er það besta sem
skrifað hefur verið um alþjóðamál á Íslandi,
kemur fram að óttinn við hina slóttugu og
framsýnu Kínverja sem sífellt séu að leggja
gildrur áratugi ef ekki aldir fram í tím-
ann, sá óttinn sé vægast sagt stórlega ýktur.
Þvert á móti einkennist allt framferði Kín-
verja af skammsýni og flumbrugangi – þótt
Jón Ormur orði það að vísu ekki nákvæm-
lega þannig. En varla sé sérstök ástæða til
að óttast meinta heimsvaldastefnu Kínverja
nú frekar en venjulega – vandamálin heima
fyrir muni vafalítið nægja Kínverjum í
fyrir sjáanlegri framtíð. Þeir hafa yfirleitt
ÞEGAR KÍNVERJAR HÆTTU
VIÐ HEIMSYFIRRÁÐ
Zheng He var upphaflega af
ættum óvina Yongles og var
múslimi, sem ekki var algengt í
Kína, en var gripinn og geltur og
gerðist tryggasti þjónn keisarans
og stýrði tröllslegum flotadeildum
hans um Asíu og Indlandshaf.
Mombasa
Mógadisjú
Aden
Mekka
Ormus
Maldív-
eyjar
Kochi
Chittagong
Ayutthaya
Fuzhou
Nanjing
FERÐIR ZHENG HE 1405-1433
YONGLE KEISARI
HINRIK SÆFARI
horft inn á við frekar en út, og stundum virst
bæði einangrunarsinnaðir og jafnvel bara
einrænir í lund.
En eitt sinn var þó sú tíð að Kínverjar
voru þess albúnir að leggja undir sig heim-
inn, þótt hvorki þeir sjálfir né aðrir virtust
gera sér grein fyrir því. Þetta er einn merki-
legasti kafli hjásögu sem ég þekki, hjásaga
eru hugleiðingar um það sem „hefði getað
orðið“ en ekki það sem varð.