Fréttablaðið - 07.05.2016, Page 24
↣
Svartamarkaðurinn á Facebook
Í fjölmörgum hópum á Facebook fara fram viðskipti með fíkniefni, lyfseðilsskyld lyf og vændi. Um er að ræða tugi
síðna þar sem ólögleg fíkniefni eru auglýst. Fíklar selja sig á samskiptasíðunni í skiptum fyrir næsta skammt.
Óf o r m l e g r a n n -sókn blaðamanna á þessum síðum leiddi í ljós ótrú-legt magn ávana-bindandi, lyfseðils-
skyldra lyfja sem boðin eru til sölu.
Svokallað læknadóp. Þó aðallega sé
um að ræða sölu á fíkniefnum þá
er ýmislegt annað selt á síðunum.
Dæmi eru um að ungir fíklar verði
sér úti um næsta skammt með
vændi.
Ýmislegt gengur kaupum og
sölum á þessum síðum. Meðal
annars ber á því að ungir fíklar séu
beðnir um að fara í búðir og stela
ákveðnum hlutum og fá í staðinn
fíkniefni, lyf eða peninga.
Yfirmaður fíkniefnadeildar, Run-
ólfur Þórhallsson, segir lögreglu
reglulega taka rassíur á síðum á borð
við þessar, en alltaf spretti upp nýjar
og nýjar. Verkefnisstjóri lyfjateymis
hjá Embætti landlæknis segir engar
vísbendingar um að verið sé að flytja
inn læknadóp. Allt komi þetta úr
íslenskum apótekum.
Ólöf Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Svartamarkaðurinn á Facebook
nær yfir ýmislegt. Árið 2014 leiddi
rannsókn blaðamanns breska
blaðsins The Sunday Times í ljós
að auðvelt var að verða sér úti
um líffæri fyrir rétta upphæð á
samskiptasíðunni. Blaðamaðurinn
þóttist vera að leita að nýra fyrir
systur sína og setti í þeim tilgangi
auglýsingu inn á samskiptavefinn.
Á viku fékk hann svö frá ellefu ein-
staklingum sem voru tilbúnir til að
selja honum líffæri fyrir rétt verð
en það er ólöglegt að selja líffæri.
Líffæri til sölu
Auðvelt er að komast yfir fíkniefni,
lyfseðilsskyld lyf eða vændi á sölu-
síðum á Facebook.
7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R24 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð