Brautin


Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 13

Brautin - 15.12.1965, Qupperneq 13
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 11 VESTMANNAEYJA tungu á Síðu. Móðir Þórarins ís- leifssonar var Ragnhildur Stein- grímsdóttir frá Hnappavöllum. Móðir Ragnhildar Þórarinsdóttur var Katrín Þórðardóttir bónda Jóns sonar fálkafangara á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og Ólafar Beinteinsdótt ur lögréttumanns Ingimundarsonar frá Litlalandi. Ragnhildur Þórarinsdóttir og Gísli Engilbertsson gengu í hjóna- band á jóladag 1869. Þá klæddist Ragnhildur hinum fögru brúðar- klæðum sínum, sem hún hafði saumað sér í þessu skyni árið áð- ur (1868). Þau eru því nærfellt 100 ára. Ragnhildur Þórarinsdóttir var ástrík eiginkona og móðir, stjórn- söm og hreinlynd, — drengur góð- ur, eins og sagt er um eina kunn- ustu bóndakonu sunnanlands. Hún var vinnusöm og ósérhlífin. Hún var orðlögð hannyrðikona, sem ná- grannakonur og kunningjakonur ráðfærðu sig oft við, er þær vildu Messur í Landokirkju um hófíðarnar: Aðfangadag kl. 18. Séra Jóhann S. Hlíðar Jóladag kl. 14. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Jóladag kl. 17. Séra Jóhann S. Hlíðar. 2. jóladag kl. 14. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Gamlárskvöld kl. 18. Séra Þorsteinn L. Jónsson. Nýársdag kl. 14. Séra Jóhann S. Hlíðar. K. F. U. M. oq K. Hin venjulega jólatrésskemmtun K. F. U. M. og K. verður fyrstu helgina eftir áramót. BETEL. Samkomur um hátíðarnar verða sem hér segir: Aðfangadagur kl. 6. Báða jóladagana kl. 4,30. Gamlárskvöld kl. 6. Nýársdag kl. 4,30. Sunnudaginn 2. janúar 1966 verð ur jólatrésfagnaður sunnudagaskól- ans kl. 2 fyrir 6 ára og yngri og kl. 8 fyrir 7 ára og eldri. AÐVENTKIRKJAN Aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 23,00. Söngsamkoma — fjöl- breyttur söngur. Jóladag kl. 2. Samkoma. Nýársdag kl. 2. Samkoma. Mikill söngur. — Allir velkomnir. vefa nýtt mynstur eða sauma. Ekki þarf að lesa mörg kvæði Gísla verzlunarstjóra Engilberts- sonar til þess að fá á tilfinninguna hið ánægjuríka hjónaband og heim- ilislíf þeirra hjóna á Tanganum. Þau ólu börn sín upp í siðavendni og guðsótta. Eg fullyrði, að þess uppeldis barna þeirra hafi fólk hér í Eyjum notið vel og lengi, þar sem börn þeirra hafa lifað og starfað hér til elliára í hópi nýtustu og beztu borgara og þjóðfélagsþegna. Byggðarsafnsnefnd færir frú Þór hildi Þorsteinsdóttur alúðarþakkir fyrir átthagatryggðina og ræktar- semina, er hún ánafnaði Byggðar- safninu brúðarbúninginn, sem hún erfði eftir ömmu sína, enda dvaldi hún hjá afa og ömmu um skeið á bernsku- og æskuárunum. Þ. Þ. V. MYNDIN í HORNINU AF VESTMANNAEYJAHÖFN Þar liggja um 50 vélbátar við festar. Myndin mun tekin á árun- um 1920—1925. Básaskerið sézt vel á myndinni, þar sem Básaskersbryggjan stend- ur nú með skerið að undirstöðu. Bryggjan var í byggingu fyrir og eftir 1930. — f Skildingafjörunni vestan við Básaskerið og klappirn- BRUNNDÆLUR: Brunndælan til vinstri var lengi á brunnlogi við Aust- ar, þar suður af, gengur fram tré- urbúðina. Regnvatninu af búðarhúsinu var veitt í vatnsþró, og síðan var bryggja. Þarna var útgerðarstöð Þv* úælt upp í fötur. Leggurinn hefur reynzt of stuttur. Þá var ekki verk- Gísla Magnússonar, útgerðarmanns. tæknin hér á því stigi, að skeytt yrði við járnlegginn með járnpípubút — Bygging er hafin á Flötum og °S hólk, eins og Adólf eða Sigursteinn myndu gera nú. Nei, legginn varð beinamjölsverksmiðja G. J. J. sést að lengja með tréstokk.. — Brunndælan.til hægri er af brunni eða vatns- á myndinni (byggð 1913, nú Fiski- þró, sem var við Lyfjabúðina. Líklega hefur Sigurður lyfsali, skáld frá mjölsverksmiðjan). Til vinstri við Arnarholti komið á þessari tækni fyrst hjá sér. —Okkur er ekki kunnugt miðja mynd er Tangabryggjan. um fleiri brunndælur hér frá gömlum tímum, þó að þær kunni að hafa Hún er nú undir austasta hluta verið fleiri. Algengast var að ná vatninu úr brunnunum með fötu og Básaskersbryggjunnar. — Satfisk- kaðalspotta. breiður sjást suður um Eyju.

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.