Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 112

Fréttablaðið - 07.05.2016, Síða 112
Lífið Gengið af göflunum allar helgar í sumar Við fyrsta lóukvak hendast allir upp úr sóf- unum og upp í hlíðar. Bílaplan Esjunnar er þéttskipað allan sólarhringinn. Enn eru þó einhverjar sófakartöflur eftir sem dauðlangar að bætast í hópinn. Hér eru nokkur góð ráð fyrir þær frá þaulreyndum fjallageitum. Einar Skúlason hefur verið áhuga- maður um sögutengda útivist í fjöl- mörg ár og stofnaði gönguklúbbinn Vesen og vergang árið 2011. Uppáhaldsgöngu- leið: „Þetta er erfið spurning en Víkna- slóðir í Borgarfirði eystri er magnað svæði. Ég hef farið nokkrum sinnum, man ekki hve oft. Maður getur nefnilega alltaf farið nýjar leiðir.“ Hvenær byrjaðir þú að stunda sportið? „Ég byrjaði að ganga með ömmu, þá fimm ára gamall. Aðallega í Hvalfirði og í fjörunum og svo færði ég mig aðeins upp í fjall. Smátt og smátt fór ég svo að komast hærra en hún og þá fór ég mikið einn sem unglingur. Þegar strákarnir mínir urðu eldri fórum við að fara mikið saman og í fyrra tókum við Laugaveginn og Fimmvörðuháls til dæmis.“ Ætla aldrei að fylla út í buxurnar „Mér finnst aðalmálið að byrja ekki of skart og ætla sér ekki um of. Fólk verður að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góðir skór skipta eiginlega mestu máli og menn geta alveg verið í því sem til er heima, það þarf ekki að dressa sig upp í nýjasta nýtt úr úti- vistarbúðunum. Fínt að finna gamlar ullarpeysur uppi í skáp. Sjálfur gekk ég lengi í jakkafatabuxum af pabba. Svona buxur eru oft úr ullar- blöndu. Þessar voru dálítið útvíðar, en þá gyrðir maður bara sokkana yfir. Ég notaði svo snæri til að halda þeim uppi, mittið var alltof vítt. Markmiðið er að ná aldrei að fylla út í þær.“ Varist og gerið l Ekki byrja of skart l Góðir skór skipta öllu l Óþarfi að húrra sér út í næstu útvistarbúð og splæsa í heildress, nota það sem til er í skápunum l Forðast bómullarföt l Skilja gallabuxurnar eftir heima l Drekka vökva l Hafa með sér nasl, hnetur og súkkulaði, harðfisku, sviðasultu l Ekki fara út í óbyggðir í einhverja megrunarferð. Eitt epli er ekki nóg. Kjöraðstæður: Hægviðri. Slæmar aðstæður: Rok og rigning. Í sparibuxum af pabba með snæri um sig miðjan Hugrún Halldórsdóttir dagskrár- gerðarkona Uppáhalds; „Að ganga á Snæfellsjök- ul á bjartri sumarnóttu er eitt það magnaðasta sem ég hef gert á ævinni. Ég fór í mína fyrstu ferð á jökulinn síðasta sumar, í kringum sumarsólstöður og það þurfti nánast að draga mig niður. Mér fannst ég vera á annarri plánetu og get ekki beðið eftir að fara aftur, sem verður vonandi síðar í þessum mánuði. Ætli ég hafi ekki farið að ganga á fjöll um fimm ára aldurinn. Ég á samt ekki flekklausan feril að baki þar sem ég fékk vænan skammt af unglinga- veikinni og var svo illa haldin að ég faldi mig í miðri Esjugöngu með skólanum til að komast hjá því að ganga upp á topp. Ég óx sem betur fer upp úr því og fór aftur af stað um tvítugt. Góðir gönguskór eru númer eitt, tvö og þrjú. Þeir geta verið dýrir en þeir endast lengi og mér finnst það í raun fjárfesting í göngugleðinni. En það er líklega fátt sem dregur jafn mikið úr manni og sárir fætur. Annars er drífandi göngufélagi gríðarlega mikilvægur. Ég er sjálf svolítil B- manneskja og myndi örugglega liggja oftar í leti ef ég ætti mína ekki að. Þeir sem eru að leita geta til dæmis skellt sér í göngu með hópnum Ves- eni og vergangi sem er öllum opinn og auðfundinn á Facebook. Svo finnst mér alltaf mikilvægt að þjóta ekki milli staða. Göngur eru frábær líkamsrækt en ekki síður góðar fyrir andlegu hliðina. Þá þarf að staldra svolítið við, njóta náttúrunnar og hreina fjallaloftsins í góðum félags- skap hefur leyst margar flækjurnar í kollinum á mér.“ Ráð Hugrúnar l Góðir gönguskór l Drífandi göngufélagi l Gott að vera í gönguklúbbi l Ekki æða áfram milli staða l Njóta náttúrunnar góðir skór eru fjár- festing Í göngugleði Friðrika Hjördís Geirsdóttir, dag- skrárgerðarkona og útivistarfíkill „Ég elska fjallgöngur og væri helst til í að vera með bakpoka á fjöllum alla daga, eða allavega flesta. Það er eitthvað töfrandi við að sigrast á fjalli. Ég er uppalin undir Esjunni og byrjaði frekar snemma að lesa fjöll og ganga á þau, en byrjaði svo sem ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að ég eignaðist börnin mín. Síðan hef ég ekki getað hætt.“ Uppáhaldsgönguleiðin: „Ég á mér margar uppáhalds, en Esjan á alveg heima í þeim hópi. Hún er svo margbreytileg. Annars er ég mjög hrifin af Vestfjörðum og svo svæðinu kringum Landmanna- laugar. Skemmtilegast þykir mér samt að ganga jökla, ég er dálítið jöklasjúk. Öllu máli skiptir að byrja smátt og vera vel búinn. Góðir skór skipta höfuðmáli. Þegar færið er gott á fjöllunum í kringum Reykjavík finnst mér best að fara í utanvegahlaupa- skóm en fer svo í stífari skó þegar ég fer í jöklaferðir. Góður fatnaður er lykilatriði og mér finnst best að klæða mig í nokkur lög svo hægt sé að fækka fötum þegar á líður eða hlaða á sig ef veðrið versnar. Svo er nauðsynlegt að vera búinn að kynna sér gönguleiðina vel áður en farið er af stað og láta alltaf vita af sér. Maður veit aldrei hvað getur komið upp á. En ráð númer eitt er að byrja. Hamingjan hefst á einu skrefi.“ Ráð Rikku: l Að láta vaða og byrja l Góðir skór l Klæða sig í lögum l Kynna sér gönguleiðina vel l Láta vita af ferðum sínum Hamingjan Hefst á einu skrefi l Esjan l Heiðmörk l Elliðaárdalur l Viðey l Hengilssvæðið l Búrfellsgjá l Öskjuhlíð l Elliðavatn Nokkrar Góðar í reykjavík oG NáGreNNi l Rúsínur l Hnetur l Súkkulaði l Harð- fiskur l Bananar l Sviðasulta l Drekka nóg af vatni. Um að gera að nota það sem finnst í náttúrunni. l Heitt kakó l Kex l Flatkökur eða gróft brauð Nokkrar huGmyNdir að léttu Nesti THE DAISY COLLECTION Laugavegi 15 - 101 Reykjavík sími 511 1900 - www.michelsen.is Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is 7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R64 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.