Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 44

Fréttablaðið - 02.05.2015, Side 44
Ferðir LAUGARDAGUR 2. MAÍ 20154 Það sem kom Helgu Sigur-bjarnadóttur innanhúss-hönnuði helst á óvart á ferðalagi sínu um Afríku var hvað fólk var almennt glatt og ham- ingjusamt þrátt fyrir að hafa ekki mikið á milli handanna. Hún fór ásamt eiginmanni sínum, Gunn- ari Má Gunnarssyni, og fleiri Ís- lendingum til Tansaníu til að klífa Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. „Við byrjuðum á að vera í einn og hálfan dag í bæ sem heitir Moshi, tókum svo fjóra daga í að fara upp fjallið og vorum tvo daga á leiðinni niður,“ segir Helga. Þegar Helga og samferðamenn hennar voru að hefja gönguna upp fjallið var keyrt upp í lítinn bæ sem er í um tvö þúsund metra hæð. Þar mættu þau börnum sem voru að koma heim úr skólan- um. „Börnin búa þarna í skógin- um og ganga um tíu kílómetra í og úr skóla á hverjum degi og ekkert endilega í skóm sem eru í þeirra númeri, það var ótrúleg upplif- un að koma þarna. Það var líka afskaplega fallegt þarna og gang- an var skemmtileg. Í byrjun göng- unnar var mikið af gróðri, sól og um þrjátíu stiga hiti. Þegar við vorum komin efst upp í fjallið var umhverfið orðið frekar tungllegt og hitastigið um frostmark þann- ig að landslagið og umhverfið allt var mjög ólíkt á leiðinni.“ Ekki svo erfið ganga Til þess að ganga á Kilimanjaro segir Helga ekki nauðsynlegt að vera þaulvanur fjallgöngugarp- ur. „Gangan er tæknilega séð ekki erfið þótt það sé að sjálfsögðu gott að hafa gengið eitthvað áður en lagt er í hann. Það sem er erf- iðast við það að fara upp fjallið er hæðaraðlögunin, að vera í þessu þunna lofti. Það er ekki hægt að æfa fyrir það og það fer mismun- andi í fólk. Þegar við komum þreytt niður fjallið og súrefnið jókst þá urðu allir svo glaðir að geta andað eðlilega aftur og allt varð eitthvað svo fallegt. Það var sérstaklega gaman að koma inn í regnskógana, að sjá alla fegurðina, finna lyktina og heyra hljóðin.“ Í fylgd milli herbergja Hópurinn fór einnig í tvo safarí- garða í ferðinni og segir Helga að skemmtilegt hafi verið að fylgj- ast með dýrunum í sínu náttúru- lega umhverfi. „Það var magnað að sjá það, ljónin lágu bara í mak- indum við hliðina á bílnum sem við vorum í og þegar við fórum úr herberginu okkar niður í veit- ingasalinn var okkur fylgt því ljón- in geta komið alla leið inn. Hótel- ið sem við gistum á var inni í saf- arígarðinum og einu sinni þegar við sátum úti á svölum og vorum að njóta frísins þá komu fílar inn í garðinn og við gátum þá séð þá í mikilli nálægð,“ segir Helga. Margir þeirra sem ferðast til Afríku segja það líkt og að sýkj- ast af bakteríu því þeir vilji fara þangað aftur og aftur. Helga tekur undir það. „Jú, „Afríkubakterí- an“ er bráðsmitandi, það er engin spurning um að ég ætla að fara þangað aftur,“ segir hún og brosir. Smitaðist af Afríkubakteríunni Helga Sigurbjarnadóttir gekk á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, fyrir stuttu ásamt hópi Íslendinga. Hún segir engan vafa á að hún fari aftur til Afríku, upplifunin hafi verið það mikil, landslagið fallegt og fólkið skemmtilegt. Í Kibo hut-grunnbúðunum fyrir toppinn. Þarna var hópurinn búinn að að ganga í sex tíma og var að undirbúa sig fyrir að gangan á toppinn hæfist. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Þessa glöðu krakka hittu Íslendingarnir á leiðinni upp Kilimanjaro. Á leiðinni upp fjallið var umhverfið fjölbreytt, neðarlega var mikið um gróður en ofar var það líkt og á tunglinu. www.gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn eða 4 fullorðna.* Ferðatímabil frá 4. júlí 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur og 20 kg taska báðar leiðir. Tenerife Apartmentos Aguamar *** *Verð á mann frá 93.800 kr. miðað við 2 fullorðna. 79.100 kr.Frá: Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára).* Ferðatímabil frá 1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur, hálft fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Alicante Albir Playa **** *Verð á mann frá 115.900 kr. miðað við 2 fullorðna. 95.900 kr.Frá: Meiri sól með Gaman Ferðum! Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára).* Ferðatímabil frá 6.júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur, hálft fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Costa Brava Aqua Montegut Hotel **** *Verð á mann frá 91.600 kr. miðað við 2 fullorðna. 77.000 kr.Frá: Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2- 6 ára).* Ferðatímabil frá 1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Tenerife Costa Adeje Palace **** *Verð á mann frá 126.500 kr. miðað við 2 fullorðna. 103.900 kr.Frá:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.