Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 106
2. maí 2015 LAUGARDAGUR | SPORT | 66 Gengið síðustu sex tímabil | 2009 1. sæti | 2010 2. sæti | 2011 2. sæti | 2012 1. sæti | 2013 2. sæti | 2014 2. sæti ● Íslandsmeistari 6 (2004-2006, 2008-2009, 2012) ● Bikarmeistari 2 (2007, 2010) PEPSI DEILDIN 2015 Hefst á morgun 1. FH 2. KR 3. Stjarnan 4. Breiðablik 5. Fylkir 6. Valur Spá Fréttablaðsins 7. Víkingur 8. Keflavík 9. Fjölnir 10. ÍA 11. ÍBV 12. Leiknir EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★ ★ ★ ★ FH HAFNAR Í 1. SÆTI ➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin Fréttablaðið spáir FH Íslands- meistaratitlinum í Pepsi-deildinni í ár, en FH hefur farið í gegnum tvö síðustu tímabil titlalaust. Pressan er mikil í Hafnarfirðinum enda liðið gífurlega vel mannað með nánast tvo menn á hverja stöðu. Sigurganga FH hefur verið með ólíkindum frá 2004, en liðið hefur síðan þá unnið Íslands- meistaratitilinn sex sinnum og orðið bikarmeistari þrívegis. Fyrirliði FH og múrbrjóturinn á miðjunni er Davíð Þór Viðars- son. Davíð Þór er liðinu gífurlega mikilvægur í varnarleiknum þar sem hann er duglegur að stöðva sóknir andstæðinganna og svo kemur hann langt aftur til að setja sóknir FH af stað. Fyrirliða- staðan verður mikilvæg í sumar enda liðið stútfullt af atvinnumönn- um og erlendum leikmönnum. Davíð verður að vera framlenging af Heimi inn á vellinum. Þarf ekki að spila mótið Er þetta einhver spurning? Við erum með besta hópinn, besta þjálfarann, flottasta völlinn, bestu umgjörðina. Titilinn kemur heim í haust. Bjarni Þór Viðarsson Dan. Guðmann Þórisson Sví. Jérémy Sewry Ungverjaland Kristján Flóki Finnb. Dan. Þórarinn Ingi Vald. ÍBV Fylgstu með þessum Kristján Flóki Finnboga- son Stór og sterkur framherji sem er uppalinn hjá FH og kom aftur heim fyrir tíma- bilið frá FCK. Ætti að nýtast FH vel í 4-4-2 leikkerfinu sem það spilar í sumar. ➜ Siggi svartsýni Sammála Ekki einu sinni ég er svo svartsýnn að spá FH ekki titlinum. Þú sagðir það best: Þarna er allt til alls. Við eigum bara að vinna mótið. ➜ Lykilmaðurinn í sumar SPORT Niðurstaða Fréttablaðsins: Toppbaráttan Líklegasta liðið til að verða meistari enda með besta liðið, mestu breiddina, besta þjálfarann, bestu umgjörðina og flottasta völlinn. FH fær samkeppni frá KR og Stjörnunni en það á að klára mótið. Það breytti miklu fyrir KR að fá Óskar Örn Hauksson aftur heim, en síðast þegar KR varð meistari kom hann að 20 mörkum liðsins. Liðið er vel mannað en þjálfarinn er stórt spurningarmerki. Meistararnir fylltu í skörðin hjá sér með gæðaleikmönnum og fengu bónus þegar Halldór Orri sneri aftur heim. Garðbæingar eiga eftir að kynnast því hvernig það er að reyna að verja titilinn. Lærisveinar Arnars Grétarssonar hafa verið frábærir í vetur en eru ekki með hópinn til að blanda sér af krafti í toppbaráttuna. Geta dansað með stóru strákunum framan af en enda í Evrópusæti. FÓTBOLTI Pepsi-deild karla í fót- bolta hefst á sunnudaginn með fjórum leikjum, en stórleikur umferðarinnar er á mánudag- inn þegar KR og FH eigast við í Frostaskjóli. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Pepsi-mörkin verða sama kvöld klukkan 22.00, en fyrsta beina útsendingin verður frá leik nýliða ÍA og Íslandsmeistara Stjörnunnar á sunnudaginn klukkan 16.30. Fréttablaðið hefur talið niður í fyrsta leik með árlegri spá um sætaröðun liðanna og eins og sjá má hér að ofan er FH spáð Íslands- meistaratitlinum. FH verður í baráttu við KR og Stjörnuna, en Breiðabliki er spáð mögulegu Evr- ópusæti. Bestir í öllu „Það er mjög auðvelt að spá FH sigri í sumar,“ segir Hjörtur Hjart- arson, sérfræðingur Pepsi-mark- anna, um meistaraefnin í Hafnar- firðinum. „FH er með bestu kallana, mestu breiddina, frábæran þjálf- ara, sigurhefð og hungur í að end- urheimta titilinn. Það er allt sem bendir til þess að liðið verði meist- ari,“ segir hann. Hjörvar Hafliðason, annar sér- fræðingur Pepsi-markanna, hefur áhyggjur af markaskorun liðsins. „FH skoraði ekki mikið í Lengju- bikarnum í vetur, ekki einu sinni gegn BÍ/Bolungarvík sem allir rúlluðu yfir. Steven Lennon, eins öflugur leikmaður og hann er, hefur aldrei verið stöðugur marka- skorari,“ segir hann. Hjörtur bendir þó á að hann sé nú að spila fyrir mun betra lið en áður. Lennon skoraði sex mörk í tíu leikjum þegar hann kom í fyrra en var áður á mála hjá Fram. „Er auðveldara að skora fyrir FH, þar sem allir liggja til baka á móti þér, heldur en Fram?“ spyr Hjörvar. „Já, það er bara þann- ig,“ svarar Hjörtur sem var mik- ill markaskorari á sínum ferli og markakóngur efstu deildar 2001. Þjálfarinn spurningarmerki KR missti öfluga leikmenn þegar Baldur Sigurðsson og Haukur Heiðar Hauksson fóru í atvinnu- mennsku, en á móti hafa komið mjög öflugir leikmenn. Núna rétt fyrir mót kom Óskar Örn Hauks- son til baka eftir að hafa verið á láni í Kanada. „Það breytir öllu að fá Óskar aftur þarna inn. Það gjörbreytir ásýnd liðsins. Svo fékk liðið líka feitasta bitann á markaðnum í Pálma Rafni og auðvitað Skúla Jón í vörnina. Hann er frábær leik- maður,“ segir Hjörtur. Bjarni Guðjónsson tók við KR- liðinu af Rúnari Kristinssyni en hann er með Guðmund Benedikts- son sér til aðstoðar. Bjarni þjálfaði meistaraflokk fyrst í fyrra og féll þá með Fram-liðið. „Honum hefði verið hampað hefði þetta dæmi hjá Fram geng- ið upp en að sama skapi verður að gagnrýna að hann á eitt tímabil að baki sem þjálfari í efstu deild og fór lóðrétt niður. Þetta er ekki ferilskráin sem maður vill taka með sér inn í KR. En hann þekkir vissulega vel til þarna og var leið- togi sem leikmaður,“ segir Hjört- ur. Titill sem skiptir máli Stjarnan verður í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en ver hann ekki samkvæmt spánni. Liðið gerði vel á leikmannamarkaðnum og fyllti í skörðin sem mynduðust eftir síðasta tímabil. „Mikilvægast fyrir Stjörnuna var að fá Halldór Orra aftur og að halda Ólafi Karli. Stjarnan mun samt kynnast því að það er miklu erfiðara að verja titilinn held- ur en að vinna hann. Aðeins FH hefur varið titilinn á undanförn- um árum,“ segir Hjörvar. Stjarnan hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2009 og var í bar- áttu um Evrópusæti í nokkur ár áður en liðið vann titilinn. Það tókst ekki og þá tapaði liðið tvö ár í röð í bikarúrslitum. „Þessi sigur Stjörnunnar síðasta haust var ekki bara einhver sigur heldur er þetta titill sem breyt- ir félaginu. Hingað til höfum við vanist því að Stjarnan tapi allt- af í stóru leikjunum. Þetta hefur mikla þýðingu en að sama skapi vilja núna allir vinna þá,“ segir Hjörvar. Getur strítt stóru liðunum „Ef allt gengur upp hjá Breiðabliki getur það blandað sér í baráttuna um titilinn,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, íþróttastjóri 365, um möguleika Breiðabliks. Blikar hafa spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og unnið tvo titla. „Arnar hefur unnið gott starf í vetur. Hann fékk hópinn snemma, hefur spilað mikið á sömu mönnunum og þarna eru allir í toppstandi. Þá er liðið með besta bakvarðapar landsins.“ Haldist allir lykilmenn liðsins heilir spáir Óskar því að þeir geti strítt stóru liðunum en nokkur spurningarmerki eru í hópnum. „Það sem ég hef áhyggjur af er staða varnarsinnaðs miðjumanns. Mér finnst Oliver og Gunnlaugur Helgi ekki verið nógu sannfærandi og þá set ég stórt spurningarmerki við bosníska framherjann Ismar Tandir,“ segir Óskar. tomas@365.is Titillinn fer í Hafnarfj örðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfj arðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. Baráttan verður aðallega við KR og Stjörnuna. HUNGRAÐIR FH er spáð titlinum enda liðið vel mannað. Breytingar hafa þó orðið á liðinu og er fyrirliðinn Ólafur Páll, fyrir miðju, farinn í Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 11.45: Leicester - Newcastle Sport 2 HD 14.00: Cordoba - Barcelona Sport HD 14.00: Liverpool - QPR Sport 2 HD 14.00: Swansea - Stoke Sport 3 14.00: Sunderland - Southampt. Sport 4 14.00: Aston Villa - Everton Sport 5 14.00: West Ham - Burnley Sport 6 16.30: Man. Utd. - WBA Sport 2 HD 18.00: Sevilla - Real Madrid Sport HD 19.00: Cadillac Match Play Golfstöðin 00.00: San Antonio - LA Clippers Sport 3 01.00: Mayweather - Pacquaio Sport HD SUNNUDAGUR 12.00: Moto GP Sport HD 12.30: Chelsea - Crystal P. Sport 2 HD 13.30: Cadillac Match Play Golfstöðin 15.00: Tottenham - Man. City Sport 2 HD 17.00: ÍA - Stjarnan Sport HD FÓTBOLTI Chelsea getur orðið Englandsmeistari í hádeginu á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Crystal Palace á Brúnni. Liðið er með 80 stig og þrettán stiga forystu á Manchester City og Arsenal. Þó Arsenal eigi leik til góða getur það mest náð 82 stigum og verður titilbaráttunni því lokið með sigri Chelsea. Chelsea er í miklum ham og hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, þannig að fastlega má búast við því að lærisveinar José Mourinho verði meistarar eftir fimm ára bið. Liverpool á enn möguleika á Meistaradeildarsæti, en liðið þarf að vinna upp sjö stig á erkifjend- ur sína í Manchester United í síð- ustu fjórum umferðunum. Með tveimur sigrum í síðustu fjórum umferðunum kemst United aftur í Meistaradeildina sem var stóra takmarkið í vetur. Tottenham er í sömu stöðu enda með 58 stig og Southampton er ekki endanlega úr leik með 57 stig í sjöunda sæti. - tom Titilbaráttan getur klárast MEISTARAR? Terry getur lyft bikarnum í lok tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Í dag ræðst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeist- aratitil kvenna í handbolta en þá fara fram oddaleikir í báðum und- anúrslitarimmum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Kristín Guð- mundsdóttir, leikstjórnandi Vals, gaf álit sitt á rimmunum fyrir Fréttablaðið. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Fram og Stjörnunnar í Safamýri klukkan 14.00. Stjarn- an knúði fram oddaleik með afar öruggum sigri í Mýrinni á fimmtu- dag. „Frammistaða Fram var arfaslök í þeim leik og þetta hefur verið aðeins of mikið svart og hvítt hjá þeim fyrir minn smekk,“ sagði Kristín en Valur féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Stjörnunni í oddaleik. „Framarar voru sjálfsagt með það í undirmeðvitundinni [á fimmtudagskvöldið] að þeir ættu alltaf einn leik eftir en nú er jöfn pressa á öllum. Ég vona að þetta verði jafn og spennandi leikur en ég gæti trúað því að reynsla Stjörnunnar skili sigrinum. Stjarn- an er með fleiri leikmenn sem kunna að klára svona leiki.“ Deildarmeistarar Gróttu kvitt- uðu fyrir óvænt tap gegn ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna með því að gersigra Eyjakonur í Eyjum á fimmtudag, 34-21. „Það er erfitt að vinna Gróttu en það er hægt, sérstaklega ef að hug- arfarið klikkar hjá þeim. Breiddin er svo ekki það mikil að um leið og einn leikmaður byrjar að klikka þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þær,“ segir Kristín sem hafði það á til- finningunni fyrir úrslitakeppnina að ÍBV færi alla leið í úrslitin. „ÍBV þarf að mæta til leiks með mikil læti og sjálfstraustið í botni. Þá gætu þær komist á bragðið og leikurinn orðið spennandi. En ef að Grótta fær að spila sinn leik og fær bæði vörn og markvörsluna almennilega í gang þá gæti eftir- leikurinn orðið auðveldur,“ segir Kristín. Leikur Gróttu og ÍBV hefst klukkan 16.00 í dag. - esá ÍBV þarf að vera með læti á Seltjarnanesi Úrslit beggja undanúrslitarimma Olísdeildar kvenna ráðast í oddaleikjum. Kristín Guðmundsdóttir spáir í spilin. ÖFLUG Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar mark fyrir Gróttu gegn ÍBV en liðin mætast á ný í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.