Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 8

Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 8
SIKILEY Bókaðu sól á Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 74 0 84 Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar 10. október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalið á Fiesta Garden Beach hótelinu á Campofelice di Roccella ströndinni í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á Naxos Beach Hotel á ströndinni í bænum Giardini Naxos í 5 nætur. Gönguferð til Vindeyja – Le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins“. Í ferðinni kynnumst við einstakri menningu Sikileyinga er rekja má allt aftur til forsögulegs tíma, í gegnum hámenningu fornaldarinnar hjá Grikkjum og Rómverjum, til yfirtöku Mára, Normanna og Spánverja á seinni öldum. Við kynnumst ómótstæðilegu mannlífi og ósnortinni náttúru, þar sem tækifæri gefst til að njóta sérstakrar matarmenningar og gestrisni sem á sér engan sinn líkan í veröldinni. Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið og drykkjum m/kvöldverði Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herbergi. Innifalið er hálft fæði ásamt ¼ vínflaska og ½ vatnsflösku með kvöldverði. Frá kr. 239.900 m/morgunverði o.fl. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði alla morgna og 5 kvöldverðum. Bókaðu göngu á SIKILEY 10. október í 10 nætur 10. október í 10 nætur Lífeyr iss jóður starfsmanna r ík is ins Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr . is www.lsr.is LSR sjóðfélagar á lífeyri Dagskrá: • Kynningar frá LSR • Gísli Einarsson úr Landanum flytur erindi • Gissur Páll Gissurarson tenór tekur nokkur lög • Kaffiveitingar • Fyrirspurnir og umræður Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef LSR. LSR og LH halda fund fyrir sjóðfélaga á lífeyri 10. maí 2016 á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14:00. Heilbrigðismál „Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra um gagnrýni í umsögn- um við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostn- aðar hjá viðkvæmum hópi sjúk- linga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúk- lingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með lang- vinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleik- um með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðar- hækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér lækn- isaðstoðar,“ bendir Tómas á. Kristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breyt- ingum, ákveði Alþingi það. Einn- ig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagn- irnar með sérfræðingum í ráðu- neytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðar- dreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðar- þátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einn- ig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónust- una með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra. kristjanabjorg@frettabladid.is Geta ekki borgað gjald en þurfa sárlega aðstoð Engin gjaldskrá hefur verið sett, segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um harða gagnrýni geðlækna og Geðhjálpar um hækkun kostnaðar hjá hópi við- kvæmra sjúklinga. Geðlæknar telja þá veigra sér við að leita viðeigandi hjálpar. Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geð­ lækna. Þetta er mikil hindr­ un fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hóp sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknis­ aðstoðar. Tómas Zoëga geðlæknir 7 . m a í 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.