Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 41
FERÐIR
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Verkefnið miðar ekki bara að því að sýna ævintýra-la nd ið Vest f i rði. Það
miðar einnig að því að kynn-
ast fólkinu sem hér býr og segja
sögur af því. Það hafa nefni-
lega ekki allir áhuga á skíða-
mennsku, kajakróðri eða hest-
um, en langf lestir hafa áhuga
á fólki,“ segir Haukur Sigurðs-
son, ljósmyndari, leiðsögumað-
ur og mannfræðingur, sem býr
á Ísafirði og vinnur nú að afar
skem mt i leg u ma rkaðsáta k i
sem á að auka áhuga ferðafólks
á Vestfjörðum.
„Þessi hugmynd kom upp
síðasta sumar en þau hjá Mark-
aðsstofu Vestfjarða voru á hött-
unum eftir ljósmyndum fyrir
kynningarefnið þeirra. Ég kom
með þá hugmynd að gera þetta
að ársverkefni og vel var tekið
í það – enda nauðsynlegt að
kynna Vestfirði á öllum árstíð-
um,“ lýsir Haukur sem hefur
frá ársbyrjun starfað við það
að koma Vestf jörðum betur
á kortið. „Ég mun ferðast um
Vestfirði og lenda í ævintýrum,
safna ljósmyndum, myndbönd-
um og sögum á ferðum mínum
og skrifa texta um það sem fyrir
augu ber,“ segir Haukur en
bloggsíðan Bestfjords.is er stór
hluti af verkefninu.
Á stöðugu flandri
Bestfjords.is var opnuð form-
lega fyrir rúmum mánuði. „Ég
skrifa mestallt sjálfur á ensku
en hef þó fengið enskumæl-
andi fólk til að lesa yfir hjá mér
og færa í stílinn,“ segir Hauk-
ur sem hefur nú þegar ferðast
mikið um Vestfirði. „Í janúar
fór ég í tveggja vikna ferð um
alla Vestfirði, keyrði á Strandir
og sunnanverða Vestfirði sem
ég hafði aldrei gert að vetri
Haukur fór í kajakferð í mars ásamt Maik Brötzmann og svo gistu þeir í tjaldi undir blikandi norðurljósum. MYND/HAUKUR SIGURÐSSON
Ferðast um
Vestfirði í heilt ár
Haukur Sigurðsson, mannfræðingur og leiðsögumaður, stendur að baki
skemmtilegri vefsíðu sem heitir Bestfjords.is. Er það hluti af árslöngu verkefni
hans fyrir Markaðsstofu Vestfjarða en Haukur mun ferðast um Vestfirði, taka
myndir af ævintýrum sínum og segja sögur af stöðum og fólki.
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
@OptiBac
www.facebook.com/optibaciceland
Bestu meltingargerlar
sem ég hef prófað
”
“
Víðir Þór Þrastarsson,
íþrótta- og heilsufræðingur
frá Háskóla Íslands.