Brautin - 15.12.1965, Page 19
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965
17
ÖRNEFNI
Framhald af síðu 9.
Klemuseyri, „eftir konungsverzlun
arkaupmanni einum, er á að hafa
bætt dálitlu ofan á hana til vernd-
ar höfninni.“
Hið forna heiti eyrarinnar hefur
verið ,,Hörgeyri“. í Ólafssögu
Tryggvasonar segir frá því, er þeir
Hjalti og Gissur komu hingað árið
1000, hafi þeir lagt skipi sínu við
Hörgeyri og skotið þar á land
kirkjuviðnum. Þar voru áður hof
heiðingja og blótskapur mikill.
Brutu þeir það allt niður “ Vera
má að þessi sögn heiðingja á Hörg-
eyri sé sönn og nafn eyrarinnar
megi til þeirra rekja, en hún kann
að hafa myndazt af sennilegri get-
gátu af nafninu, sem vel má vera
af öðrum hörgum til komið en blót
hörgur merkir fleira en heiðinn
bæjarnafnið ,,Hörgsholt“ segir
prófessor Ólafur Lárusson: „Orðið
hörgur merkir fleira en heiðinn
helgidóm, t. d. þúfu, litla hæð, grjót
hrúgur, (og m. fl. sbr. ísl. orðabæk-
ur) og er því ekki víst, að hörgs-
nöfnin séu ávallt minjar gamallar
guðsdýrkunar.
Svo virðist að til þess hafi verið
stofnað með „Klemuseyrarnafninu"
að það yrði alls ráðandi, en Hörg-
eyrarnafnið hyrfi úr málinu, en það
örnefni hefur furðanlega haldið
velli. Árni Magnússon segir svo um
árið 1700 í Chorographica Island-
ica: „Hörgeyri meinast að hafa
heitið í Vestmannaeyjum eyri sú,
er nú kallast Klemuseyri, liggur
norðan við voginn, nokkru innar
en þvert yfir frá Skanzinum.“
Þangtekja var talin meðal hlunn-
indajarða hér, og árið 1896 er þang
fjörunum skipt milli jarðanna. Kom
þá í hlut Vilborgarstaðajarðanna
eftir talin svæði: „Hörgeyri með
Löngu og Löngufjörum að Litlu-
Löngu.“
Að lokum skal þess svo getið, að
á uppdrætti landmælingardeildar
herforingjaráðsins danska, frá ár-
inu 1905, er eyrin nefnd „Hörgeyri"
og hefur það örnefni haldizt síðan.
S. Ó.
Hljómur hlukhnanna
sigraði
Páskadagsmorgun rann yfir Feld-
kirch, lítið fjallaþorp rétt innan við
vesturlandamæri Austurríkis. Þetta
var árið 1799. Þegar þorpsbúar
vöknuðu, urðu þeir þess áskynja sér
til mikillar skelfingar, að franskur
her var kominn að útjöðrum þorps
ins grár fyrir járnum.
Fyrirmenn þorpsins skutu þegar
á fundi. Nokkrum vikum áður
hafði her Napoleons reynt að taka
þorpið, en orðið frá að hverfa. Nú
voru þeir komnir aftur með mik-
inn liðsauka. Þorpið var mikilvægt,
því að frá því mátti ráða yfir leið-
inni yfir Albergskarð, leiðinni inn
í hjarta Austurríkis. Nú voru góð
ráð dýr. Feldkirch gat ekki staðist
þessum öfluga her snúning. Áttu
þeir nú að draga hvíta fánann að
hún og gefast upp fyrir óvininum
þennan páskadagsmorgunn?
En þá tók yfirpresturinn til orða:
— Þetta er páskadagur, sagði hann,
skjálfandi röddu. — Við höfum ver
'ð að kanna mátt vorn, og máttur
-'or kemur frá guði. Þetta er upp-
risudagur drottins vors. Vér þurf-
um að eiga eina sigurstund. Látum
því að minnsta kosti hringja klukk-
um í tilefni páskanna
Brátt bárust öflugir kirkjuhljóm-
arnir frá fjórum kirkjuturnum út í
svalt morgunloftið. Hæðirnar og
dalirnir kváðu við af bergmálinu.
Og niðri í dalnum, þar sem franski
herinn var að koma sér fyrir, ríkti
mikil undrun. Masséna, hershöfð-
ingi Frakkanna, sem réði yfir 18
þúsund manna liði, krafði menn
sína sagna um, hvernig stæði á
þessari klukkna hringingu í Feld-
kirch. Hvað hún ætti að þýða.
Menn hans athuguðu málið.
— Jú, austurríski herinn hlýtur
að hafa komið í nótt til að leysa
borgina úr umsát. Við getum ekki
lagt í þá tvísýnu að reyna að taka
hæðina. Það gæti orðið dýrt. Hers-
höfðinginn féllst á þetta sjónarmið,
og gaf skipun um að fella tjöld.
Áður en klukknahljómurinn var
dáinn út, voru Frakkar horfnir frá.
Sögurit herma aðeins, að áhlaupi
Frakka á Feldkirch hefði verið
„hrundið“. En þjóðsagan um þenn-
an atburð er litríkari. Hún — sú
saga, sem hér er sögð — skýrir frá
því, hvernig páskaklukkurnar forð
uðu kyrrlátu fjallaþorpi undan
brandi Napoleons.
Óskum starfsmönnum okkar
og viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Veslmannaeyja-Bíó
Samkomuhus Veslmannaeyja h. I.
BEZTI SKERFURINN
TIL HEIMILISBÓKASAFNSINS.
Ritsafn Gunnars Gunnarssonar,
Land og lýðveldi,
íslenzkar bókmenntir í fornöld,
Kvæði og dansleikir,
Lýðirog landshagir,
Helztu trúarbrögð heims,
Surtsey,
Nótt í Lissabon,
Tvö leikrit - Jökull Jakobsson.
Alfræðisafn AB:
Fruman — Mannslíkaminn.
HAFIÐ ÞÉR KYNNT YÐUR KJÖRINP
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ.
UMBOÐ AÐ FAXASTÍG 14. — SÍMI 1605.
TILKYNNING
FRÁ LÖGREGLUNNI:
Leyfi fyrir áramótabrennum verða
veitt á lögreglustöðinni frá 26. til
31. þ. m.
Lögreglan.