Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 2

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 2
Veður Minnkandi norðanátt og léttir smám saman til í dag, en stöku skúrir eða él við norðausturströndina fram eftir degi. Einnig stöku skúrir sunnanlands síðdegis. Heldur hlýnandi veður. sjá síðu 50 Fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum í Þingvallaþjóðgarði sem hefjast átti 1. maí verður frestað til 16. maí. Fyrirtækið Bergrisi setti í gær upp fyrsta gjaldstaurinn af fimm á Hakinu við Þingvallaþjóðgarð. Staurar verða á fleiri stöðum í þjóðgarðinum.Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir hvern einkabíl fimm hundruð krónur. Gert er ráð fyrir að heildartekjur þjóðgarðsins verði um 40 til 50 milljónir króna á ári. Fréttablaðið/Pjetur Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. BUMBAN BURT! Prógastró, öflugi asídófílusinn, getur hjálpað þér! Tvö hylki á dag hjálpa meltingunni! stjórnsýsla Dregist hefur að ráða í stöðu skólameistara Borgarholts- skóla, en fyrrverandi skólameistari lét af störfum fyrir rúmum mánuði. Einn kennara segir að kurr sé kom- inn í kennarahópinn, sem finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. „Umsóknarferlið er löngu búið og það er búið að liggja fyrir að fyrr- verandi skólameistari yrði sjötugur í mars. Þannig að það er ekkert þarna sem kemur fólki á óvart. Og við kennarar erum að upplifa svolítið virðingarleysi af hálfu stjórnvalda og svona ákveðna hunsun. Skiptir starf skólameistara þá ekki meira máli en það að það sé hægt að draga það mánuð eftir mánuð að ráða? spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við skólann. „Þetta er lítilsvirðandi fram- koma stjórnvalda við okkur. Það er það sem við upplifun. Og við erum eiginlega bara steinhissa og ég held að það séu allir steinhissa á þessu máli,“ bætir hún við. Það sem flækir málið er að á meðal umsækjenda um starfið er starfsmaður mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins, Ársæll Guðmundsson. Af þeirri ástæðu var ákveðið að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, myndi ekki ráða í starfið heldur yrði Ólöfu Nordal innan- ríkisráðherra falið það. „Þetta er orðin eins og heit kart- afla og komið í innanríkisráðuneyt- ið þar sem við vitum að ráðherrann hefur verið í veikindaleyfi,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Ingi Bogi Bogason, aðstoðar- skólameistari og einn umsækjenda um stafið, tekur þó ekki eins djúpt í árinni og Hanna Björg. „Ég vil nú ekki segja að það sé kurr. En menn bíða eftir þessu og skilja ekki hvað tefur. Það er búið að fullvissa mig um að þetta muni skýr- ast innan tíðar og í sjálfu sér hefur þetta ekki stór áhrif á starfsemina. Við erum hérna á tiltekinni siglingu sem er samkvæmt skipulagi ársins forákvörðuð og það gengur vel,“ segir hann. Samkvæmt auglýsingu átti að vera búið að ráða í starfið 1. apríl síðastliðinn en Bryndís Sigurjóns- dóttir, fyrrverandi skólameistari, lét af störfum um mánaðamótin mars/apríl. Hefur aðstoðarskóla- meistari gegnt stöðu skólameistara frá þeim tíma. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 2. febrúar og sóttu tíu manns um, þrjár konur og sjö karlar. jonhakon@frettabladid.is Kurr í Borgarholtsskóla Dregist hefur að ráða nýjan skólameistara. Umsóknarfrestur rann út fyrir þrem- ur mánuðum. Kennurum skólans finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. ráða átti í starf skólameistarans frá og með 1. apríl en enn hefur ekkert gerst í stöðunni. Fréttablaðið/Pjetur Hanna björg Vilhjálmsdóttir ingi bogi bogason Gjaldmælarnir í gang á Þingvöllum stjórnmál Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, greindi þingflokki sínum ekki frá þeirri ákvörðun sinni að hætta við að bjóða sig fram til formanns flokks- ins áður en hann sendi bréf þess efnis á flokksmenn í gær. Þetta staðfestir Oddný Harðardóttir, þingmaður og frambjóðandi til for- manns, í samtali við Fréttablaðið. Árni sendi bréf á flokksmenn í gær, föstudag, átta dögum eftir að hann tilkynnti um framboð, og dró framboðið til baka. Í yfirlýsingunni segir: „Staða flokksins er óásættan- leg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir.“ Þingmennirnir Helgi Hjörvar og Oddný Harðardóttir eru í framboði til formanns, þá er varaþingmaður- inn Magnús Orri Schram í framboði og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi flokksins á Seltjarnar- nesi. – snæ Þingflokkur í myrkrinu um ákvörðun Árna Árni Páll Árnason er hættur við for- mannsframboð. Fréttablaðið/VilHelm Bandaríkin Lögreglumaður var handtekinn í gær í Marylandfylki í Bandaríkjunum grunaður um að hafa skotið fyrrverandi eigin- konu sína til bana á fimmtudaginn fyrir utan skóla barna þeirra þegar konan var að sækja börnin. Lögreglumaðurinn lét aftur til skarar skríða í gær og skaut aðra manneskju til bana og særði þrjá í verslunarmiðstöð í Maryland. Skólum og spítölum var lokað tíma- bundið á meðan lögreglan leitaði árásarmannsins. Lögreglumaðurinn, Eulalio Tor- dil, er 62 ára. Hann starfaði aðallega við að vakta opinberar byggingar í eigu ríkisins. Tordil gafst upp á vettvangi, í verslunarmiðstöðinni, án þess að til átaka kæmi. – srs Lögreglumaður gafst upp eftir tvær skotárásir Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu ein- faldar lausnir. Árni Páll Árnason 7 . m a í 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.