Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 78
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 2. MAÍ 20156
Sigríður Inga var spurð hvern-ig væri að búa í borginni. Hún var fús til að svara nokkrum
spurningum.
Hvað ertu að gera í Singapúr?
Ég er heimavinnandi en hef einn-
ig unnið í fjarvinnu fyrir tímaritið Í
boði náttúrunnar. Maðurinn minn,
Jón Áki Leifsson, vinnur fyrir Acta-
vis og við f luttum hingað þegar
staðan hans var færð frá Sviss til
Singapúr.
Er gott að búa í borginni? Já,
það er mjög gott. Singapúr er mjög
falleg og gróðursæl borg með mörg-
um grænum svæðum, þótt hún sé
afar þéttbýl. Veðrið er nær allt-
af gott, samgöngur eru skilvirkar
og hér er nær öll þjónusta til fyrir-
myndar. Singapúr er mjög hrein og
örugg borg. Lítið er um glæpi, enda
harðar refsingar eða sektir við lög-
brotum.
Hvað hefur komið þér á óvart?
Að veðurfarið er tilbreytingalít-
ið, það er alltaf heitt og mikill raki
í loftinu. Að margir borgarbúar
kannast við Ísland og ég hef hitt
einn leigubílstjóra sem hefur komið
þangað. Að ég þarf oft að tilgreina
af hvaða kynþætti ég er þegar ég
fylli út eyðublöð, til dæmis hjá
læknum.
Er hagstætt að kaupa í matinn
og lifa í þessari borg? Nei, Singapúr
er ein dýrasta borg í heimi. Leigu-
verð er mjög hátt og það er dýrt
að kaupa í matinn. Kjöt, fiskur og
mjólkurvara er mun dýrari en á Ís-
landi en hins vegar er hægt að fara
á matarmarkaði og kaupa grænmeti
og ávexti fyrir sanngjarnt verð.
Er mikill munur að lifa þarna
og í vestrænni borg? Það er ekki
eins mikill munur og ég átti von á.
Singapúr er mjög vestræn miðað við
að borgin er í Asíu. Singapúr er oft
kölluð Asía fyrir byrjendur.
Hefur þú ferðast mikið frá
Singapúr? Já, við höfum farið til
Taílands, Malasíu, Kambódíu,
Hong Kong, Makau og Víetnams
og í sumar förum við til Japan og
Indónesíu.
Hvað ætlið þið að vera lengi?
Eins og staðan er núna lítur út fyrir
að við flytjum í lok ársins.
Hvert er ferðinni heitið næst?
Okkur langar mest að flytja til Ís-
lands en það fer eftir vinnumálum
hvar við endum.
Færðu heimþrá? Fyrst eftir
að við fluttum hingað fékk ég oft
heimþrá en ekki lengur. Hins vegar
sakna ég fjölskyldu minnar og vina
og ferska loftsins og birtunnar á Ís-
landi.
Alltaf gott veður
Sigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður flutti ásamt fjölskyldu sinni,
eiginmanni, Jóni Áka Leifssyni, og þremur börnum, til Singapúr í janúar 2014.
Þangað fluttu þau frá Sviss en þar á undan bjuggu þau í Danmörku.
Singapúr er glæsileg borg.
Það er gott að skella sér í laugina í hitanum.
Barnaafmæli í Singapúr. Hildur Björg, Sigríður Inga, Haukur Freyr, Jón Áki og Leifur Már.
MYNDIR/EINKAEIGN
Gerðu verðsamanburð,
það borgar s ig!
ÞÚ
GETUR
FLOGIÐ!
BARCELONA flug f rá
18.999 kr.
ALICANTE, BENIDORM flug f rá
18.999 kr.
maí - jún í 2015
MÍL ANÓ flug f rá
12.999 kr.
maí - jún í 2015
maí - jún í 2015
RÓM flug f rá
16.999 kr.
jún í - jú l í 2015
TENERIFE flug f rá
19.999 kr.
maí - jún í 2015
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið
nema annað sé tekið fram.