Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 26

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 26
Læknum jafnvel hótað Eitthvað er um að læknum og jafn- vel fjölskyldum þeirra sé beinlínis hótað, skrifi þeir ekki upp á lyf. Ólaf- ur kannast við slík mál. „Við höfum heyrt dæmi þess að verið sé að hóta læknum, já.“ En hafa margir læknar misst leyfið fyrir að skrifa upp á óeðlilegt magn ávanabindandi lyfja? „Það eru dæmi um lækna sem hafa misst læknaleyfið og eins leyfið til að ávísa ávanabindandi lyfjum.“ Hann vill þó ekki gefa upp hversu margir læknar hafi misst leyfið. „Við teljum óréttlátt að fara að birta það. Læknirinn getur verið að missa leyfið því hann er að ávísa á sjálfan sig, aðra einstaklinga eða hefur gerst sekur um annað en það sem viðkemur ávís- unum lyfja. Þá eru einnig dæmi um lækna sem leggja inn leyfið sjálfir.“ Séu þessar sölusíður skoðaðar kemur í ljós að þar eru flestir notendur undir einhvers konar dulnefnum. Sölumennirnir leggja mismikið upp úr auglýsingun- um en í sumum tilvikum eru jafnvel búnar t i l s é r st a ka r a u g l ý s i n g a r með slagorð- um á borð við: „Bleika þruman – verður skemmti- lega ruglaður á þessum.“ Önnur auglýsing hljómar svona: Alvöru keyrsla, pólska krítin! Ég nota þetta sjálfur og er búinn að gera lengi. Mikil virkni, hressir þig við og heldur þér endalaust gangandi! Er oftast vakandi á næturnar og alltaf vakandi um helgar frá föstudegi til sunnudags …“ skrifar einn sölu- maðurinn á síðunni. „Sala fer ekki alfarið fram þarna en slatti af þessari smásölu fer fram á Facebook,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfir- maður fíkniefna- deildar lögreglunn- ar. „Við höfum farið í svona átak þar sem við höfum tekið 1-2 mánuði og gert rassíur í þessu. Við verðum að forgangsraða í þessu eins og öllu öðru,“ segir Runólfur. Taka reglulega rassíur Yfirleitt sé um að ræða litla skammta sem enda sjaldnast með dómi heldur frekar sektum. „Þeir læra fljótt á hvernig við fylgjumst með og bregðumst við. Símanúm- erin sem eru auglýst eru allt óskráð frelsisnúmer sem jafnvel ganga kaupum og sölum. Við erum að ná litlu magni í einu þannig að það er talsverð vinna fyrir litla upp- skeru en við fylgjumst með þessum síðum og tökum reglulega rassíur,“ segir Runólfur. Hann segir reglulega koma tilkynningar um slíkar síður. Þegar síðunum er lokað spretta fljótt upp nýjar og erfitt er að koma í veg fyrir það. Hóparnir eru oft lokaðir og þarf sérstaklega að láta bjóða sér til þess að komast inn í þá. Talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja er að finna á þessum síðum. „Það eru lyf þarna bæði frá þeim sem eru að fá lyf á réttmætan hátt en eru kannski að fá of mikið og svo líka eins frá þeim sem eru að falsa lyfseðla.“ Neyslutengt vændi „V i ð h ey r u m ekki af mörgum t i l fel lum, en þ e tt a e r a ð gerast og hefur verið að gerast. Oft eru þetta ungir krakkar, sumir strokukrakk- ar sem leiðast út í fíkniefnaneyslu. Búnir að brenna allar brýr að baki sér fjárhagslega og þurfa að finna leiðir til að fjármagna neysluna,“ segir Snorri Birgisson lögreglu- fulltrúi sem sér um þau mál sem snúa að mansali og vændi. Hann segir ákveðinn hóp auglýsa vændi á Facebook, það sé þó aðallega neyslutengt. „Þetta er innan fíkni- efnaheimsins. Fólk í neyslu er að nýta sér þessa þjón- ustu,“ segir Snorri. „Það eru bæði skipti á lyfjum og dópi og líka pening- ar sem þessir einstaklingar fá í hönd. Þetta er neyslutengt.“ Snorri segir lögregluna fá margar ábendingar um slíkar síður. „Við höfum látið loka slatta af síðum, sérstaklega með íslenska notendur, þar sem er augljóst vændi. Facebook hefur tekið til skoðunar og lokað óhikað ef fyrirtækið er sammála en það þarf að vera áberandi að þetta sé vændissíða.“ Það er hins vegar ekki alltaf aug- ljóst að verið sé að auglýsa vændi. Sumir auglýsa eftir hitting fyrir $ eða nota svokallað peningamerki til þess að skilgreina hvers konar þjónustu sé um að ræða. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum og sýna samskipti ungrar konu sem glímt hefur við fíknivanda, á Facebook, sýna að fjöl- margir vilja kaupa vændi í skiptum fyrir peninga eða fíkniefni. Konan setti inn auglýsingu og fékk yfir 100 skilaboð á nokkurra daga tímabili þar sem menn vildu kaupa þjónustu Það eru bæði skipti á lyfjum og dópi og líka peningar sem Þessir einstaklingar fá í hönd. Þetta er neyslutengt. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi Við erum að ná litlu magni í einu Þannig að Það er talsVerð Vinna fyrir litla uppskeru en Við fylgjumst með Þessum síðum og tökum reglulega rassíur. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar Vændi er auglýst á Facebook. Ungir fíklar selja sig á þessum síðum til þess að eiga fyrir næsta skammti. Flugsæti til Frankfurt á góðu verði í sumar Eigum nokkur flugsæti laus til Frankfurt í maí og júní með þýsk um samstarfsaðilum. Flogið er frá Íslandi tvisvar í viku; á sunnu dögum og fimmtudögum. Flogið er með flugfélaginu Lufthansa. Innifalin er 20kg farangursheimild ásamt flugmáltíð og drykkjum. Verð með sköttum: Önnur leið frá kr. 13.999 Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 588 8660 Langholtsveg 109 · 104 Reykjavík · Sími 588 8660 · flug@snaeland.is Lyfjateymi Embættis landlæknis sér um reglubundið eftirlit með ávísunum á ávanabindandi lyf. „Við skoðum öll ávanabindandi lyf og þá hvort einhverjir eru að fá lyfin í miklum mæli eða frá mörgum læknum á sama tíma, þá skoðum við einnig sjálfsávísanir lækna. Þetta eru um 130 lyfjaheitisnúmer sem eru til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. „Við fylgjumst mjög grannt með þessu og erum í miklum samskiptum við lækna. Í þessum úttektum sjáum við fólk sem er að fá gríðarlega mikið magn lyfja ávísað. Oftast eru þetta einstaklingar sem eru að glíma við mjög erfið veikindi.“ Í frétt Morgunblaðsins frá því á fimmtudag segir að komið hafi upp dæmi um að fólk sé að nýta sér kennitölur annarra til að leysa út lyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur það færst í aukana að fólk sem ásælist svokallað ,,læknadóp“ eða ávanabindandi lyf, skrái sig inn í Facebook-hópa ætlaða sem stuðning við þá sem glíma við ýmis veikindi og þurfa lyf við sínum kvillum. Þar inni deili fólk persónulegum upp- lýsingum um sig. Kennitölum þeirra sé stolið og lyf leyst út á nöfnum þeirra. Ólafur kannast við þessa teg- und mála. „Við höfum fengið svona ábendingar á okkar borð. Ef verið er að taka út lyf í nafni einhvers, án þess að viðkomandi viti af því, þá getur sá einstaklingur látið loka fyrir úttektir, þannig að hann einn sé sá sem geti leyst út lyfin í apótekum.“ Stórt vandamál á Íslandi Ólafur segist hafa fengið ábendingar um Facebook-síður þar sem verið er að selja lyfseðilsskyld lyf. „Á tímabili vorum við að fá mikið af ábending- um um slíkt. Þar voru upplýsingar um símanúmer og nöfn einstaklinga, en svo allt í einu datt það upp fyrir og við hættum að fá slíkar ábendingar. Þá virðist þetta hafa farið inn í lok- aðar grúppur sem er erfiðara að hafa aðgang að.“ Hann segir sína tilfinningu vera þá að fólk sem glími við lyfjafíkn hafi nægan aðgang að lyfjum en það er erfitt að koma í veg fyrir mis- notkun þegar aðrir fá lyfin ávísuð. Vandamálið er því bæði fíknivandi fólks og einstaklingar sem gera sér upp veikindi til að geta grætt á sölu lyfja sem það fær ávísuð. Þessir ein- staklingar gefa eða selja lyf beint til fíkla eða til milliliða, sem skaffa svo fíklum lyf gegn háu gjaldi. „Það er eitthvert svona form á þessu. Það er stórt vandamál á Íslandi, hvað mikið af læknalyfjum er notað af öðrum en þeim sem fá þau ávísuð. Við höfum litlar vísbendingar fengið um að verið sé að flytja þetta inn til landsins eftir öðrum leiðum. Þannig að þetta virðist allt komið úr apótekum hér- lendis.“ Lyf úr íslenskum apótekum Þetta Virðist allt komið úr apótekum hérlendis. Ólafur B. Einarsson Það er mjög mikið af sölusíðum á facebook Þar sem allt Virðist Vera til sölu. fíkniefni, Vændi, Þýfi og önnur lyf. Guðmundur Fylkis- son lögreglumaður og það spretta upp nýjar síður en við eigum ekki að lúta í lægra haldi fyrir þessum hluta samfélagsins sem er þarna að brjóta af sér.“ Guðmundur vill þó taka fram að þetta sé ekki stór hópur sem noti sér þessar síður. „Þetta er veru- leiki en ég get ekki sagt þetta sé margir tugir einstaklinga sem ég verð var við en því miður á þetta sér stað.“ Hann segist líka vita til þess að vændi sé boðið til sölu á þessum síðum. Hann viti til þess að fíklar skipti á kynlífi fyrir næsta skammt. „Vissulega verður maður var við það að vændi er í boði.“ Ýmislegt þýfi er einnig boðið í skiptum fyrir fíkniefni eða lyf. Til dæmis hefur borið á að fólk sé að stela kjöti í skiptum fyrir fíkni- efni eða peninga. „Það virðist vera algengt að menn séu að fara inn í verslanir að stela kjöti. Þau eru að stela þessu og selja síðan eða skipta fyrir efni.“ Hann nefnir líka 66°Norður úlpur sem dæmi um þýfi sem sé algengt. hennar og vissu í flestum tilvikum af fíknivanda hennar. Margir buðu lyf í skiptum fyrir kynlíf. Snorri segir bæði stelpur og stráka vera á þess- ari síðu að selja sig fyrir fíkniefni eða lyf. Þýfi og vændi Guðmundur Fylkis- son fer fyrir sérstöku verkefni hjá lögregl- unni sem snýr að því a ð f i n n a strokubörn. Su m þ e ss - a r a b a r n a eru í neyslu og hefur hann því í gegnum starf sitt kynnst svartamarkaðnum á Face book. „Það er mjög mikið af sölusíðum á Facebook þar sem allt virðist vera til sölu. Fíkniefni, vændi, þýfi og önnur lyf,“ segir Guð- mundur sem hefur orðið var við að sumir skjólstæðinga hans nota þessar síður. „Mitt ráð til foreldra þessara krakka er að ef þau rekast á svona síður eða einstaklinga sem eru að selja þá eiga þau að nota til- kynningarhnappinn á Facebook. Það getur verið að þeir hunsi þig í fyrstu 1-2 skiptin sem þú tilkynnir Vímuefni, lyfseðilsskyld lyf og vændi 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R26 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.