Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 5
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965
---------------------------------- 3
,Klauf“. Þetta var rauf milli
Fyrir mörgum tugum ára gerð-
ist sérstæð og undarleg saga í fær-
eysku þorpi. Við skulum nefna
þorpið Hvalavík, en raunar heitir
það allt öðru nafni.
Stúlkurnar tvær, sem við skulum
nefna Brynju og Hjördísi, voru 18
ára að aldri. Þær voru nú á heim-
leið, ásamt flestum íbúum Hval-
víkur, frá Ólafsvökunni í Þórshöfn.
Þetta var í júlímánuði í lok nítj-
ándu aldar.
Brynja var fjörmeiri og glaðlynd
ari en Hjördís. Á leiðinni heim í
bátnum varð henni tíðrætt um út-
lendu sjómennina, sem hún hafði
hitt á þessari þjóðhátíð Færeyinga.
Fæstir, sem þekktu hana, lögðu eyr-
un við skrafi hennar. Seinna nög-
uðu menn sig í handarbökin fyrir
að hafa ekki gefið orðum hennar
betri gaum.
Dagana næstu eftir Ólafsvökuna
virtist móður Hjördísar hún eitt-
hvað undarleg í háttum, en hún
gat ekki gert sér fyllilega grein
fyrir á hvern hátt, Hún hafði átt
átján ára afmæli í næsta mánuði
á undan og við það tækifæri sagði
hún móður sinni, að hún ætti enga
ósk heitari en eiga þess kost að
komast til Kaupmannahafnar.
— Til Kaupmannahafnar? spurði
móðir hennar. — En það er alveg
útilokað, Hjördis mín. Hvað ætlar
þú að gera í Kaupmannahöfn?
— “feg get verið þjónustustúlka,
svaraði hún.
Nú á tímum eru margar færeysk-
ar stúlkur í ýmiskonar starfi í Kaup
mannahöfn, en í lok fyrri aldar
mátti það kallast einsdæmi. Næst-
um allan veturinn voru eyjarnar
einangraðar að heita mátti. Væri
ferðazt með póstskipinu „Laura“
tók ferðin 8 daga og var ærið kostn
aðarsöm; kostaði meira en Hjördís
gat unnið sér inn á tveim árum í
Hvalavík.
Hjördís og Brynja voru miklar
vinkonur, en eftir Ólafshátíðina
hittust þær oftar en nokkru sinni
fyrr. Eftir að vinnu var lokið að
kvöldinu settust þær hlið við hlið
í reykstofunni og hófu þá jafnan
mikið hljóðskraf. Eitt kvöld spurði
móðir Hjördísar hvað þær ræddu
svo mjög, þá svaraði hún:
— Við erum að tala um Kaup-
mannahöfn.
— Hættið þið nú þessum draum-
órum um Kaupmannahöfn, sagði
faðir hennar. Þið æsið hvor aðra
upp í þessari vitleysu og það er
ykkur ekki til góðs.
Þessu svöruðu stúlkurnar engu.
Nú leið vika, en þá spurði Brynja
móður sína, hvort hún mætti ekki
fara með Hjördísi til Aðalvíkur, en
þangað var um fjallveg að fara.
Oft og mörgum sinnum höfðu
stúlkurnar farið þessa leið, er for-
eldrar þeirra sendu þær til kaup-
mannsins í Aðalvík. Þær þekktu
svo að segja hvern stein á heiðinni
og svo á fjallveginum. Um þessar
mundir var engin verzlun í Hvala-
vík, og vinstúlkunum fannst það
góð tilbreyting að fara fótgangandi
þessa tólf kílómetra leið fram og
til baka. Vörurnar settu þær í bak-
poka. Þær voru báðar duglegar til
göngu og foreldrum þeirra fannst
ekkert athugavert við það, þótt
þær skryppu til Aðalvíkur.
Mæður þeirra skrifuðu á blað allt
það, er þær skyldu kaupa og svo
lögðu þær af stað um níuleytið að
morgni og kváðust mundu koma
aftur um sólarlag.
Það var í lok ágústmánaðar, er
þær héldu af stað til Aðalvíkur;
það var mikil veðurblíða, sól skein
glatt og ekki skýhnoðri á himni.
Seinni hluta dagsins dimmdi í
lofti með nokkru hvassviðri og
rigningu, en ekki átti það að hafa
neina hættu í för með sér fyrir
stúlkurnar, sem nauðþekktu leið-
ina.
Hjördís og Brynja komu ekki
heim um kvöldið. Faðir Brynju
sendi þá syni sína tvo að leita
þeirra klukkan átta um kvöldið.
Ágúst er svokallaður „ljósmánuð-
ur“ í Færeyjum. Þá sést alllangt til
allra átta um lágnættið.
Foreldrar stúlknanna voru þó
ekki uggandi um þær, svo teljandi
væri. Héldu, að annaðhvort mundu
þær hafa gist hjá kaupmanninum í
Aðalvík eða látið fyrirberast við
stóran stein á heiðinni. Mannýg
naut voru á þessari leið og bar
stundum við, að fólk flúði upp á
vörður eða stóra steina á leiðinni.
Líklega höfðu stúlkurnar leitað
upp á stóran stein eða klett.
Um morguninn komu bræðurnir
heim og sögðu þau tíðindi, að þeir
hefðu ekki fundið stúlkurnar. Þeir
hittu kaupmanninn í Aðalvík og
spurðu hann, hvenær stúlkurnar
hefðu haldið af stað heimleiðis.
— Þær hafa alls ekki komið hér,
svaraði kaupmaðurinn.
Foreldrar stúlknanna urðu nú al-
varlega hræddir um, að eitthvað
slys hefði hent þær á leiðinni til
Aðalvíkur, og nú tóku flestir þorps-
búar þátt í að leita að þeim. En
ekkert fannst, er benti til ferða
þeirra, hvorki þann dag né þann
næsta. Sýslumaðurinn kom siglandi
frá bænum handan fjarðarins og
hann lét hef ja skipulagða leit. Leitað
var um fjöll og dali, í fénaðarhús-
um og víðar, en einskis varð vart,
sem benti til, að stúlkurnar hefðu
verið þar á ferð.
Feður þeirra Hjördísar og Brynju
tóku sér ferð áhendur á fund land-
stjórans í Þórshöfn og tilkynntu
honum hvað skeð hafði. Hann átti
stóran sporhund, sem oft hafði
fundið ýmsa týnda muni, og nú
var farið með hundinn til Hvalvík-
ur, þar sem sett var fyrir hann flík,
sem Hjördís hafði átt, og hann lát-
inn þefa af henni.
Hundurinn rann út með strönd-
inni í þveröfuga átt við veginn til
Aðalvíkur, en þegar hann var kom
inn nokkur hundruð metra út fyrir
þorpið gat hann ekki rakið sporin
lengra.
— En Hjördís og Brynja fóru til
AðaMkur, sagði faðir Hjördísar,
— hvernig stendur þá á því, að
hundurinn fer þessa leið?
— Hefur nokkur séð til ferða
stúlknanna á leið til Aðalvíkur?
spurði lögreglumaður sá, er var
með hundinn.
Nei, enginn hafði séð til ferða
þeirra.
— Reynið að sýna hundinum
eitthvað, sem Brynja átti . . .
Um leið og hundurinn hafði þef-
að af pilsi, sem Brynja átti, hljóp
hann í sömu átt og rakti sporin til
hins sama staðar.
Staður þessi var kallaður
tveggja kletta. Þar var hægt að
lenda smábátum þegar vindur var
hagstæður við hinn venjulega
lendingarstað. En þessi lendingar-
staður var mjög sjaldan notaður,
því annarra leiða mátti leita í á-
landsvindi.
Fulltrúi héraðsdómarans, land-
stjórinn og sýslumaðurinn létu í
ljós sameiginlegt álit sitt, að stúlk-
urnar myndu hafa drukknað.
Straumarnir, sem eru mjög sterkir
við Færeyjar, hefðu svo borið lík
þeirra á brott, og það var harla ó-
líklegt, að þau fyndust nokkru
sinni.
— Eg get ekki fallizt á þessa
skoðun þína, mælti faðir Brynju
við sýslumanninn nokkrum dögum
síðar, en þeir voru góðir vinir. Það
er svo margt, sem ekki ber saman
í þessu máli. Eg hef skoðun á mál-
inu.
— Og hver er hún?
— Að stúlkurnar hafi verið
numdar á brott . . .
Faðir Brynju sagði mörgum í
þorpinu frá grun sínum. Foreldrar
Hjördísar veittu því athygli, að
hún var mjög breytt eftir Ólafs-
vökuna. Hún talaði oft um það, að
hún vildi fara til Kaupmannahafn-
ar. Hún sá fram á, að foreldrar
hennar mundu alls ekki hjálpa
henni til þessa. Kannski hafði hún
hitt ungan sjómann á Ólafsvökunni,
sem vildi taka hana með sér til
Hafnar. Hún hafði trúað Brynju
fyrir leyndarmálinu og svo mundi
þá sjómaðurinn hafa sótt þær báð-
ar í Klaufina á fyrirfram ákveðn-
um tíma. Reyndist þetta rétt til-
gáta, væru þær nú báðar á leið til
Kaupmannahafnar.
Lögreglan í Þórshöfn tók nú
þessa hlið málsins til athugunar,
en það kom brátt í ljós, að ekkert
skip hafði farið frá Færeyjum á-
leiðis til Kaupmannahafnar síðasta
hálfan mánuðinn. Síðasta skipsferð
til útlanda var með skonnortu til
Kristianssand í Noregi en hún fór
þrem dögum fyrir Ólafsvökuna.
Var nú farið að bera saman bæk-
urnar um hátterni stúlknanna með-
an á hátíðahöldunum stóð. Kom þá
á daginn, að þær höfðu báðar dans-
að við erlenda sjómenn, Hjördís
nokkra dansa við norskan togara-
skipstjóra og Brynja einn dans við
danskan stýrimann. Nú voru þess-
ir menn farnir á sjó, en er þeir
komu í höfn voru þeir spurðir
spjörunum úr. Þeir gátu ekki gefið
neinar upplýsingar, er á nokkurn
hátt skýrðu málið. Raunar játaði
stýrimaðurinn, að hann hefði stung
ið upp á því við Brynju, að hún
skyldi fara til Kaupmannahafnar,
og seinna innti hann enn að þessu
og var þá Hjördís einnig viðstödd.
Feður stúlknanna héldu nú heim
til Hvalavíkur við svo búið. Þá
hafði Kjartan, bróðir Brynju, kom-
ið með nýja tilgátu um hvarf stúlkn
Hj ördís
og
Brynja
SAGA FRÁ FÆREYJUM
.40«n—40 |»Q|>I« -Ka.i