Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 54
Upplýsingar um störfin veitir mannauðsstjóri Ístaks í síma 530 2735, eða gegnum tölvupóst á mannaudur@istak.is.
Skrifstofa Ístaks, að Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbæ, er opin milli 08:15 – 16:00.
SPENNANDI STÖRF Í BOÐI
Ístak leitar að fólki sem hefur áhuga á að vinna hjá öflugu verktakafyrirtæki og taka þátt í að
byggja mannvirki framtíðarinnar á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
Starfsmenn Ístaks leysa áhugaverð og síbreytileg verkefni í spennandi vinnuumhverfi. Við
hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.
Trésmiðir
Ístak Ísland óskar eftir að ráða smiði til starfa við framkvæmdir á stór Reykjavíkursvæðinu.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Vélastjórnendur
Ístak Ísland óskar eftir að ráða fólk með vinnuvélaréttindi til starfa við framkvæmdir á stór
Reykjavíkursvæðinu.
Málmiðnaðarmenn
Ístak Ísland óskar eftir að ráða vana málmiðnaðarmenn til starfa í Mosfellsbæ og á
vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Iðnnemar
Ístak er með lausar til umsókna nokkrar stöður sem iðnnemar. Aðalega er verið að leita að
trésmiðum og málmiðnaðarmönnum, en önnur fög koma líka til greina. Við erum að leita að
efnilegum konum og körlum.
ÍSTAK hf er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 manns,
víðsvegar um landið sem og erlendis.
ÍSTAK hf er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo
sem virkjanir, stóriðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.
Ístak Ísland er dótturfyrirtæki Ístaks hf. og er með áherslur á verkefni á Íslandi, Færeyjum og á Grænlandi.
Hægt er að sækja um störfin og lesa meira um þau á heimasíðu Ístaks,
www.istak.is, undir „Starfsumsókn“.
Nú er tækifærið
Vegna aukinna verkefna óskar LS Retail
eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga
Hugbúnaðarþróun .NET
Starfssviðið felst í hönnun og forritun á hugbúðnaðarlausnum í .NET umhverfi og vef-
lausnum. Fjölbreytt og krefjandi verkefni í boði.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sam-
bærileg menntun er æskileg. Viðkomandi þarf að geta notið sín í dýnamísku starfs-
umhverfi þar sem agile-aðferðafræði er beitt. Þekking á Microsoft Visual Studio og
C# er kostur.
Hugbúnaðarprófanir
Starfssviðið felst í hugbúnaðarprófunum.
Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingum með
reynslu af hugbúnaðarprófunum eða forritun í kröfuhörðu umhverfi. Reynsla af
agile-aðferðafræðinni eða sambærilegum vinnuferlum er kostur.
Hugbúnaðarþróun Microsoft Dynamics AX
Starfssviðið felst í hönnun og forritun lausna fyrir Microsoft Dynamics AX.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun í verkfræði, tölvunarfræði eða sam-
bærileg menntun. Reynsla af hugbúnaðargerð og hönnun hugbúnaðarkerfa með
Microsoft Dynamics AX. Spennandi tækifæri í boði fyrir öfluga einstaklinga.
Hugbúnaðarþróun Microsoft Dynamics NAV
Starfssviðið felst í hönnun og forritun lausna fyrir Microsoft Dynamics NAV.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun í verkfræði, tölvunarfræði eða sam-
bærileg menntun. Reynsla af hugbúnaðargerð og hönnun hugbúnaðarkerfa með
Microsoft Dynamics NAV. Hér eru á ferðinni góð tækifæri fyrir öfluga Dynamics NAV
sérfræðinga.
Í höfuðstöðvum LS Retail í Reykjavík starfa um 100 manns og nokkrir tugir til viðbótar víðs vegar um heiminn.
Hugbúnaður frá fyrirtækinu er í notkun um allan heim hjá þúsundum verslana og veitingastaða. Þéttriðið alþjóðlegt net
samstarfsfyrirtækja sér um að selja og þjónusta lausnir okkar.
Við leitum að kraftmiklu fólki til að ganga í okkar raðir og taka þátt í margs konar verkefnum, nýta fjölbreytt tækifæri
og móta framtíðartækni í alþjóðlegu umhverfi. Nú er lag að sækja um og ganga til liðs við samheldinn hóp sem metur
góðan starfsanda mikils.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu LS Retail (http://www.lsretail.com/about-us/career-op-
portunities/)