Fréttablaðið - 02.05.2015, Síða 42
Audrey, Jay og Camilla fikra sig upp gilið fyrir ofan Flateyri.
Guðmundur Björnsson fyrir framan 29 ára gamlan Suzuki Fox-jeppann sinn á Hólmavík.
Ísklifrararnir Viðar og Sigga eru hér mætt í kaffi og meððí til
Begga og Lóu á Mýrum í Dýrafirði eftir vel heppnaða klifurferð.
Gott er að ylja sér í heitu pottunum á Drangsnesi meðan brimið
dynur á grjótgarðinum.
Frá Pollinum í Tálknafirði.
Maik Brötzmann rær hér úti fyrir Folafæti í Ísafjarðardjúpi. MYNDIR/HAUKUR SIGURÐSSON
til. Í sumar verð ég á miklu
f landri á milli staða, sérstaklega
þegar heiðarnar verða opnaðar,“
segir Haukur sem reiknar með
að vera á faraldsfæri um Vest-
fjarðakjálkann út árið og hefur
engar áhyggjur af því að verða
uppiskroppa með áhugaverða
staði eða fólk til að heimsækja.
Þótt Haukur sjái að mestu
um skriftir er hugmyndin að
hann fái f leira fólk til að leggja
hönd á plóg. „Fyrir nokkru var
til dæmis fjögurra manna hópur
skíðamanna og ljósmyndara á
ferð í Norðurfirði á Ströndum.
Þar dvaldi hann í viku við ljós-
myndun og skriftir og afrakst-
ur þeirrar vinnu fer á síðuna.“
Lítt þekktur ævintýraheimur
Þótt Vestfirðir skarti ægifag-
urri náttúru og mörgum af-
þreyingar- og útivistarmögu-
leikum er ferðamannastraum-
urinn þangað í minna lagi. „Ég
las það einhvers staðar að innan
við tvö prósent útlendra ferða-
manna komi t il Vestf jarða,“
segir Haukur enda sé stemn-
ingin allt önnur þar en á Suður-
landi. „Það er ekkert gullæði hér
í ferðamannabransanum eins
og á Suðurlandi þar sem hót-
elin eru uppbókuð allan ársins
hring. Hér er allt miklu rólegra
og frá október og fram í mars
er viðburður að sjá ferðamann
úti á götu,“ segir hann glettinn.
Þessi ferðamanna- og íbúafæð
er þó einnig það sem mörgum
þykir heillandi.
Að mati Hauks hafa Vestfirð-
ir ekki verið nógu vel kynnt-
ir sem áfangastaður og nú er
ætlunin að gera skurk í því, til
dæmis með hinni skemmtilegu
síðu Bestfjords.is. „Við munum
herja á samfélagsmiðlana og
önnur forrit eins og Instagram.
Við fáum nú þegar meiri dreif-
ingu á ýmsum miðlum á net-
inu vegna Bestfjords-síðunn-
ar, til dæmis á síðum á borð við
Inspired by Iceland. Svo erum
við í góðu samstarfi við Ferða-
málastofu til að koma okkur á
framfæri. Ég held að við séum
núna að standa okkur mjög vel í
þessum málum miðað við aðrar
markaðsstofur landshlutanna,“
segir Haukur og vonast til að
ferðamenn muni kveikja á per-
unni og heimsækja Vestfirði í
meiri mæli.
Haukur Sigurðsson.
Ferðir2 LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512 5446
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.