Brautin - 15.12.1965, Side 11
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965
9
SIGURÐUR ÓLASON:
ORNEFNI
Vestan og sunnan undir Heima-
kletti eru tvö einkennileg örnefni:
„Litla-Langa“ og „Stóra-Langa“.
Þetta eru óvanaleg örnefni og því
væri ekki úr vegi, að reyna að
kynna sér eftir föngum, af hvaða
rótum þau kunni að vera runnin.
Séra Brynjólfur Jónsson segir, að
Langa sé „hamar einn í sunnan-
verðum Heimakletti", en skilgrein-
ing séra Jóns Austmanns er aftur
á móti þannig: „Norðan megin við
skipaleguna, vestanhalt við „Klem-
useyri“ kallast Langa — sem er
mjó, grasivaxin torfa frammeð
Heimakletti að sunnan, og er þar
stundum haft fé um tíma, sem
flytjast á í úteyjar." — Hér er senni
lega átt við það, sem nú er kallað
„Stóra-Langa“ og grasbrekkan, sem
um er getið, er svarta foksandsskrið
an, sem nú blasir við. Þar var áð-
ur fögur, staksteinótt grasbrekka
vaxin baldursbrá, en grassvörður-
inn eyðilagðist þegar Hörgeyrar-
garðurinn var byggður, af grjóti,
sem sprengt var úr Hettu.
Ekki gera prestarnir tilraun til að
skýra örnefnin nánar, en það ger-
ir Sigurður Sigurfinnsson, hrepp-
stjóri í ritgerð sinni 1913. Kemst
hann að þeirri niðurstöðu þar, að
upphaflega örnefnið — nafnorðið
— sé glatað, en orðin — Litla —
Stóra — Langa — hafi verið notað
með því, sem lýsingarorð. Til skýr-
ingar þessu bendir hann á, að þarna
hafi áður verið mikið þurrlendi,
grasi gróið vestur með Stóru-
Löngu og alla leið inn að Hlíðar-
brekkum, sem nefnt hafi verið t. d.
Litla-, Stóra- eða Langa-„Brekka“,
„Flöt“, „Fit“, „Grund“ o. s. frv. —
Eftir að uppblásturinn og sjógang-
urinn höfðu eytt öllu undirlendinu
og það allt horfið norðan við vog-
inn, hafa örnefnin og eiginnöfnin
gleymst, en fyrri lýsingarorðin þrjú
(Litla-Stóra-Langa) haldizt, og hafi
svo á seinni tímum af þessum lýs-
ingarorðum myndazt núverandi ör-
nefni — „Litla-Langa“ og „Stóra-
Langa“
Hér að framan kemur fyrir ör-
nefnið „Klemuseyri". Þetta ör-
nefni má sennilega rekja til áhrifa
kirkjunnar, sem byggð var á þess-
um slóðum árið 1000, en kirkja
þessi var helguð Klemenz páfa og
nefnd Klemenz-kirkja. Þetta heiti
á eyrinni hélzt síðan að mestu um
aldaraðir og allt fram undir eða
um s. 1. aldamót. Tilraun hefur
verið gerð til að skýra nafnið á
annan hátt t. d. í Sögu Vestmanna
eyja: Klemuseyri er og eyrin nefnd
í bréfi 14. febrúar 1830 frá hafn-
sögumönnunum á eyjunum, og virð
ist þáð hafa verið algengasta nafn-
ið. Klemusnafnið halda sumir að
dregið sé af nafni kaupmanns eins,
er hér var. Það gæti og verið kennt
við eyjamenn, þá Klemens Jónsson
t. d. er hér var nefndarbóndi seint
á 17. öld, eða Klemens Guðmunds-
son bónda hér fyrir miðja 17. öld“.
Sigurður Sigurfinnsson, hreppstj.,
segir, að eyrin hafi verið nefnd
Frh. á síðu 17.
ÍÞRÓTTAVÖLLURINN UNDIR HLÍÐARBREKKUM
Myndin er að ýmsu leyti merkileg. — íþróttavöllurinn á myndinni var gerður á áratugnum 1930—1940. Þá var krcppa í landi og atvinnubóta-
vinna, sem svo var kölluð, algeng og oft bjargræði fátækra og örsnauðra heimila. — Þessi íþróttavöllur var að nokkru leyti gerður í atvinnubóta-
vinnu. Þá var tækni öll hér á fremur lágu stigi við allar slíkar framkvæmdir. — Á myndinni sjáum við kartöflu- og rófugarðana, sem þöktu
stórt svæði, þar sem nú er Friðarhöfnin. — Margt fleira mætti segja um þessa mynd. — Á þessu tímaskeiði voru Eyjabúar landkunnir fyrir hirð-
ingu sjófangs til áburðar, sem leiddi af sér mikla ræktun á Heimaey. Þá var í ráði að sá í allt landflæmið austan Hliðarbrekkna. Þess vegna cru
þarna tvær slóggeymslur, slorþrær, undir Illiðarbrekkunum. — Austast á 'Eiðinu sjást enn leifar sundskálans, sem byggður var þar 1913. — Hið
fræga aðgeröarhús, Kina, sést næst á myndinni til hægri. Hversvegna liúsið hlaut þetta nafn er sjálfsagt mörgum eldri Eyjabúa kunnugt. Við
greinum ekki frá því hér að þessu sinni. í því fólst pólitískt skop.