Fréttablaðið - 07.12.2015, Page 10

Fréttablaðið - 07.12.2015, Page 10
 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Til hamingju, Þóra, með verðskuldaða tilnefningu til Fjöruverðlaunanna, bókmennta- verðlauna kvenna „Stílhrein og nístandi sár.“ V i g d í s G r í m s d ó t t i r „Bók sem breytir manni til hins betra.“ G u ð r ú n E v a M í n e r v u d ó t t i r „Mögnuð lesning og merkilega falleg, þrátt fyrir allan óhugnaðinn.“ S t e f á n B a l d u r s s o n „Mikil gjöf þessi bók!“ V i g d í s G r í m s d ó t t i r „Afar vel skrifuð, ótrúleg og erfið saga …“ Þ ó r u n n L á r u s d ó t t i r f Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Hryðjuverk Sigmar Gabriel, vara­ kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að Sádi­Arabía hætti að fjármagna Wahhabi­moskur víða um heim. „Í Þýskalandi koma margir öfgamenn, sem eru jafnframt taldir hættulegir, úr þessum samfélögum,“ sagði hann í samtali við Bild am Sonntag. Gabriel sagði að ekki mætti gera Sádi­Arabíu fráhverfa þar sem hún væri lykilríki við að binda enda á borg­ arastyrjöldina í Sýrlandi. „Á sama tíma verðum við að gera Sádum ljóst að við lítum ekki lengur undan.“  Frakkar hafa lokað þremur moskum í landinu frá því að hryðjuverkaárás­ irnar voru gerðar í París 13. nóvember. Í krafti neyðarlaganna sem sett voru í Frakklandi var moskunum lokað, níu handteknir og 22 settir í farbann. Þá hefur lögreglan gert húsleit á 2.235 heimilum, hneppt 232 í gæsluvarð­ hald og lagt hald á 334 vopn, þar af 34 þungavopn. Einn hæst setti ímam Frakklands, Hassan El Alaoui, sagði í samtali við Al Jazeera í síðustu viku að hann tryði því að allt að 160 moskum yrði lokað. „Af því að þær starfa án viðunandi leyfa og breiða út hatur,“ sagði hann. „Orðræða af þessu tagi ætti ekki einu sinni að vera leyfð í íslömsku ríki, hvað þá í landi á borð við Frakkland.“ Þá var gerð stunguárás í neðan­ jarðarlestarstöð í London í gær. Tveir særðust. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn, sem var handtekinn, mun hafa kallað „fyrir Sýrland“. stefanrafn@frettabladid.is Moskur undir smásjá Varakanslari Þýsklands krefst þess að Sádi-Arabar hætti að fjármagna Wahhabi- moskur. Ímam í Frakklandi telur að allt að 160 moskum gæti verið lokað. Michel Cadot lögreglustjóri og Christophe Descoms, yfirmaður fíkniefnadeildar, skoða vopn sem hald var lagt á í París fyrir helgi. NorDiCPhotos/AFP #YouAintNoMuslimBruv Vitni að stunguárásinni í Leytonstone heyrist kalla: „Þú ert enginn múslimi, bróðir“ (You ain’t no muslim bruv). Í kjölfarið fóru Bretar að nýta myllumerkið #YouAintNoMuslimBruv til að lýsa vanþóknun sinni á árásinni og skilja öfgamenn frá múslimum. Myllumerkið var það allra vinsælasta á Bretlandi í gær en á Twitter mátti sjá fólk skilja eftir skilaboð á borð við: „Til vitnisins sem kallaði #YouAintNoMuslimBruv, hann talaði fyrir hönd milljóna Breta og kom skilaboðunum á framfæri á andartaki,“ „#YouAintNo- MuslimBruv er fullkomið – ekta, innihaldsríkt og gerir lítið úr málstað hryðju- verkamanna,“ og „Undir öfgafullum og sorglegum kringumstæðum, vonarglæta skynseminnar. Myllumerki sem talar fyrir heila borg.“ 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N u d A G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.