Fréttablaðið - 02.05.2015, Síða 94

Fréttablaðið - 02.05.2015, Síða 94
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 100% þjónusta = árangur*Landmark leiðir þig heim! Benedikt Ólafsson Sölumaður 661 7788 Heilindi - Dugnaður - Árangur AUSTURKÓR 65 OPIÐ HÚS SUNNUD. 3 MAÍ FRÁ KL 14:00 TIL 14:30 AÐEI NS 7 EIG NIR EFTIR * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! VERIÐ VELKOMIN Glæsilegt og velbyggt fjölbýli aðeins sjö eignir eftir. Þrjár þeirra eru endaíbúðir. Bjartar íbúðir með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Byggingarverktakar Dverghamrar ehf. Innréttingar frá Axis, hvíttuð eik, blöndunartæki frá Tengi, Electrolux span- helluborð og ofn, háfur Amica. Íbúðir afhentast án gólfefna, eigendur leggja gólfefni ef óskað er eftir því. Sími 512 4900 landmark.is Íris Hall, löggiltur fasteignasali Landmark leiðir þig heim! Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Íris Hall Löggiltur Fasteignasali Sími: 512 4900 Fyrr í vikunni kom út bókin Mann- orðsmorðingjar? Faglegar og per- sónulegar pælingar um stöðu fjöl- miðlunar á Íslandi eftir Björn Þorláksson, blaðamann til fjölda ára og ritstjóra Akureyrar viku- blaðs. Björn segir að drifkrafturinn að því að skrifa þessa bók hafi í raun verið vilji til umbóta. „Stað- an á fjölmiðlamarkaði í dag er að mínu mati mjög erfið. Nánast fordæmalaus og ég hef því mikl- ar áhyggjur af stöðu gagnrýnnar blaðamennsku á Íslandi. Mér fannst mikilvægt að ræða þessi tabú sem liggja yfir fjöl- miðlaheiminum í dag. Þessi hags- munamál sem snúa að viðskipta- legum og pólitískum hagsmunum meðal annars. En þessi bók hefði aldrei verið skrifuð ef ég hefði ekki notið ómetanlegrar aðstoðar og hvatningar frá Þorbirni Brodda- syni og Silju Aðalsteinsdóttur. Það vantaði bók þar sem blaða- maður stígur fram og segir frá öllum litlu ljótu leyndarmálunum. Gagnrýnin fjölmiðlun litast í of miklum mæli af hóphyggju, liða- skiptingu og of mikilli meðvirkni gagnvart þeim sem kemur það illa að frétt sé skrifuð. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Til þess að rjúfa þetta ástand, með vonina um umbætur að leiðarljósi, þá þarf ég að sjálfsögðu að leggja niður mín vopn og hleypa út öllum þeim beina- grindum sem er að finna í mínum skáp. Þannig að það má alveg segja að ég fórni mér í þessa bók.“ Björn segir að hann sé ekki leng- ur hræddur við afleiðingar þess að ástunda gagnrýna blaðamennsku óháð eigendum og pólitík. „Nei, þetta eru orðin mörg leyndarmál á löngum ferli frá miðlum á borð við 365, RÚV og DV. Vegna þess að innan ritstjórna þrífast leyndarmál. En stóra málið er að skilyrðin fyrir gagnrýnni blaðamennsku eru erfið og ég er líka hugsi yfir því hversu reynsluleysið er víða mikið. Engu að síður er ég sannfærður um að verðleikar muni fylgja ein- staklingum. Að gagnrýninn og góður blaðamaður muni alltaf vera eftirsóknarverður þegar upp er staðið og fá vinnu. En án umræðu og breytinga erum við að steyta á skeri.“ Björn hefur á orði að í liðinni viku hafi til að mynda verið ágæt- is dæmi um mikilvægi sjálfstæð- is í blaðamennsku þegar Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður á Fréttablaðinu setti fram gagn- rýni á Jón Ásgeir Jóhannesson, eiganda 365, fyrir grein sem hann birti í blaðinu síðastliðinn mánu- dag. „Kolbeinn er hetja vikunnar. Það hafa fleiri en hann tekið séns- inn í gegnum tíðina en með ýmsum afleiðingum. Blaðamannastétt- in og almenningur verða að vera sterkari en svo að eigendur eða aðrir komi sínu að. Það er nefni- lega dálítið almennings að reyna að þroska sitt læsi. Lesa í það hve- nær blaðamenn eru að vinna með almenningshagsmuni í huga og þarna liggur ábyrgð. Þess vegna er bókin hugsuð sem samtal á milli blaðamanns og hins eignalausa aðila, þ.e. almennings. Reyndar er ég ekki viss um hvort er mikilvæg- ara fyrir almenning, að fordæma slæma blaðamennsku eða vinna með því sem vel er gert.“ magnus@frettabladid.is Fullt af litlum ljótum leyndarmálum Björn Þorláksson, blaðamaður og ritstjóri, hefur sent frá sér bók um stöðu blaðamennsku á Íslandi sem hann telur vera vægast sagt erfi ða. BLAÐAMAÐUR OG RITSTJÓRI Björn Þorláksson og sonur hans, Starkaður Björnsson, komu suður í vikunni til þess að fagna útgáfu bókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Engu að síður er ég sannfærður um að verðleikar muni fylgja einstaklingum. Að gagnrýninn og góður blaðamaður muni alltaf vera eftirsóknarverður þegar upp er staðið og fá vinnu. MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.