Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.05.2016, Qupperneq 10
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Grillandi gott verð! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Kaliber KG-1301 gasgrill 3+1 brennarar/hliðarhella grillflötur 2520 cm2, 11,5KW 47.900 Kailber KG-1503 Gasgrill 3 x 3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW 43.900 Frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 25. júní 2016 Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis kemur saman til fundar í Menningar- húsinu Hofi, v/Strandgötu, Akureyri, nánar tilgreint í Setbergi, fundarsal á 2. hæð, þriðjudaginn 17. maí nk., kl. 09:00, til þess að gefa vottorð um með- mælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar, Menningarhúsinu Hofi, v/Strandgötu, Akureyri, Setbergi, fundarsal 2. hæð, þriðjudaginn 17. maí nk., milli kl. 9 og 14, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmæl- endalista. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.Ísland.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Þá skal og fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum hverjir tveir menn séu umboðsmenn viðkomandi framboðs. Akureyri, 22. apríl 2016. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, Gestur Jónsson oddviti Inga Þöll Þórgnýsdóttir Ólafur Rúnar Ólafsson Katý Bjarnadóttir Páll Hlöðvesson Kúrdar „Kúrdar hafa barist erfiðri baráttu fyrir réttindum sínum allt frá því tyrkneska lýðveldið var stofnað,“ segir Fayik Yagizay, sem var hér á landi í heimsókn fyrir stuttu. „Við eigum enn í þessari baráttu. Hins vegar eru sumir okkar að berj- ast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis, aðrir vilja að Kúrdar fái takmarkaða sjálfstjórn, og sumir vilja að Tyrk- land verði sambandsríki. Svo eru sumir að berjast fyrir lýðræðisrétt- indum og minni miðstjórn.“ Helsta baráttuafl Kúrda er PKK, Verkamannaflokkur Kúrdistans, sem hefur staðið í baráttu við tyrk- neska ríkið í meira en 30 ár. „Í upphafi voru þeir að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríki, sam- einuðu Kúrdistan. En það þýddi að það þurfti að berjast gegn Íran, Írak, Sýrlandi og Tyrklandi. Og það var ákaflega erfitt að berjast gegn öllum heiminum til að fá sjálfstætt ríki. PKK ákvað því að beina baráttu sinni frekar að því að ná fram auk- inni lýðræðislegri sjálfstjórn Kúrda- svæðanna í öllum þessum löndum ásamt því að berjast fyrir auknu lýðræði í öllum löndunum fjórum.“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, komst til valda árið 2002 eftir að hafa stofnað nýjan stjórn- málaflokk, Réttlætis- og þróunar- flokkinn. Hann var forsætisráðherra þangað til árið 2014 þegar hann var kosinn forseti. „Staða Erdogans var veik í upp- hafi. Herinn hafði öll völd í Tyrk- landi en Erdogan var klókur og sagðist ætla að ganga í Evrópu- sambandið. Hann lofaði að gera umbætur samkvæmt kröfum Evr- ópusambandsins og hann fékk með því stuðning Evrópusambandsins.“ Árið 2005 hélt Erdogan til Kúrda- svæðanna í Tyrklandi og hét því að leysa vanda Kúrda með friðsam- legum hætti. „Þetta vakti auðvitað vonir og hann fékk stuðning Kúrda til að byrja með. Hann fékk atkvæði frá meira en helmingi Kúrda í Tyrk- landi, og hóf að gera ákveðnar umbætur,“ segir Yagizay. „En þetta voru aðeins sýndarum- bætur. Hann var alltaf að hugsa um eigin hagsmuni og hvernig hann gæti aukið eigin völd. Hann vann á endanum sigur á hernum, hann vann sigur á kerfinu og hann gerði breytingar á stjórnarskránni þar sem hann laumaði inn ákvæði um að eyðileggja sjálfstæði dómstólanna.“ Útlægur Kúrdi varar við fasisma Erdogans Fayik Yagizay, fulltrúi Kúrda hjá Evrópuráðinu í Strassborg, segir alla í Tyrklandi vera hrædda við Erdogan forseta. Hann segir Evrópusambandið verða að vakna af blundi og stöðva Erdogan. Allri heimsbyggðinni standi ógn af forsetanum. Erdogan hafi í reynd tekist að beygja undir sig dómsvaldið í Tyrk- landi og sömu sögu má segja um fjölmiðla í landinu. „Það eru allir hræddir við Erdogan og enginn þorir að segja neitt. Hann er meira að segja að reyna að þagga niður í blaðamönnum í öðrum löndum, í Þýskalandi og víðar.“ Hann segir helsta markmið Erdogans síðustu misserin hafa snúist um að ná fram stjórnar- skrárbreytingu með það í huga að auka mjög völd forsetaembættis- ins. Yagizay segir að hann vilji í raun koma á nýju Ottómanaveldi, íslömsku ríki sem verði eins konar kalífadæmi. „Ef hann nær sínu fram þá mun heimsbyggðinni allri stafa hætta af. Og þá brýst út borgarastyrjöld í Tyrklandi. Þá verða það ekki bara Kúrdar sem grípa til vopna heldur líka Tyrkir,“ segir hann. „Þannig að ESB ætti að vakna af sínum væra blundi. Hvers vegna vilja þeir ekki sjá hvað er að gerast? Erdogan er með fasískan hugsunar- hátt og gerir allt til að styrkja völd sín og hagsmuni. Við viljum að Evr- ópusambandið stöðvi hann.“ Yagizay er sjálfur í stjórnmála- flokki Kúrda, HDP, eða Lýðræðis- flokknum. Sá flokkur náði í fyrsta sinn mönnum á þing í kosningun- um í júní á síðasta ári. Þessa dagana reynir stjórnarmeirihlutinn hins vegar að svipta þingmenn HDP þinghelgi. Slagsmálin kostulegu sem brutust á þinginu fyrir fáum dögum snerust um þetta. „Ég hef verið í sjö stjórnmála- flokkum,“ segir Yagizay, „en það er ekki vegna þess að ég hafi alltaf verið að flakka á milli flokka heldur hafa flokkarnir verið bannaðir, og þá höfum við stofnað nýjan flokk.“ gudsteinn@frettabladid.is Fayik Yagizay, stjórnmálamaður í útlegð og fulltrúi Kúrda hjá Evrópuráðinu í Strassborg, heimsótti Íslands fyrir stuttu. Yagizay var enskukennari á yngri árum. Eftir þriggja ára fangelsisvist helgaði hann líf sitt réttindabaráttu Kúrda. Fréttablaðið/Ernir MALAGA Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a.Frá kr. 39.900 báðar leiðir m/sköttum & tösku 19. maí í 10 nætur flugsæti til og frá ✿ Stærsta ríkislausa þjóð heims íran n Kúrdistan bagdad arbil Kirkuk Diyarbakir Van Tyrkland Sýrland írak Kúrdar eru alls 40 milljónir og búa flestir í fjórum ríkjum. Þeir eru stærsta ríkis- lausa þjóð heims. tyrkland Kúrdar: 20 milljónir 25% af 80 milljónum íbúa Íran Kúrdar: 10 milljónir 12% af 80 milljónum íbúa Írak Kúrdar: 6 milljónir 15% af 38 milljónum íbúa Sýrland Kúrdar: 4 milljónir 20% af 20 milljónum íbúa 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a r d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.