Brautin


Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 20

Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 20
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 18 Fró Mdjéloginu Faxo Laugardaginn 2. október s. 1. var stofnuð skátasveit eldri skáta, sem ber heitið „St. Georgs-skátaregl- an.“ Stofnendur voru 87. Tilgangur þessa skátafélags er sá, að veita yngri skátum leiðbeiningar og að- stoð eftir mætti og að starfa í aiida skátahreyfingarinnar, einnig að vinna að hjálp og aðstoð við þá, sem einhverra orsaka vegna eru fátækir eða hjálparþurfi og að gera öðrum, sem bágt eiga eitthvað til stuðnings. í St. Georgs-skátaregl- unni eru flestir af áður starfandi skátum innan Faxa og rifja nú upp starf sitt að nýju og vinna að hug- sjón skátahreyfingarinnar . í stjórn sveitarinnar eru: Séra Jóhann S. Hlíðar, form. Guðný Gunnlaugsdóttir, varaform Halldór Svavarsson, gjaldkeri. Júlíus G. Magnússon, ritari, og meðstjórnendur: Ólafur Oddgeirs son, Hafsteinn Ágústsson og Ása Ingibergsdóttir. Sunnudaginn 17. október s.l. var haldinn aðalfundur Skátafélagsins Faxa, og skipa stjórnina eftirtaldir skátar: Jön Ögmundsson og Halldór Ingi Guðmundsson, félagsforingjar, Guð jón Bergur Ólafsson gjaldkeri, Bjarni Sighvatsson, ritari. Innan Skátafélagsins Faxa starfar Hjálp- arsveit skáta og er markmið henn- ar að veita hjálp í neyðartilfellum. Sveitarforingi Hjálparsveitar skáta er Örn Bjarnason, læknir, og er hann einnig þjálfari og leiðbein- andi. Einnig er starfandi Sjóskátasvgit og ber hún nafnið „Öldungar" og er tilgangur sveitarinnar sá að efla sjómennsku og þekkingu skáta á ára- og seglbátum. Sveitarforingi hennar er Jón Ögmundsson. Skátafélagið Faxi vill einnig geta þess, að innan félagsins er minn- ingarsjóður, sem ber nafnið Minn- ingarsjóður Bergs Magnússonar Skátafélaginu Faxa. Skátar hafa ætíð stutt þennan sjóð og einnig velunnarar Faxa. Sjóðurinn hefur minningarspjöld og vill stjórn Faxa geta þess, að minningarspjöld sjóðs ins eru hjá Júlíusi Magnússyni, Hólagötu 22, en hann sér um sjóð- inn. Skátum og öðrum er bent á, að ef þeir vilja styðja þennan sjóð, snúi þeir sér til Júlíusar Magnús- sonar. Tilgangur þessa minningar- sjóðs er sá að styrkja og hjálpa skátum, sem einhverra orsaka vegna þurfa aðstoðar og styrks, t. d. vegna læknishjálpar. Sjóðurinn er hjálparsjóður skáta. V es tmannaey ingar! athugið: Ennþá cr nokkrum geymsluhólfum i geymsluhólfadeild bankans óráðstaf- að. Hólf þessi eru mjög hentug til varðveizlu á vejðbréfum, skjölum og öðrum slikum verðmætum. — Lyklar að hólfunum eru í vörzlu leigjenda sjálfra. ÁRSLEIGA KR. 75,00 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS 2324 2324 Verzlunin Bldfell auglýsir t Alli á Íólaborðið Kindakjöt, Gæsir, Súpukjöt, Rjúpur. Læri, Hryggir, Kótelettur, Fjöibreytt úrval af Lærissneiðar, kertum, falleg- London-lab, Svið, um og ódýrum: Hangikjöt: Jólakerti, Læri, Sterinkerti, Frampartar, Antikkerti, Hangirúllur, Skrautkerti, Svínalæri, Veizlukerti, Svínakótelettur, Snjókerti, Svínahamborgari, Kongaljós, Nautakjöt , Altariskerti. ÁVEXTIR: Epli/ Appelsínur, Bananar, Vínber, Sítrónur. Stórkostlegur afslóttur, ef keypt er í heilum kössum. Öl og gosdrykkir. Brauð. ' Álegg. Sendum um alían bæ! Munið, að símanúmerið er 2324. Venlunin Blnfell 2324 2324 a

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.