Brautin


Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 10

Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 10
8 JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 Indverski spámaðurinn í eftirfarandi grein segir tennisleikarinn Gunnar Sjö- wall frá atburði, sem fyrir hann kom í Indlandi. Síðustu geislar kvöldsólarinnar settu rauðleitan blæ á rykið á göt- unum í Delhi. Skröltið í uxakerrun- um og köll torgsalanna voru þögn- uð, þess í stað komu nú skrækirn- ir frá stórum hópum af grænum páfagaukum, sem flugu yfir húsa- þökunum. Uminn af allskonar kryddi og soðnum hrísgrjónum lagði um hin- ar þröngu götur, rann þar saman við þefinn af kúamykju og frá opn- um skólpræsum, þetta ásamt reyk- elsisilminum frá hinum mörgu hof- um myndaði þann þef, sem er svo einkennandi fyrir indverska bæi og borgir. Frá veitingahúsunum bárust veik ir tónar indverskra laga . . . Eg og Finnur vinur minn vorum nýgengnir út af hótelinu til að líta á Indland í fyrsta sinn. í gærmorg- un vorum við í Oslo. og nú . . .? Fólkið, ljósin lyktin, hávaðinn og hinn þrúgandi hiti, allt var þetta framandi fyrir okkur. Forvitnir og eftir'æntingarfullir gengum við Lóðsinn, sem aldrei fékk kaup. Frh. af 7. síðu. fylgdi Brindle árið 1871 stundaði Jack þetta starf nótt sem dag þar til í apríl 1912. Þá hvarf hann eins skyndilega og honum skaut upp. Trúlegt þykir, að hann hafi aldurs síns vegna fallið frá eða þá að ein- hverjir óvinir hans hafi orðið hon- um að bana Og þar sem hann. hafði ekki neinn til að taka við af sér, var hans sárt saknað af þúsundum sjómanna. Á ströndinni nálægt Wellingion hafa þakkláív' sjómeni, útgerðar- menn og farþegar icist honum minn ismerki, seru a er skráð hin ein- stæða saga þessa bja-g'-ættc.v og \:r ar sjómannarna á bessum stór- ha-bulegu siglingaleiðurn. Hans sem ai taf beið þe;rra, hvernig scn. veðrið var, i vort sem vr; sólbjart- tir sumariiju: eða vettar illviðri gnsnðu. Hon. m treysíu. þeir fyrir ’if sínu í stórsjó og stornn og hrrnn fcrási þeim í .'drei. niður Chandi-Chawk, silfurgötuna, götu, sem lítið hefur breytzt frá því að Marco Polo gekk um hana. Allt í einu stóð maður fyrir fram an okkur. Hann var með sítt og flókið hár og skegg, skinhoraður, klæddur í tötra og hafði smurt and- litið með hvítum leir. Hin djúptliggj andi augu hans glóðu sem væri hann með hitasótt. Þegar við ætluðum að víkja fram hjá honum, sagði hann: — — Sahib, ég skal spá. fyrir yður! Fyrir aðeins fimmtán rúpíur skal ég segja fortíð yðar og framtíð. Eg leit á Finn. Myndugleikinn í rödd mannsins og eldurinn í aug- um hans höfðu lamandi áhrif á mig. Finni hefur verið líkt farið, því hann hvíslaði að mér: — Láttu hann bara spá, það get- ur ekki verið hættulegt. En prútt- aðu, fimmtán rúpíur er of mikið, segðu tíu. — Tíu rúpíur. — Eg skal spá fyrir yður, en fyr- ir fimmtán rúpíur. Þetta hljóðaði eins og skipun. — Fimmtán rúpíur fyrir að segja fortíð og framtíð. Af einhverjum ástæðum gat ég ekki sagt nei. — Allt í lagi, fimmtán rúpíur. Mér fannst ég sjá sigurglampa í glóðinni í .augum hans, líkt og hann hugsaði: Hve litlir karlar eru þessir hvítu menn, hversu lítið vita þeir, þrátt fyrir alla sína tækni og vél- ar. — Réttu mér hendina. Svo undarlegt, sem það virðist, var eins og ég fengi rafstraum, er hann tók í hönd mína. Hann stóð þögull nokkra stund. Svo byrjaði hann að tala. Hann sagði hvað ég hét, hve gamall ég var, hvað foreldrar mínir og syst- kini hétu, hvort þau voru á lífi eða dáin. Hann sagði frá löngu liðnum atburðum úr lífi minu. Allt var rétt. Finnur, sem er blaðamaður, skrif aði allt þetta af miklum áhuga í vasabók sína. Þessi ókunni maður talaði eins og hann hefði þekkt mig allt mitt líf. Hann nefndi atburði, sem ég var alveg búinn að gleyma. Það kom einhver óhugur í mig og ég bað hann að hætta. Eg hafði enga löngun til að vita neitt um framtíðina. Hann leit á mig og brosti. — Þér þorið ekki, sahib? Þér skiljið, að ég veit framtíð yðar, og ég skil, að þér viljið ekki vita hana. Hvers virði er lífið ef menn vita allt? Eg skal hætta, en til þess að þér sjáið síður eftir þessum fimmt- án rúpíum, skal ég segja yður svo- lítið. Finnur skrifaði af áfergju. — Hinn 20. janúar munuð þér fá bréf. (Þetta skeði 5. desember). Bréfið er frá konu, hún heitir Elísa- bet og býr í Madrid. í bréfinu verð- ur mynd af henni . . . Þér verðið 89 ára gamall, og einhvern tíma munuð þér erfa 40.000 pund. Hann snéri sér við og hvarf í fólksmergðina. Finnur og ég litum hvor á ann- an, svo fórum við að hlægja. Við fórum aftur til hótelsins og fengum okkur öl á barnum. Næsta dag höfðum við gleymt þessu, en það var allt skráð í vasabók Finns. Á næstu vikum lékum við tenn- is í Amritsar, Lucknow, Allahabad og Calcutta, og hugsanir okkar voru víðs fjarri spádómum, þegar við hinn 20. janúar vorum staddir í Bombay. Snemma um morguninn þennan dag sat Finnur og blaðaði í vasa- bók sinni. Hann átti að senda blaði sínu grein og leitaði í bókinni að einhverju til stuðnings við samn- ingu greinarinnar. Allt í einu kall- ar hann: — Gunnar, í dag átt þú að fá bréf. Síðan las hann upp allt, sem hann hafði skrifað um spádóminn í Delhi. Með nokkurri eftirvænt- ingu fór ég niður í afgreiðslu hót- elsins og spurði eftir pósti til mín. Hann var enginn. Um kvöldverðar- leytið var ekkert bréf komið, og þegar við klukkan um 10 um kvöld ið sátum í veitingasalnum og ekk- ert bréf var enn komið, sagði ég Finni hreint út, -hvað ég áliti um indverska spámenn og eyðsluna á mínum dýrmætu rúpíum. Eg komst í gott skap aftur ,er við lentum í spjalli við skemmtilegan Englending, sem bauð upp á drykk. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að það er vandkvæðum bundið að fá áfenga drykki í Bombay, það er varla á meira en 10—15 stöðum, svokölluðum permit rooms, sem á- fengi fæst og þangað fá ekki að koma nema þeir, sem aðgangskort hafa. Þau höfðum við ekki, en það hafði hinn enski vinur okkar. Við fórum á einn þessara staða. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tólf, stóð Finnur upp og sagðist ætla að drekka skál indv- erskra spámanna, áreiðanlega til að ergja mig. Það var nú orðið al- veg augljóst, að ég myndi ekkert bréf fá þennan daginn. Um leið og ég stóð upp, var klappað á öxlina á mér. Eg snéri mér við og sá fyr- ir mér brosandi andlitið á Roger Becker. Becker var enskur tennis- leikari, sem ég hafði kvatt í Cal- cutta. Hann hafði verið sjúkur og ætlaði því að fara heim til Eng- lands. Þó stóð hann nú hér okkur öllum til úndrunar. Hann sagði, að flugvélin hefði millilent í Bombay. Hún átti ekki að stanza nema 20 mínútur, en vegna smá bilunar mundu það verða nokkrir klukku- tímar þar til hún færi aftur. Far- þegarnir höfðu því getað skroppið inn í borgina stutta stund. Af hreinni tilviljun hafði hann lent á þessum stað og mikil var ánægja hans yfir að hitta okkur og þá sér- staklega mig og ástæðan fyrir því var þessi: í Calcutta hafði hann verið beð- inn fyrir bréf til mín. Ætlazt var til, að hann póstlegði það á flug- stöðinni í Bombay, svo ég fengi það sem fyrst. Því hafði hann gleymt og fyrst þegar hann sá mig mundi hann eftir bréfinu, og nú þótti honum ánægjulegt að geta fengið mér það persónulega. Finni svelgdist á sopanum, og klukkan 23,58 hinn 20. janúar opn- aði ég bréfið með skjálfandi hönd- um. Það var frá Madrid, frá stúlku sem hét Elísabet og úr skjálfandi höndum mínum datt mynd af henni á gólfið. Spámaðurinn hafði haft rétt fyr- ir sér. Nú bíð ég bara eftir þessum 40 þúsund pundum og þar sem ég á að verða 89 ára gamall, get ég vel beðið nokkra stund enn. FÓLKSBÍLL TIL SÖLU. Vil selja Opel Record, mjög fallegan, vandað- an og vel með farinn fólksbíl. Jóhann Pálsson.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.