Fréttablaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 116
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
01.05.16-
07.05.16
Aron CAn á
kortið
Tónlistarmaðurinn
Aron Can Gultekin
vakti tölu-
verða athygli í
vikunni þegar
hann gaf út
sitt fyrsta
mixtape og
tvö tón-
listarmynd-
bönd við
lögin Enginn
mórall og
Grunaður.
Fer bArA einhvern
veginn
Íslenski Eurovision-hópurinn er
sem stendur í Svíþjóð en Greta
Salóme tekur þátt fyrir hönd Íslands
í forkeppninni þann 10. maí. „Þetta
er bara svolítið þannig að keppnin
fer bara einhvern veginn, sama
hvað allar spár
segja,“ sagði
Greta í
viðtali við
Fréttablaðið
síðastliðinn
þriðjudag.
á ráðsteFnu
á vegum
FACebook
Þórunn Ant-
onía, stofnandi
Facebook-hópsins
Góða systir,
skellti sér til Kaliforníu á
dögunum í boði Facebook.
Þar úti talaði Þórunn á ráð-
stefnunni Mom 2.0 ásamt
tveimur konum sem einnig
hafa stofnað áhugaverða
Facebook-hópa.
hópur áhugAFóLks um
survivor
Raunveruleikaþáttinn
Survivor ættu flestir að
þekkja en sem stendur
er 32. sería af þættinum
í sýningu. Hópur Ís-
lendinga fylgist viku-
lega með þættinum
og spjallar saman á
sérlegri Facebook-
síðu sem stofnuð var
fyrir áhugafólk um
þáttinn.
A F V Ö L D U
M V Ö R U M
Í N O K K R A
D A G A
Í V E R S L U N
O K K A R
F A X A F E N I
5
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR
SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.
N Ý T T U
T Æ K I F Æ R I Ð
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
R Ý M U M T I L
F Y R I R
N Ý J U M V Ö
R U M
25–60%
A F S L Á T T U R
www.betrabak.is
„Það er náttúrulega bara klikkun,“
segir Selma Björnsdóttir hlæjandi
þegar hún er spurð að því hvernig
það sé að hoppa inn í sýningu þar
sem blandað er saman leiklist, dansi
og söng. Selma mun leika aðalhlut-
verkið í sýningunni Mamma Mia! í
Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðal-
leikkona sýningarinnar, Jóhanna
Vigdís Arnardóttir, heldur utan og
hleypur Selma því í skarðið. „Ég
hef nú hoppað inn í sýningar áður
þannig að ég ákvað bara að gera
þetta. Ég er náttúrulega líka gamall
ABBA-aðdáandi og er mikið að
syngja lögin með Regínu vinkonu
minni á árshátíðum og svona. Þann-
ig að ég er ekki ókunnug þessum
lögum en það var vissulega áskorun
að læra þetta allt á íslensku.“
Jóhanna Vigdís leikur aðalhlut-
verk sýningarinnar, Donnu, sem
flestir ættu að hafa séð stórleikon-
una Meryl Streep túlka í samnefndri
kvikmynd sem kom út árið 2008.
Sjálf var Selma hrifin af kvikmynd-
inni og tekur fram að Streep hafi
verið í miklu uppáhaldi hjá henni og
á Selma að sjálfsögðu nokkur uppá-
halds ABBA-lög. „The Winner Takes
It All og svo My Love, My Life sem
er kannski ekki þeirra þekktasta lag
en það er eitt af mínum uppáhalds.
Síðan finnst mér Gimme! Gimme!
Gimme! alveg hrikalega flott.“
Þó að Selma ætti að teljast þaul-
vön því að syngja hina ýmsu smelli
sveitarinnar og með allar laglín-
urnar á kristaltæru þá er sýningin
á íslensku og textar laganna þýddir
yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti
mér það markmið fyrir mánuði að
læra einn lagatexta á dag. Það er nú
ekki vanþörf á því þar sem Hansa
er með einhver níu sólónúmer og
dúetta,“ segir hún létt í bragði og
segir að fyrir sér liggi það beinast við
að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast
að byrja á lögunum því svo þarf að
bæta hreyfingunum ofan í þau og
þá þarf maður að kunna lögin ofsa-
lega vel. Þannig ég byrjaði á því að
fókusera á þessa íslensku lagatexta,
svo hreyfingarnar og svo tók ég
senurnar.
Ég fékk bara upptöku af sýning-
unni og er búin að liggja við tölvu-
skjáinn heima og með handritið.
Svo er ég búin að vera dugleg við
það að koma á sýningar og bæði
horfa úti í sal og svo elta Hönsu
baksviðs til þess að læra á ferðalagið
hennar þar.“
Hún segir bæði spennu og
stress fylgja því að stíga á svið og
tækla Donnu en Selma mun leysa
Jóhönnu af í næstu viku á meðan
sú síðarnefnda er stödd erlendis.
Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem
hún stígur á svið í sýningunni. „Það
er eins og ég segi, þetta er pínu
klikkun en svo er þetta líka gaman
og það er spenna í þessu öllu saman.
Það er eitthvert svona adrenalín-
kikk sem er skemmtilegt,“ segir
hún rétt áður en hún hleypur inn á
æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Þetta er náttúrulega
bara klikkun
Selma Björnsdóttir hleypur í skarðið í vikutíma fyrir Jóhönnu Vig-
dísi Arnardóttur í sýningunni Mamma Mia! Selma er aðdáandi
ABBA og kunni því flest lögin en hefur þurft að læra íslensku textana.
Ég FÉkk bArA
upptöku AF sýning-
unni og er búin Að LiggjA við
töLvuskjáinn heimA og með
hAndritið.
Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
7 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R68 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð