Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 80
Ferðir LAUGARDAGUR 2. MAÍ 20158 Heimilaskipti eru hentugur kostur þegar fjölskyldur ferðast en með þeim má spara háar upphæðir sem annars færu í hótelkostnað. Hægt er að komast í samband við fólk sem vill skipta á heimilum um allan heim á sérstökum vefsíðum með lítilli fyrirhöfn. Yfirleitt er eitthvert mánaðar- eða ár- gjald fyrir skráningu en flestar síðurnar bjóða tveggja vikna prufutímabil án endurgjalds. Þá er hægt að skoða hvað er í boði áður en fólk skráir sig inn og hvers konar undirbúning þarf til að vera með. Hverjir eru kostirnir við að heimilaskipti? ● Enginn hótelkostnaður sem er alltaf kostur og sérstaklega þegar fjölskyldur ferðast. ● Hægt að kaupa inn og elda „heima“ í eldhúsi og spara þannig peninga. ● Krakkarnir geta leikið sér með leikföng gestgjafanna og jafn- vel leikið við leikfélaga þeirra í götunni. Stundum er meira að segja hægt að hringja í barnapössun gestgjafanna. ● Hægt að hanga „heima“ uppi í sófa á rigningardögum. ● Oft er aðgangur að bíl og reiðhjólum fjölskyldunnar. ● Hægt að kynnast viðkomandi svæði vel með því að „búa“ þar eins og heimamenn. ● Heimilið þitt stendur ekki autt þann tíma sem þú ert í burtu og gestirnir sjá um að vökva blómin og jafnvel gefa kettinum. Auðveldlega má finna vefsíður sem halda utan um heimila- skipti. Með einfaldri leit á Google komu eftirfarandi síður upp: intervac.com homexchange.com homeforexchange.com lovehomeswap.com homebase-hols.com ihen.com NOTALEG STEMMING Í HEIMILASKIPTUM Matarvagnar hertaka Brussel Stærsta samkoma matarvagna (e. food trucks) í Evrópu verður haldin í Brussel í Belgíu í næstu viku. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið á síðasta ári og var afar vel sótt af mataráhuga- mönnum af ýmsum þjóðernum. Í ár búast skipuleggjendur hátíðarinnar við mikilli fjölgun gesta og áætla að rúmlega 80.000 gestir mæti en ekkert kostar inn á hátíðina. Í fyrra seldu 30 matarvagnar fjölbreyttan mat en í ár verða þeir um 80 talsins. Flestir þeirra koma frá Belgíu, Frakklandi, Hollandi og Lúxemborg og boðið er upp á þjóðlegan mat í bland við mat frá öllum heimshornum. Gestir geta því sannarlega búist við miklum veisluhöldum fyrir bragðlaukana. Hátíðin fer fram í gamla miðbæjarkjarnanum, skammt frá Grand Place, sem myndar glæsilega umgjörð um þessa skemmtilegu hátíð. Hátíðin hefst 8. maí og stendur yfir fram á sunnudag en á lokadegi hátíðarinnar er einnig írsk hátíð haldin í miðbæ Brussel. Þar verður meðal annars boðið upp á fjölda ókeypis tónleika í bland við aðra skemmtilega viðburði. Áhugasamir ferðalangar sem eiga leið um Brussel geta kynnt sér hátíðina á brusselsfood- truckfestival.be. VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.