Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2015 Þessa dagana er sýning á myndverkum barna af leikskólanum Grænuborg til sýnis á Skólavörðustígnum. Á undanförnum árum hefur jafnan verið efnt til sýninga á neðsta hluta Skólavörðustígs á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar en þessi hluti götunnar er gerður að „Sumargötu“ á sumrin sem merkir að bílaumferð er ekki leyfð um götuna. Myndir barnanna eru af margvíslegum toga en fólk er gjarnan áberandi í myndum barna á leikskólaaldri. Hér má líta nokkar myndanna sem valdar voru af handahófi og sýna þau form og litbrigði sem búa í barnshuganum. Sjón er sögu ríkari. Það er gaman að ganga um Skólavörðustíginn og virða barnateikningarnar fyrir sér. Börnin á Grænuborg skreyta Skólavörðustíginn

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.