Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 4
Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 9.900 kr. Á mann m.v flug aðra leið. Á völdum dagsetningum í maí. Alicante Flugsæti á frábæru verði! VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Tölur vikunnar 01.05. 2016 – 07.05. 2016 30 klukkutíma teflir Hrafn Jökulsson til styrktar sýrlenskum flóttabörnum. 99 af 240 starfsmönnum Síldarvinnsl- unnar fá ókeypis ristilspeglun frá fyrirtækinu. 3 ráðuneyti af 8 taka þátt í eigin hvataverk- efnum í umhverfismálum – Grænum skrefum og Grænu bókhaldi. 16% minna verður flutt inn af olíu og bensíni árið 2025 en gert er í dag, samkvæmt spá Capacent. 71 tvíburar fæddust á Íslandi árið 2014. 22% minni úrgangur kemur frá heimilum í Reykjavík nú en var árið 2006. 41,4% sjúklinga frestuðu að sækja sér læknis- þjónustu árið 2015 vegna kostnaðar. 450 milljarða skulduðu fimm stærstu sveitar- félögin í árslok 2015. ??? ?? STjórnSýSla „Auðvitað verður fólk pirrað. Sérstaklega þau sem hafa beðið í tvo tíma og komast svo að því að það vantar gögn eða það er ekki með löggild skilríki,“ segir Hildur Edwald, fagstjóri ökuskír- teina og vegabréfa hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu. Afgreiðslan er Dalvegi í Kópa- vogi. Í gærmorgun biðu fimmtíu eftir afgreiðslu og þegar klukkan var orðin tvö voru 97 sem biðu og var þá ákveðið að loka fyrir fleiri afgreiðslur þann daginn. Fólk beið í allt að tvo klukkutíma, öll sæti voru upptekin og því margir sem stóðu eða sátu í stiganum frammi í anddyri. Starfsmenn litu ekki upp og Hild- ur svaraði símanum á milli þess sem hún svaraði blaðamanni. „Það var frí í gær og þá er tvöfaldur dagur í dag. Svo er þetta fyrsta vika mánaðarins og þar sem við tökum ekki kreditkort eru margir sem koma fljótlega eftir mánaðamót. Einnig er sumarfrí fram undan og fólk farið að huga að því,“ segir Hildur. Ekki er ljóst hvenær eða hvort sumarstarfsmenn taka til starfa. Hildur segir mikið álag á föstu starfsfólki. Því sé mikil hreyfing á því. „Sá starfsmaður sem hefur verið lengst í vegabréfunum hefur ekki náð ári í starfi,“ segir hún. Minnst tvö skrifborð standa auð. „Það eru þrír gjaldkerar og þrír í vegabréfunum. Það er pláss fyrir fleiri en við fáum ekki að ráða fólk.“ Hildur segir engan tíma betri en annan til að koma. Klukkan hálf níu á morgnana sé komin röð fyrir utan þegar starfsfólk mætir. „Það voru fimmtíu manns hér fyrir utan áður en við opnuðum í morgun og svo eykst álagið þegar líður á daginn.“ Þórólfur Halldórsson sýslumaður segir fjárheimildir stofnunarinnar hafa afgerandi áhrif á ráðningar. Álagið sé gríðarlegt og geti haft áhrif á heilsu starfsfólksins. Ófyrirsjáan- legt sé hversu margir viðskiptavinir verði hvern dag og óvenju margir hafi komið í gær. „Til að bæta gráu ofan á svart eru vegabréfatölvurnar flestar úr sér gengnar og þarf stundum að endurræsa hvað eftir annað við eina afgreiðslu.“ Þórólfur segir úrbætur í sjónmáli. „Í sumar er á áætlun að flytja starfsemina í hentugra húsnæði og þá verður búnaðurinn endurnýjaður frá grunni. Vonast er til að sú breyt- i n g muni hraða afgreiðslunni fjór- til fimmfalt. erlabjorg@frettabladid.is Afgreiðslu lokað með 100 á bið Fólk er í röð fyrir utan skrifstofu sýslumanns við opnun til að sækja um vegabréf. Tæplega hundrað biðu við lok dags í gær og var þá ákveðið að loka afgreiðslu. Starfsfólk örþreytt en ekki fjárheimild til að ráða fleiri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði okkur hafa misst öll tök á eigin persónu- upplýsingum. Í gegnum tæknina væru ýmis fyrirtæki að nema og greina meira af hegðun okkar en við vissum. Hegðunarmynstrið væri söluvara. Upplýsingar gengju kaupum og sölum. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar benti á að til að styrkja grænt hagkerfi og grænt samfélag þyrfti ríkið og stofnanir að ganga á undan með góðu for- dæmi. Hún gat þess að vissulega gætu stofnanir ríkisins verið komnar lengra. Af ríflega 160 stofnunum ríkisins taka tæplega þrjátíu þátt í hvatakerfi sem sagt er leið fyrir opinbera aðila til að vinna mark- visst að umhverfismálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar sagði að þjóðin yrði að axla betur ábyrgð þegar kæmi að vernd okkar dýrmæt- ustu náttúruger- sema. Landvernd skoraði á ríkisstjórn- ina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp við að koma fráveitumálum sveitarfélags- ins í ásættanlegt horf. Þetta væri ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar. Þrjú í fréttum Söluvara, grænt hagkerfi og gersemi lögreglumál Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóða- hættu úr Dyngjujökli. Samkvæmt ákæruskjali er þeim gefið að sök að hafa ekki hlýtt fyrir- mælum lögreglu með því að hafa ekið upp frá bænum Grænavatni í Mývatnssveit og þaðan í suðurátt inn í Dyngjufjalladal og að eldstöðv- unum í Holuhrauni. Þannig hafi þeir dvalið inni á svæði í óleyfi sem hafði verið lokað um nokkurt skeið. Lög- regluembættin á Norðurlandi eystra höfðu lokað umræddu svæði ótíma- bundið þann 19. ágúst sama ár. Þetta eru ekki einu ákærurnar sem hafa verið gefnar út þar sem menn eru sakaðir um að hafa farið á svig við lokanir lögreglu á svæð- inu haustið 2014. Þyrluflugmaður hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa í þrí- gang flogið inn á svæðið norðan Vatnajökuls meðan á lokunum stóð og hleypt farþegum út til að virða fyrir sér eldgosið í Holuhrauni. Mál þremenninganna verður tekið fyrir þann 19. maí í Héraðsdómi Norð- urlands eystra.– sa Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Eldgosið í Holuhrauni laðaði að fjölda fólks. Fréttablaðið/Egill Varist algeng mistök l Ekki gleyma löggildum skil- ríkjum, vegabréfi eða ökuskír- teini. Bankakort duga ekki. l Það er ekki hægt að greiða með kreditkortum. l Ekki gleyma undirrituðu sam- þykki forsjáraðila fyrir börnin. Með tveimur vottum. l Afgreiðslutími vegabréfa er 13 virkir dagar. Ábending Hægt er að sækja um vega- bréf hjá sýslumönnum í öðrum landshlutum, t.a.m. á Selfossi, Akranesi og Reykjanesbæ. Áætlað er að flytja starfsemina í Hlíðasmára 1 í sumar og þar með gera afgreiðsluna hraðvirkari. Fólk var búið að bíða í einn til tvo klukkutíma eftir afgreiðslu klukkan ellefu í gærmorgun. Fréttablaðið/VilHElm Það voru fimmtíu manns hér fyrir utan áður en við opnuðum í morgun. Hildur Edwald, fagstjóri ökuskír- teina og vegabréfa 7 . m a í 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.