Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 57
| ATVINNA |
Björgunarsveitin Ársæll leitar að
fjölhæfum viðgerðasnillingi
sem kann bæði á báta og bíla.
Sveitin hefur yfir að ráða mikið af tækjum sem þurfa að standast
mikið álag og vera klár hvenær sem er sólarhringsins. Björgunar-
sveitin Ársæll er með tvo mikið breytta jeppa, tvo fólksflutningabíla,
Man vörubíl með krókheysi, snjóbíl og nokkrar kerrur. Tvo slöngu-
báta, einn harðbotna hraðbjörgunarbát, Björgunarskipið
Ásgrím S. Björnsson og björgunarbátinn Þórð S. Kristjánsson.
Menntun og hæfniskröfur :
• Vélstjórnarréttindi að lámarki 750kw óháð lengd, er skilyrði.
• Reynsla af sjálfstæði í vinnubrögðum, skilyrði.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð – „lífið liggur við“
• Reynsla af sambærilegum störfum, kostur.
• Góð reynsla af tækja og vélaviðgerðum, kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta, kostur.
• Reynsla af starfi í Björgunarsveit, kostur
Starfslýsing :
• Viðhald og viðgerðir á björgunarskipunum Ásgrími S. Björnssyni
og Þórði S. Kristjánssyni.
• Viðhald og viðgerðir á bátum og bílum.
• Uppsetning á viðhaldsstjórakerfi fyrir tæki björgunarsveitarinnar
og sjá um að halda því við.
• Viðgerð og viðhald á öðrum björgunarbúnaði.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Um er að ræða fullt starf.
Áhugasamir sendið umsókn ásamt ferilskrá á
radning@bjorgunarsveit.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Lyfjafræðingur Sjúkratryggingar Íslands Reykjavík 201504/468
Flugmaður Landhelgisgæslan Reykjavík 201504/467
Framhaldsskólakennarar Menntaskólinn við Hamrahlíð Reykjavík 201504/466
Sjúkraliðar Landspítali, bráðadeild Reykjavík 201504/465
Búfræðikennari Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri 201504/464
Skólafélagsráðgjafi Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201504/463
Framhaldsskólakennarar Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201504/462
Framhaldsskólakennarar Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201504/377
Starfsmaður á sjúkradeild Heilbrigðisstofnun Vesturlands Stykkishólmur 201504/461
Hjúkrunarfr./-nemar, sumarafl. Landspítali, Barnaspítali Hringsins Reykjavík 201504/460
Sérfræðingur í hjúkrun Landspítali, lyflækningasvið Reykjavík 201504/459
Sérfræðingur í hjúkrun Landspítali, lyflækningasvið Reykjavík 201504/458
Sérfræðingur í hjúkrun Landspítali, lyflækningasvið Reykjavík 201504/457
Sérfræðingur við rannsóknir Rannsóknamiðstöð HA Akureyri 201504/456
Verkefnastjóri Rannsóknamiðstöð HA Akureyri 201504/455
Lögreglumenn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Reykjanesbær 201504/454
Kennarastöður Fjölbrautaskóli Suðurnesja Reykjanesbær 201504/453
Vélamaður Vegagerðin Fellabær 201504/452
Vélvirki/bifvélavirki Vegagerðin Reyðarfjörður 201504/451
Vaktstjóri Vegagerðin Hafnarfjörður 201504/450
Lektor í ferðamálafræði Háskólinn á Hólum Sauðárkrókur 201504/449
Verkefnastjóri á skrifstofu Tilraunastöð HÍ í meinafræði Keldur 201504/448
Verk- eða tæknifræðingur Vegagerðin Reykjavík 201504/447
- okkar allra
UPPLÝSA, FRÆÐA OG SKEMMTA
Ríkisútvarpið er ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Hlutverk RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta og auka með því lífsgæði þeirra sem njóta. RÚV sækir fram
á landsbyggðinni og eykur jafnframt þjónustu við börn og ungmenni og óskar því eftir nýjum starfsmönnum í hópinn.
Leitað er að drífandi, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum. Reynsla af fréttavinnslu og/eða dagskrárgerð, skrifum fyrir vefinn æskileg og gott vald á íslensku máli skilyrði.
Frétta- og dagskrárgerðarmenn
á landsbyggðinni óskast
RÚV auglýsir eftir frétta- og dagskrárgerðarmönnum til að miðla efni af landsbyggðinni. Þeir
þurfa að geta sýnt frumkvæði og hafa brennandi áhuga á að koma til skila markverðum
atburðum af svæðinu með fjölbreyttri og forvitnilegri nálgun. Miðað er við að starfsmenn hafi
aðsetur á viðkomandi landssvæðum og heyri undir svæðisstjóra RÚV á Akureyri.
∫ Frétta- og dagskrárgerðarmanni í
fullt starf á Vestfjörðum/Vesturlandi.
∫ Frétta- og dagskrárgerðarmanni í
hálft starf á Suðurlandi.
Auglýst er eftir:
∫ Frétta- og dagskrárgerðarmanni í
hálft starf á Austurlandi.
∫ Dagskrárgerðarmanni fyrir
Landann í fullt starf á Norðurlandi.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Freyja Dögg Frímannsdóttir svæðisstjóri RÚV á Akureyri,
freyja.dogg.frimannsdottir@ruv.is, s. 515 3040.
Snillingur óskast til að
stýra KRAKKARÚV
RÚV auglýsir eftir verkefnastjóra til að hafa umsjón með þjónustu RÚV við börn og
ungmenni, þvert á miðla. Verkefnastjórinn leiðir faghóp RÚV um barnaþjónustu og
samhæfir innkaup, gerð og miðlun alls barnaefnis. Auk þess verður hann tengiliður við
utanaðkomandi aðila á þessu sviði. Hann á náið samstarf við dagskrárstjóra allra miðla auk
þess að ljúka við mótun og ritstýra nýjum vef og hafa umsjón með nýrri stafrænni
barnaútvarpsrás, KrakkaRÚV. Verkefnastjórinn vinnur efni fyrir vef og útvarp í samstarfi við
aðra starfsmenn.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri RÚV,
ibs@ruv.is, s. 515 3530.
Umsóknarform og upplýsingar um helstu verkefni, menntunar- og hæfniskröfur er að finna á www.RUV.is/laus-storf.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 25. maí 2015.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.
Ertu með hugmynd?
RÚV vekur aukinheldur athygli á því að dagskrárstjórar allra miðla RÚV taka, hér eftir sem hingað til, fúslega við tillögum og tilboðum um dagskrárefni, hvort heldur sem um er að ræða staka þætti eða
þáttaraðir. RÚV hvetur dagskrárgerðarfólk af landinu öllu til að senda inn tillögur og mun leita leiða til að framleiða efni sem víðast á landinu.
LAUGARDAGUR 2. maí 2015 9