Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 90

Fréttablaðið - 07.05.2016, Side 90
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Sigríður Júlíusdóttir Eyrarflöt 4, Akranesi, lést þriðjudaginn 3. maí á Landspítalanum. Útför auglýst síðar. Arnfinnur Scheving Arnfinnsson Margrét Arnfinnsdóttir Maren Lind Másdóttir Gunnar Harðarson Helena Másdóttir Ársæll Ottó Björnsson og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Hrólfsdóttir Víghólastíg 10, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. apríl . Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 9. maí kl. 15.00. Helgi Jóhannesson Edda Rósa Helgadóttir Heiðveig Helgadóttir Tómas Ragnarsson Helgi Viðar Helgason Marion Walser Sigurður Helgason Heidi Greenfield Smári Helgason Helinda Loh Akbar barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, Ásgeirs Valdemarssonar Tjarnarlundi 6a. Baldvin Valdemarsson Magnea Steingrímsdóttir Soffía Valdemarsdóttir Eyþór Gunnþórsson Páll Helgi Valdemarsson Bjarnfríður Jónudóttir Björn Valdemarsson Berglind Rafnsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, systur, mágkonu, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hervarar Jónasdóttur Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Guð geymi ykkur öll. Helgi Ágústsson Jónas R. Helgason Unnur Árnadóttir Guðmundur B. Helgason Helga Jóna Benediktsdóttir Helgi Gunnar Helgason Fríða Ingibjörg Pálsdóttir Oddfríður S. Helgadóttir Hjalti Daníelsson Hallgrímur Jónasson Guðbjörg Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svandísar Önnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Landspítala háskólasjúkrahúss svo og hjúkrunarfræðingum Karitas fyrir frábæra umönnun í löngum og erfiðum veikindum hennar. Birgir Vigfússon Ásta Margrét Birgisdóttir Örn Viðar Skúlason Vigfús Birgisson María Theodóra Ólafsdóttir Birgir Jón Birgisson Gréta María Bergsdóttir Linda Björg Birgisdóttir Jón Vídalín Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta „Mér finnst algert rugl að ég sé að verða sextugur,“ segir Valgeir Skagfjörð leikari sem samkvæmt kirkjubókum á sextugs- afmæli á morgun. „Mér líður ekki þann- ig og þegar ég lít í spegil finnst mér ég heldur ekki líta þannig út. En það sýnir vonandi bara að mér finnist gaman að lifa.“ Valgeir er fjöllistamaður og kveðst vera að gera allan fjandann. „Ég er alltaf að starfa í mínum fögum, er að búa til músík, kenna og skrifa leikrit og hand- rit. Svo tók ég mig til og ákvað að halda upp á afmælið mitt með þeim hætti að bjóða afmælisgestunum í leikús svo ég æfði upp leikrit og úthlutaði sjálfum mér aðalhlutverkinu! Ætla bara að leika fyrir mannskapinn niðri í Iðnó.“ Bara þessi eina sýning er fyrirhuguð að sögn Valgeirs sem er búinn að leggja talsverða vinnu í hana. „Í stað þess að gefa mér afmælisgjöf leggja gestirnir bara í púkk upp í kostnaðinn,“ segir hann glaðlega. Skyldi hann hafa samið leikritið sjálf- ur? „Nei, það er eftir Harold Pinter en ég gerði nýja þýðingu á því á íslensku til að gera það að mínu. Ég kalla það Einn að lokum sem getur bæði þýtt einn drykk að lokum og einnig eru fleiri merkingar.“ Hann er ekki einn á sviðinu. „Ég fæ lánaða tvo pilta úr leiklistardeild Listaháskólans. Þeir eru skólafélagar yngstu dóttur minnar sem hóf nám þar síðasta haust,“ segir Valgeir sem á fjórar dætur, þær verða allar hjá honum á afmælinu. „Ein þeirra kemur frá New York, hún er búin með leiklistarnám. Svo er dóttursonur minn í slíku námi í Kaup- mannahöfn, svo hún er lífseig baktería þessi leiklist,“ segir hann. Sýningin er stutt, kannski 30-40 mínútur að sögn Valgeirs. „Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við.“ Valgeir kveðst hafa byrjað að læra á píanó sjö ára. „Tónlistin er í blóðinu og kemur úr báðum áttum,“ útskýrir hann. Leiklistina nam hann í Leiklistarskóla Íslands á sínum tíma og auk þess er hann menntaður framhaldsskólakennari og markþjálfi. Hann hlakkar til morgun- dagsins. „Það verður gaman að hittast og gleðjast með afkomendum, vinum og ættingjum. Suma þeirra sem ég er blóð- skyldur hef ég ekki séð í mörg ár og mun sjaldnar en marga af vinum mínum, en svo stendur einhvers staðar að blóð sé þykkara en vatn.“ gun@frettabladid.is Þýddi leikrit eftir Pinter og setur upp afmælissýningu Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, bregst við sextugsafmæli sínu með stæl. „Það verður gaman að hittast og gleðjast saman,“ segir Valgeir sem heldur afmælisfagnað í Iðnó á morgun. FréttablaðIð/VIlhelm Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við. 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R42 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.