Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 88

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 88
Góðir lesendur! Rannsakið hjarta ykkar, lokið aug-unum eitt augna-blik og hverfið til Austurríkis. Hugsið til sveltandi, köldu barnanna og vitið svo hvort þér ekki finnið köllun hjá yður til þess að taka þátt í þessu bráðnauðsynlega líknar- starfi.“ Svo komst blaðamaður Morgun- blaðsins að orði síðla árs 1919. Tilefnið var stórmerkilegt átak í Evrópusögunni, sem því miður er flestum gleymt í dag. Um tíma leit út fyrir að Íslendingar tækju fullan þátt í verkefninu og ljóst er að ekki skorti viljann, þótt ekki hafi þurft á að taka. Um var að ræða mannúðar- verkefni sem hér á landi gekk undir nafninu „austurrísku börnin“. Vopnuðum átökum fyrri heims- styrjaldarinnar lauk þann ellefta nóvember 1918 með uppgjöf Þjóð- verja. Viku fyrr hafði Austurríska- ungverska keisaradæmið verið lagt niður og fulltrúar aðildarþjóða þess undirritað vopnahléssamn- inga. Formlega séð stóð stríðið þó lengur, eða fram yfir Versalasamn- ingana sumarið 1919, og Bretar og Bandaríkjamenn voru að nafninu til í stríði við Þjóðverja og fylgiríki þeirra til 1920-21. Fyrir vikið fóru sigurvegarar stríðsins sér hægt í að aflétta hvers kyns viðskiptaþving- unum af hinum sigruðu þjóðum, sem jók enn á vandræði þeirra. Upplausnartímar Mestöll Evrópa var í sárum í stríðs- lok. Grimmilegur hernaðurinn hafði þurrkað út heila kynslóð ung- menna, en skildi eftir fjölda manna örkumlaða á líkama og sál. Eyði- legging á innviðum samfélagsins var gríðarleg, en ríkissjóðir stríðsland- anna stórskuldugir. Alþjóðavið- skipti voru í rúst og við tók tímabil einangrunarstefnu á efnahagssvið- inu alls staðar á Vesturlöndum. Höggið var sérstaklega þungt fyrir Austurríkismenn, sem höfðu verið miðdepill í miðevrópsku stórveldi, en sátu skyndilega uppi með lítið og afkróað ríki. Austurríki var land- lukt, en keisaradæmið hafði áður haft hafnir við Adríahaf. Öflugustu iðnaðarsvæðin voru í Bæheimi, sem fór undir hina nýstofnuðu Tékkó- slóvakíu og helstu landbúnaðar- svæðin tilheyrðu Ungverjalandi. Austurríki hafði verið miðstöð stjórnsýslu fremur en framleiðslu og helsta útflutningsafurðin var hljóðfæri. Það hrökk skammt til að reka nútímasamfélag. Þá fékk ríkið nýstofnaða í vöggugjöf landa- mæradeilur við Ítali og stóran hóp flóttamanna úr héruðum í Austur- Evrópu sem hrökkluðust undan nýjum herrum. Reyndar var óljóst hvort íbúar Austurríkis kærðu sig yfirhöfuð um sjálfstæði. Krafan um sameiningu við Þýskaland naut mikils stuðn- ings, en sigurvegarar stríðsins máttu ekki heyra á það minnst. Markmið þeirra, einkum Frakka, var að veikja Þýskaland til langframa auk þess sem það var talið senda röng skila- boð ef taparar heimsstyrjaldarinnar myndu bæta við landi. Til að árétta andstöðu sína við sameiningaráform skiptu sigur- þjóðirnar sér meira að segja af nafni hins nýja ríkis. Upphaflega heitinu „Þýska Austurríki“ var hafnað og fyrri hlutinn felldur út. Á sama tíma samþykktu meira en 80% íbúa í Voralberg, vestasta héraði Austur- ríkis, að æskja þess að verða hluti af Sviss. Þeirri bón var hins vegar hafnað, ekki hvað síst vegna and- stöðu frönskumælandi og frjáls- lyndari Svisslendinga sem töldu að valdahlutföllum innan Sviss yrði ógnað með því að fjölga í hópi íhaldssamari og þýskumæl- andi íbúa. Hnignandi stórborg Af þessu má sjá að hið unga Austur- ríki var í senn land í efnahags- kreppu og tilvistarkreppu. Hvergi varð þessi staða jafn áberandi og í höfuðborginni Vín. Austurríkis- menn sjálfir völdu henni ósmekk- legt viðurnefni, „vatnshöfuðið“ (þ. Wasserkopf ) sem vísaði til þess að innviðir hennar hefðu verið reistir til að standa undir stórveldi en væru nú alltof miklir í vöfum fyrir mið- evrópskt smáríki. Hungurvofan svarf að Vínarbú- um. Borgin var full af uppgjafaher- mönnum og flóttafólki. Ríkisvaldið átti erfitt með að greiða hinum fjöl- mörgu opinberu starfsmönnum borgarinnar laun og stór hluti millistéttarinnar var eignalaus eftir að hafa sett allt sitt sparifé í stríðs- skuldabréf sem nú voru einskis virði. En jafnvel þótt fólk ætti pen- inga var lítinn mat að finna. Mjólk var nær ófáanleg og viðskiptabann sigurvegaranna takmarkaði matar- framboðið enn frekar. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Þegar komið var fram á árið 1919 hrjáði vannæring stóran hluta íbúanna, en einkum var ástandið slæmt meðal barna sem skorti bæði næringu og bætiefni. Hvers kyns hörgulsjúkdómar breiddust út og hátt hlutfall barna í borginni fór að sýna merki um líkamlegar eða andlegar skerðingar vegna hungurs. Við þessar aðstæður minnkaði jafn- framt viðnámsþróttur fólks gagn- vart sjúkdómum og sóttir á borð við berkla færðust í aukana. Eftir á að hyggja má velta því fyrir sér hvort ástandið í Vínarborg hafi þrátt fyrir allt verið svo mikið verra en víða annars staðar í álfunni fyrstu misserin eftir stríðið. Vín hafði hins vegar sérstaka stöðu í huga Evrópu- búa sem miðstöð menningar og lista. Þar bjuggu virtir læknar og vísindamenn sem rannsakað gátu afleiðingar hungursneyðarinnar og rithöfundar sem miðlað gátu frá- sögnunum til umheimsins. Fjöldi útlendinga hafði heimsótt Vín á gullaldartíma hennar og rann því mörgum til rifja að fregna af van- nærðum börnum hennar. Bjargvættir Ensku systurnar Eglantyne Jebb og Dorothy Buxton voru meðal þeirra sem ofbauð fréttirnar frá Austur- ríki og þá einkum að við- skiptaþvinganir Breta kæmu í veg fyrir innflutning á ferskum ávöxtum til barna sem þjáðust af C-vítamínskorti. Þær gripu til þess ráðs að útbúa dreifirit gegn við- skiptabanninu en voru handteknar í kjölfarið. Ákváðu þær þá að stofna formlegan félagsskap til að vinna að barnavernd á breiðum grund- velli. Útkoman varð samtökin Save the Children, sem við Íslendingar þekkjum betur undir heitinu Barna- heill. Á Ítalíu vöktu fregnirnar af neyð barnanna í Vínarborg sömuleiðis mikla athygli. Yfirvöld nokkurra ítalskra borga brugðust við með því að bjóðast til að taka stóra hópa barna til tímabundinnar dvalar. Þúsundum saman lofuðu íbúar borganna að taka til sín börn í vist og fæða og klæða líkt og um eigin börn væri að ræða. Borgirnar þessar voru flestar undir stjórn vinstri- manna sem fundu til samkenndar með hugsjónasystkinum sínum í Vín sem laut stjórn sósíalista. Yfirvöldum á Ítalíu var ekkert sér- staklega vel við átakið, þar sem Ítalía og Austurríki áttu enn í landamæra- deilum og ekki voru nema fáeinir mánuðir frá því að þjóðirnar höfðu borist á banaspjót. Aðrir sáu fram- takið sem útrétta sáttarhönd og góða leið til að græða sár stríðsins. Fréttir af framtaki Ítala bárust til Norður-Evrópu og senn kepptust þjóðirnar í norðri við að bjóða til sín börnum frá Vínarborg. Á örskots- stundu tókst að skipuleggja flutn- ing á tugþúsundum barna til fjölda landa með samhentu átaki ríkis- stjórna, líknarfélaga og einstaklinga. Íslendingar vakna Danir létu sitt ekki eftir liggja og tóku við um fimm þúsund börnum. Fljótlega virðist sú hugmynd hafa kviknað að Íslendingar tækju þátt í verkefninu og Jóni Magnússyni forsætisráðherra barst fyrirspurn um hvort landsmenn væru til í að taka við allt að hundrað börnum. Stofnuð var sjö manna nefnd með fjórum körlum og þremur konum til að vinna að málinu. Var þar ýmist um að ræða stjórnmálafólk, forystumenn úr viðskiptalífinu eða fulltrúa félagasamtaka. Undirtektir landsmanna reynd- ust vonum framar góðar. Talsvert fé safnaðist til að standa straum af móttöku barnanna og fjöldi fólks bauðst til að taka börn inn á heimili sín. Einkum var spurst fyrir í Reykjavík, en fleiri sýndu verk- efninu áhuga. Þannig buðust íbúar Vestmannaeyja til að taka við 20-30 börnum. Ákvað nefndin því að taka 150 börn í það minnsta, sem hlýtur að teljast mjög metnaðarfullt enda landsmenn ekki nema um 95 þús- und um þær mundir. Augljóst er af lestri dagblaða að talsverð eftirvænting fylgdi komu barnanna, þótt ýmsir hafi haft áhyggjur af að ferðalagið yfir hafið gæti reynst veikburða krökkum erfitt yfir háveturinn. Fljótlega kom líka í ljós að Íslendingar höfðu örlít- ið misskilið verkefnið. Í umræðunni hér heima höfðu flestir búist við að hingað kæmu ung börn, til dæmis þriggja til sex ára gömul, sem yrðu ættleidd af íslenskum fjölskyldum. Flest barnanna sem send voru frá Vínarborg voru hins vegar nokkuð eldri eða á bilinu níu og þrettán ára. Þá var gert ráð fyrir að þau sneru aftur til síns heima að dvölinni lok- inni, þótt raunin yrði sú að mörg barnanna ílengdust í gestalandinu. Þrátt fyrir þessar nýju upp- lýsingar ákvað íslenska undirbún- ingsnefndin að halda sínu striki. Þegar á hólminn var komið töldu umsjónar menn verkefnisins í Kaupmannahöfn hins vegar ekki verjandi að senda máttfarin börn í siglingu yfir úthafið í svartasta skammdeginu. Þá kann að hafa spilað inn í áhyggjur yfir að á Íslandi væri skortur á þýskumælandi fólki sem hjálpað gæti börnunum að aðlagast. Ekkert varð því úr komu austurrísku barnanna veturinn 1919-20. Efnahagsleg viðreisn Austurríkis og Vínarborgar reyndist svo ganga miklu skjótar en nokkurn hafði órað fyrir, svo Vínarbúar gátu fljót- lega alið önn fyrir börnum sínum sjálfir. Eftir stendur metnaðarfull áætlun og vísbending um fagurt hjartalag almennings á Íslandi sem þrátt fyrir kröpp kjör og óhagstætt árferði lýsti sig reiðubúinn að taka við fjölda fátækra barna frá fjarlægu landi. Það er holl áminning á öllum tímum. Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um flóttafólk fyrir tæpri öld Austurrísku börnin 590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS Betra gripLægra veghljóð Minni eyðsla 7 . M A Í 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.