Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 11
Unnur Valdís Kristjánsdóttir ætlar að bjóða upp á Jóga Nidra t íma í Jógastöðinni Sólir í Örfirsey sem Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og viðskiptafræðingur starfrækir. Jóga Nidra er forn jógaástundun sem nýtur sívaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi og þá helst sökum þess hversu djúp og áhrifamikil slökunin er. Fólk er almennt farið að gera sér grein fyrir mikilvægi nærandi slökunar í alhliða heilsueflingu. „Ég hef fundið fyrir því að fólk sækir í Jóga Nidra til þess að losa um spennu og streitu sem er vaxandi fylgifiskur hraða nútímasamfélagsins. Nidra þýðir svefn en ólíkt svefni er Jóga Nidra fyrst og fremst meðvituð djúpslökun sem hjálpar okkur að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi“, segir Unnur í spjalli við Vesturbæjarblaðið. U n n u r h e f u r l e n g i h a f t áhuga á jógavísindunum og að hennar mati er jógaiðkun ein áhrifaríkasta leiðin til að næra sig og styrkja. Jógað losar um stíflur í líkama og huga, örvar framleiðslu á góðu boðefnunum og eykur jafnvægi. „Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum, segir Unnur. „Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Þá er gott að geta farið inn á við í nærandi djúpslökun til þess að efla og styrkja tengslin við okkar innri kjarna. Auk þess sem Jóga Nidra losar um streitu felur hún einnig í sér nærandi heilun og getur bæði virkað verkjastillandi og kvíðalosandi. Slökunarmáttur vatnsins er vel þekktur Unnur Valdís starfar sem vöruhönnuður. Hún hannaði meðal annars flothettuna sem notið hefur mikilla vinsælda í sundlaugum landsins undanfarið ár. Þess má geta að í samstarfi við Systrasamlagið á Seltjarnarnesi hafa verið haldin úti regluleg samflot í sundlaug Seltjarnarness. S a m f l o t e r u h u g s u ð s e m slökunarstund í vatni, þar sem fólk kemur saman til að njóta fljótandi slökunar í þyngdarleysi vatnsins. En hvernig kom hún til? „Flothettan varð til út frá hugleiðingum mínum um breyttar áherslur í heilsueflingu og þeirri hugmynd að tíðarandinn kalli á fleiri valmöguleika sem miða að ró og slökun. Slökunar- og endurnærandi máttur vatnsins er vel þekkt staðreynd og rannsóknir sýna að við það að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta um í þyngdarleysi á sér stað mjög mögnuð og góð slökun. Núna eru starfrækt Samflot í að minnsta kosti sjö sundlaugum víðs vegar um landið.“ Við tökum á mýktinni Unnur kveðst geta lofað ljúfum og nærandi Jóga Nidra tímum í Sólum í haust og vetur. „Við tökum þetta á mýktinni og látum af öllum metnaði og kröfum. Iðkunin fer fram að mestu í liggjandi hvíldarstöðu, umvafin í teppi og notalegheitum. Markmiðið er að eiga djúpa og nærandi slökunarstund. Eitthvað sem heimurinn þarf meira af,“ segir Unnur Valdís að lokum. 11VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2015 AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 Heimasíða: www.gbballett.is Netfang: gbballett@simnet.is Öll rúnstykki á 80 kr.stk Bergstaðastræti 13 - 101 Reykjavík - Sími 551 3083 - www.bernhoftsbakari.is Unnur Valdís býður Jóga Nidra í Jógastöðinni Sólir Unnur Valdís á floti með flothettuna sem hún hannaði.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.