Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2015, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.12.2015, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 6 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 7 . d e s e M b e r 2 0 1 5 Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A S K Y R G Á M U R S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5. – 19. desember Sími 512 4900 landmark.is Dansað var í kringum jólatré á Árbæjarsafni í Reykjavík um miðjan dag í gær og glöddu þar íslenskir jólasveinar ungviðið. Uppákoman er hluti af jóladagskrá safnsins þar sem gestir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri um kassastykki og hvað sé list. 12-13 sport Getur Jose Mourinho bjargað starfinu sínu? 14 Menning Er meira fyrir sól og hita en vetrarstemningu. 22-25 lÍfið Fimm ungar mæður blogga um móðurhlutverkið. 28-30 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Veður Fárviðri skellur á sunnan- vert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður auk- inn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjó- koma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hrein- lega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka hönd- um saman og láta fólk vita.“ – sg Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir fárviðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. Landsbjörg hefur á að skipa um fjögur þúsund sjálfboðaliðum sem kallaðir verða út eftir þörfum. » alþingi Fjórir þingmenn minni- hluta í utanríkismálanefnd Alþingis leggja til nýja sátt um Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) með innleiðingu „írska módelsins“. Þingmennirnir rita Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, for- manni utanríkismálanefndar, opið bréf í Fréttablaðinu í dag. „Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – eins- og Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun,“ segir meðal annars í bréfi þingmannanna og tekið er fram að með nýjum lögum sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sé mögulegt að færa öll verkefni inn í ráðuneytið í sérstaka stofnun sem bera myndi nafn ÞSSÍ. „Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar.“ Einnig taka þau fram að Gunn- ar Bragi og Hanna Birna hafi nú tækifæri til að leiða deilur um ÞSSÍ til lykta án þess að slaka á óskum stjórnarliða. – gló / sjá síðu 14 Þingmenn vilja „írska módelið“ frakkland Allt útlit var fyrir stór- sigur Þjóðfylkingarinnar, stjórnmála- flokks Marine Le Pen, í fyrri umferð héraðskosninga í Frakklandi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Úrslit lágu þó ekki fyrir. Þá virtist gengi Repúblikanaflokks Nico- las Sarkozy sömuleiðis ágætt meðan Sósíalistaflokkur François Hollande Frakklandsforseta tapaði fjölda sæta. Útgönguspár lágu fyrir um klukk- an sjö í gærkvöldi. Þjóðfylkingin var með 30 prósenta fylgi, repúblikanar með 27 prósent og sósíalistar 22. Þetta er stórsigur fyrir Þjóð- fylkinguna sem áður stýrði ekki neinum héruðum og afhroð fyrir sósíalista sem stjórnuðu 21 af 22 héruðum. Um er að ræða fyrri umferð kosninga. Seinni umferðin fer fram þann 13. desember. Þá er allt útlit fyrir að í seinni umferð muni Repú- blikanaflokkurinn og Þjóðfylkingin heyja einvígi þar sem sósíalistar eru víðast hvar dottnir út og hvetja nú kjósendur sína að styðja frekar repúblikana. – srs Stefnir í stórsigur þjóðernissinna í Frakklandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.