Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2015
KR-síÐan
GETRaUnanÚMER
KR ER 107
KR vann FH í stórleik fyrstu
deildarinnar og fór á toppinn.
KR komst í efsta sæti úrvals-
deildar karla í knattspyrnu
með sigri á FH 3-1 í Kaplakrika
í tólftu umferð deildarinnar á
dögunum. KR er efst í deildinni
með 26 stig en FH í öðru sætinu
með 24 stig.
FH-ingar voru mun sterkari í
fyrri hálfleiknum og komust yfir
með marki frá Emil Pálssyni eftir
rétt rúmar tíu mínútur. Hólmbert
Aron Friðbjörgsson jafnaði fyrir
KR með marki úr vítaspyrnu
snemma í síðari hálfleiknum og
tveimur mínútum síðar kom Gary
Martin gestunum í 2-1. Óskar Örn
Hauksson bætti svo við þriðja
markinu áður en yfir lauk og 3-1
sigur KR niðurstaðan.
KR á toppnum
Það var oft heitt í kolunum í leiknum.
heitur matur
í hádeginu
og á kvöldin
taktu meÐ
borÐaÐu á staÐnum
eða
Alvöru matur
eða
Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr KR var með í U16
ára landsliðinu í körfubolta sem hélt til keppni í
Andorra á dögunum.
U16 ára landslið kvenna fór til Andorra á
sunnudag til að keppa í Evrópukeppni í C-deild.
KR-ingar eiga því sinn fulltrúa í liðinu en fyrstu leikir
Íslands voru 20. og 21. júlí á móti Möltu og Andorra.
Dagbjört Dögg í U 16
Dagbjört Dögg
Karlsdóttir.
Pavel Ermolinskij, Darri
Hilmarsson og Brynjar Þór
Björnsson hafa skrifað undir
nýja tveggja ára samninga við
Íslands- og deildarmeistara KR
í körfuknattleik. Þá er Snorri
Hrafnkelsson búinn að kvitta
undir samning sinn við félagið
en hann kemur til KR úr röðum
Njarðvíkinga.
Böðvar Guðjónsson varafor-
maður KKD KR segir samningana
vera fagnaðarefni því kjarni
Íslandsmeistara KR undanfarinna
tveggja ára sé saman til næstu
tveggja ára og eflaust lengur því
Helgi Már Magnússon er á sínu
öðru ári á samningi við félagið.
Mikil tilhlökkun er innan herbúða
KR fyrir komandi tímabili og
reikna má með að Mike Craion
verði einnig með liðinu á næsta
tímabili.
Áfram saman
í körfunni
Sigurreifir KR-ingar í körfunni.
KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í borðten-
nis allra félaga keppnistímabilið 2014-2015, 21
talsins. Næstir komu Víkingar með 18,5 titil. KR
vann langflesta titla í unglingaflokki, 14,5 talsins,
4,5 í flokki fullorðinna og 2 í öðlingaflokki. Í
fyrsta skipti í mörg ár vann KR flesta titla allra
félaga í meistaraflokki, 3,5 af 7 titlum. Alls var
keppt var um 49 Íslandsmeistaratitla 2014-2015.
Flesta Íslandsmeistaratitla borðtennismanna
vann Sigrún Ebba Tómasdóttir úr KR, 6 talsins.
Pétur Gunnarsson úr KR, vann 4 titla, eins og Kol-
finna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK. Sigrún og Pétur
unnu ferfalt í sínum unglingaflokki. Auk þess vann
Sigrún sigur í tvíliðaleik kvenna og var í sigurliði KR
í 1. deild kvenna.
KR átti líka flesta keppendur allra félaga á
borðtennismótum á keppnistímabilinu, 68 talsins.
Næst komu Dímon og Víkingur með 43 keppendur,
hvort félag.
Myndina af Sigrúnu Ebbu tók Finnur Hrafn Jóns-
son á EM unglinga 2013.
KR vann flesta Íslandsmeistara-
titla í borðtennis 2014-2015
Gólfdúkur skynsamleg, smekkleg og hagkvæm lausn
-léttur í þrifum -au›veldur í lögn -glæsilegt úrval
-fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.FLOORING SYSTEMS
hjarta heimilisins
Eldhúsi›
þægilegt andrúmsloft
Svefnherbergi›
alltaf jafn heimilislegt
Stofan
einfaldara ver›ur þa› ekki
Forstofan
hl‡tt og mjúkt undir fæti
Ba›herbergi›
SÍ‹UMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Heimilisdúkur, sígild lausn: Sérverslun me›
gólfdúk og teppi
www.kr.is