Brautin


Brautin - 15.12.1965, Page 12

Brautin - 15.12.1965, Page 12
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 10 SAFN 3YGGÐAR Jón Stefánsson, ritstjóri Brautar- innar hefur nú tekið sæti Árna heit- ins Árnasonar í byggðarsafnsnefnd bæjarins. Vestmannaeyingafélagið Heimaklettur hefur kjörið Jón full trúa sinn í nefndina sökum áhuga og þeirrar góðvildar til byggðar- safnsins, er ritstjórinn hefur jafn- an sýnt og vitnað um í blaði sínu. Við bjóðum alúðlega Jón Stefáns- son velkominn til starfans. Ritstjórinn hefur látið blað sitt kosta til nokkurrar myndatöku af munum í safninu og æskt þess jafnframt, að ég skýrði myndirnar eilítið. Það er mér ljúft. Við skulum virða fyrir okkur myndirnar af hlutunum sex. Þar er stór og mikill hnífur, svokallað- ur drepur eða hákarladrepur. Þá er þar hákarlasakka með taum og krók. Sakkan er úr járni. Krókur- inn er smíðaður hér heima í Eyj- um. Þekktasti öngla- (króka) og í- færusmiður hér í byggð var á sín- um tíma Guðmundur Ögmundsson í Borg, afi hinna góðkunnu Litla- bæjarbræðra hér. Ekki veit ég bó, hvort þessi hákarlakrókur er gjörð- ur af honum, en handbragðið er íslenzkt, það leynir sér ekki. Taumurinn við krókinn er smá- gerð járnfesti, sem er þarna of stutt — á að vera 2—3 álnir (126— 190 sentim.). Stóri krókurinn lausi er ífæra. Þá er hákarlsskutull af austfirzkri gerð. Síðast kem ég svo að fjærsta hlutnum á myndinni, trompjárn- inu. Trompjárnið er smíðað úr mjóu járni með handfang úr sama efni, Við legginn er fest húlkílslagað eggjárn. Hér á Suðurlandi var hákarlinn veiddur á færi, sem setið var undir og þess beðið, að „sá grái“ biti á. Sjómenn vissu það af langri reynslu, að hákarl étur með áfergju dauðan bróður sinn. Þess vegna mátti ekki hleypa niður hákarls- skrokkunum, meðan á veiði stóð. Þá leit ekki hákarlinn lengur við beitunni. Hákarlsskrokkarnir voru því bundnir við skipið, (sem oftast var 6 eða 8-æringur hér, en stund um teinæringur, þ. e. 5 árar á borð), þar til veiði lauk og haldið var til hafnar. Hvernig voru svo hákarlarnir tengdir við skipið? Ekki voru tök á að hafa alla hákarlsskrokkana bundna við hliðar þess. Nei, það var ógjörningur. Hákarlsskrokk- arnir voru „þræddir“ upp á tóg eða kaðal, eða þá granna járnfesti, eins og oftast mun hafa átt sér stað hér í Eyjum. Þetta var kallað „tromp“. En víðast hvar annars staðar á land inu munu þessar festar og þó sér- staklega tógin, hafa verið kölluð tampur. Það orð er þekkt í íslenzku máli, en Eyjaorðið „tromp“ miklu síður. Nú hefur „sá grái“ bitið á og er dreginn upp að borði skipsins. Sképnan er stór, harðskeytt og spretthörð. Kjafturinn er óskapleg- ur, þar sem flugbeyttum sköflun- um er beitt af heljarafli. Hann verður því að aflífa svo skyndil- lega, sem tök eru á. En fyrst og fremst þarf að tryggja sér það, að hún slíti sig ekki af önglinum við borðstokkinn. Hákarlinn er skotinn með skutli og drepinn þannig. Þá er að ná valdi á skrokknum, meðan lifrin er dregin úr honum. Þar þarf átök fleiri manna til. Þá eru ífærurnar notaðar, þessir stóru agnhaldslausu krókar með kaðaltaum. Þegar búið er að murka líftór- úna úr skepnunni og hagræða henni við skipshlið, var drepinn tvíhentur. Oftast var hann tvíeggj- aður, þó að á myndinni sé hann með einni egg. Hákarlinn var ristur á kviðinn með honum og lifrin dregin upp í skipið. Þegar lokið var við að ná úr hon- um lifrinni, mátti ekki hleypa skrokknum niður, eins og áður er sagt. Þá kom trompið til. Lykkja þess lá undir skipinu, og voru end- ar þess festir undir þóftu eða lang- band sitt hvoru megin í því. Þegar nú búið var að ná lifrinni úr hákarlsskrokknum, var stungið gat á haus hákarlsins með tromp- járninu, hvolflagaða hnífnum með bogmynduðu egginni. Síðan var kaðal- eða snæris- lykkju smeygt í gegnum gatið með þar til gerðri stöng. Endi lykkjunn- ar var bundið við trompið og endi þess þannig dreginn í gegnum gat- ið á hákarlshausnum. Sökk þá há- karlsskrokkurinn niður í bug trompsins og lá svo þar undir skipskjölnum. Á tampnum eða trompinu gátu þeir þannig haft eða geymt allt að 50 hákarls- skrokka, eftir því sem Gísli heitinn Lárusson í Stakkagerði greinir frá í óprentaðri heimild. Þegar svo halda skyldi heim, var öðrum enda trompsins sleppt laus- um og trompið síðan dregið inn í skipið. Losnuðu þannig allir skrokk arnir af tampinum og sukku. Hef- ur þá að sjálfsögðu orðið „mikill handagangur í öskjunni", þegar „bræðurnir", svona auðveldir við- fangs, nálguðust botninn. SAMFELLA, brúðarklæðnaður frú Ragnhildar Þórarins- dórtur. Fyrir nokkrum árum barst byggð arsafnsnefnd Vestmannaeyja sú til- kynning, að frú Þórhildur Þorsteins dóttir frá Laufási hér í Eyjum, prófastsfrú að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, hefði ánafnað Byggðar- safni Vestmannaeyja samfellu, sem hún hefði erft eftir ömmu sína, Ragnhildi Þórarinsdóttur, konu Gísla Engilbertssonar, verzlunar- stjóra við Júlíushaabverzlun hér eða Tangaverzlun. Samfellu þessa skyldi safnið fá í vörzlu, þegar það hefði viðunandi geymslu og sýning- arrými fyrir hana. Nú hefur safnið veitt þessum brúðkaupsklæðum viðtöku og veitt búningnum viðeigandi aðbúnað í safninu. Frú Ragnhildur Þórarinsdóttir var frá Neðra-Dal undir Eyjafjöll- um. Þórarinn, faðir hennar, var Þór- arinsson ísleifssonar bónda í Mör- Þ. Þ. V.

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.