Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 120
NÆRMYND
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Drífa Snædal
framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambandsins
ALDUR: 41 árs
KÆRASTI: Hrafnkell Lárusson
BARN: Silja Snædal Pálsdóttir
Drífa hefur staðið í eldlínunni þessa viku
vegna kjaradeilna í landinu.
Það er óhætt að
segja að Drífa beri
nafn með rentu.
Hún er einhver
mest drífandi
manneskja sem
ég hef kynnst.
Hún er sanngjörn,
ákveðin, fylgin sér, hlý, skemmtileg og
mikill húmoristi. Drífa hefur verið mér
mikil fyrirmynd frá því ég kynntist
henni fyrst. Það væri betra ef við
hefðum fleiri eins og Drífu.
Lísa Kristjánsdóttir, vinkona og
samherji
Drífa er ábyrgðar-
full og traust og
skipulögð í því sem
hún er að gera
en jafnframt hlý
og viðræðugóð
og því er gott að
umgangast hana.
Hún getur verið pínu óþolinmóð en er
mjög góður gestgjafi, heldur góðum
tengslum við marga og lætur vel að
taka á móti fólki.
Hrafnkell Lárusson, kærasti
Drífa er dugleg,
hún er góð og
hún er bráðvel
gefin. Glögg á
tölur, réttsýn
og skemmtilega
vinstri sinnuð. Veit
nákvæmlega hvað
hún vill og er hrein og bein. Ég man
ekki eftir neinum ókostum, það er þá
helst að hún gleymi sjálfri sér í önnum
dagsins.
Sjöfn Ingólfsdóttir, vinkona og
fyrrverandi samstarfskona
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
Veldu einhverja 10 ávexti
á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40